Heima er bezt - 01.07.1952, Qupperneq 24
216
Heima er bezt
Nr. 6
hann því að afla sér tekna á
annan hátt, t. d. með því að
vinna hjá öðrum út um sveitina.
En eftir honum var sótzt til
vinnu, því að bæði var hann
þrekmaður og lagvirkur. Einkum
þótti hann hlaða veggi og garða
ágætlega. Svo mun hann hafa
haft nokkrar tekjur af skógin-
um. En upp úr 1870 fóru menn
að komast á lag með að halda
fjárkláðanum í skefjum, svo að
hann gerði ekki stórskaða, og
eftir 1877 og fram um aldamót
varð hans lítið vart. Jónas rétti
því furðu fljótt við fjárhag sinn,
svo að hann varð vel sjálfstæður
efnalega. í minnisbókum hans
sést, að hann hefur oft hjálpað
sveitungum sínum um hey, mat
og eldivið í hörðum árum, og
það í talsvert stórum stíl. En
Jónas mun lítið hafa talað um
hjálpsemi sína út á við, enda
var hann laus við mont og allt
yfirlæti.
í Hrauntúni hlóð hann mikla
grjótgarða, sem lengi munu sjást,
bæði umhverfis túnið og svo all-
stóran nátthaga. Garðar þessir
voru með öllu sauðheldar girð-
ingar. Hve langir þeir eru get
ég ekki sagt um með vissu. En
ég hygg, að túnið og nátthaginn
séu til samans 20—30 dagsláttur.
Hús öll byggði hann upp snotur
og traust, og var allur frágangur
á mannvirkjum í Hrauntúni með
myndarbrag.
í hreppsnefnd var Jónas kos-
inn um sömu mundir sem hann
varð hreppstjóri eða 1 til 2 ár-
um fyr, og oddviti eitt kjörtíma-
bil — 6 ár. Honum mun ekki
hafa samið við meðnefndarmenn
sína, og eftir það mun hann ekki
hafa setið í hreppsnefnd. Jónas
byrjaði snemma á því að safna
að sér bókum. Kvað svo rammt
að því, að gestir sem til hans
komu, undruðust hvað hann átti
mikið af bókum. Sumir litu
bækur hans heldur illu auga.
Þóttu þær of miklar. Bæði legði
hann of mikið fé í bókakaup og
svo mundu bækurnar tefja hann
frá vinnu. Þeir gátu ekki orða
bundizt og létu í ljós, að þeim
fyndist hann leggja of mikið í
bókakaup. En þá sagði hann
jafnan: „Þetta getið þið sagt um
bókakaup mín. En hefði ég varið
andvirði bókanna í brennivín,
þá mundu þið ekkert segja.“ Við
þessi svör hans þögnuðu flestir.
Og sumir tóku það fyrir sneið
til sín, sem líklega hefur verið
rétt til getið hjá þeim. Jónas
var umbótamaður á mörgum
sviðum. Vildi vinna á móti öllu
sem þá var kölluð hjátrú og
hindurvitni. T. d. að til væru
útilegumenn, huldufólk eða
draugar eða annað þvílíkt. Það
kvað svo rammt að þessu, að
hann vildi ekki eiga Þjóðsögur
Jóns Árnasonar, og seldi þær úr
bókasafni sínu. Einnig komst
hann í andstöðu við kenningar
kirkjunnar og hætti að hlýða á
messur. Út af þessu varð hann
einn um skoðanir sínar. Þessu
var misjafnlega tekið af fjöld-
anum, og hann var oft harðorð-
úr við þá, sem ekki voru á sama
máli. Sóknarprestinum leiddist
það, að hann kom ekki í kirkj-
una þegar messað var. Og þó
hann kæmi að Þingvöllum á
messudegi í þeim erindum að
hitta þar einhverja menn úr
hreppnum, þá kom hann ekki
fyrri en messa var um það bil
úti, og beið þá úti þar til henni
var lokið. Sem dæmi þess hvað
Jónas gat verið harðorður — og
sagði stundum meira en honum
datt í hug að framkvæma — er,
að einhverju sinni á fundi á
Þingvöllum urðu þeir ekki á
sömu skoðun, presturinn og Jón-
as. Sagði þá Jónas í heyranda
hljóði, að réttast væri að afhrópa
prestinn. Þá sagði bóndi ein úr
hreppnum, Pétur Guðmundsson
í Miðfelli: „Hvað ætli þú afhróp-
ir svo góðan mann.“ Þá sagði
Jónas: „Ég segi það og hef sagt
það, að ef menn tækju sig sam-
an, þá mætti segja honum að
fara.“ — Svo var þeim umræð-
um lokið, og allir skildu í bróð-
erni og gerðu gaman úr öllu
saman. Þannig var það, að þótt
Jónas væri stundum harðorður
við prestinn og aðra, þá fylgdi
ekki neitt hatur eða óvinátta.
T. d. lagði hann svo fyrir, að
enginn annar prestur talaði yfir
sér við útför sína en sóknar-
prestur sinn, séra Jón Thor-
steinsson á Þingvöllum.
Jónas hafði mikinn áhuga
á öllum umbótum, sem hann
hugði að bæta mundu afkomu
bænda. T. d. var hann lengi
deildarstjóri í pöntunarfélögum
fyrir Þingvallahrepp. Ekki var
það starf ábatasamt fyrir deild-
arstjórana. Þeir söfnuðu vöru-
pöntunum hjá hreppsbúum á
veturna; svo komu vörurnar á
vorin, og bændur tóku þær. En
fáir borguðu fyrr en á haustin,
og þá ekki alltaf allir. En deild-
arstjórinn átti að innheimta og
fá 1% í innheimtulaun. Ég
hygg, að innheimtulaunin hafi
tæplega hrokkið fyrir vanskil-
um. Fyrir fyrirhöfnina og reikn-
ingshald var ekkert borgað,
hvorki ferðakostnaður við að
sækja félagsfundi né annað.
Jónas var eindreginn heima-
stjórnarmaður í stjórnmálabar-
áttunni við Dani og vildi engar
tilslakanir. Hann skrifaði einnig
nokkrar greinar í blöð um ýmis
áhugamál sín.
Ég kynntist Jónasi nokkuð,
þótt litlar samgöngur væru á
milli okkar, og var það vegna
þess, að við vorum þannig í sveit
settir, að langt var á milli. Ég
heyrði ýmsar sögur um það,
hvað hann væri þver og ómögu-
legt væri að víkja honum frá
sinni skoðun, hvort sem hann
stæði á réttu eða röngu. Einu
sinni bar það við, þegar ég var
oddviti í Grafningshreppi, að á-
greiningur var á milli mín og
oddvitans í Þingvallahreppi,
sem þá var Halldór Einarsson á
Kárastöðum. Hreppar þessir voru
áður einn hreppur, en var skipt
í tvo hreppa 1862. Allir þeir, sem
fæddir voru í Þingvallahreppi
hinum forna, áttu fæðingar-
hrepp í báðum hreppunum, og
áttu að framfærast að hálfu
leyti af hvorum, eftir að þeim
var skipt í tvo hreppa, ef þeir
þurftu sveitarstyrk og höfðu
ekki unnið sér sveit annars stað-
ar. Þegar ég tók við oddvitastörf-
um, tók ég eftir því, að 1 ómagi í
Grafningshreppi átti fæðingar-
hrepp í Þingvallahreppi hinum
forna, en var farinn að þiggja
sveitarstyrk áður en 10 ár voru
liðin frá skiptingunni. Ég álykt-
aði því, að ómagi þessi ætti sveit
í Þingvallahreppi að hálfu leyti.
En Halldór oddviti vildi ekki
ganga inn á það, og bað um úr-
skurð sýslumanns í málinu.
Sýslumaður svaraði því svo, að
fyrst skyldi reynt, hvort hrepps-