Heima er bezt - 01.07.1952, Síða 25
Nr. 6
Heima er bezt
217
Dularfullir atburðir
nefndirnar gætu ekki gert út um
þetta sjálfar á sameiginlegum
fundi, eða fulltrúar í þeirra stað
úr báðum hreppunum. Svo var
ákveðinn fundardagur og fund-
arstaður, og skyldu tveir menn
úr hvorum hreppi mæta á þess-
um fundi. Úr Þingvallahreppi,
Jónas í Hrauntúni og Sigurður
Loftsson í Heiðarbæ. Úr Grafn-
ingshreppi Kolbeinn Guðmunds-
son oddviti og Jón Sveinbjarnar-
son á Bíldsfelli. í fundarbyrjun
tók Jónas það fram, að sveita-
bækur hreppanna ættu að sýna
hvað rétt væri í ágreiningi þeim,
sem fundur þessi ætti að fjalla
um. En hann óskaði þess, að
hvorki yrði þras eða rifrildi þó
fulltrúarnir yrðu ekki á eitt
sáttir. Sýslumaður yrði þá að
úrskurða hvað rétt væri. Þetta
þótti mér ágætt og samþykkti
það strax. Svo bárum við Jónas
saman bækurnar og viðskipti
hreppanna fyrstu 10 árin eftir að
þeir urðu tveir sjálfstæðir
hreppar. Komumst við að þeirri
niðurstöðu, að ég hefði rétt fyrir
mér. Svo var fundargjörðin færð
inn í sveitarbók beggja hrepp-
anna og undirskrifuð af öllum 4
fundarmönnum. Meðfundar-
menn okkar þurftu ekkert að
leggja til málanna, aðeins að
fylgjast með og skilja hvernig
málinu var háttað og á hverju
niðurstaðan var býggð. Ég bjóst
ekki við, að Jónas væri eins rétt-
sýnn og strangheiðarlegur í
samningum eins og hann reynd-
ist. Við urðum kunnugri hvor
öðrum eftir þennan fund en áð-
ur, og fengum meiri mætur hvor
á öðrum.
Svo liðu mörg ár, sem við
hittumst svona endrum og eins á
mannamótum eða á ferðalagi,
en höfðum aldrei tækifæri til að
tala saman, nema eins og gengur
skiptast á nokkrum orðum um
dagleg efni. En svo bar það svo
til, að við urðum einu sinni sam-
nátta í Miðdal í Mosfellssveit.
Báðir vorum við á leið til Reykja-
víkur. Þar voru þá, eins og oft
bar við, margir næturgestir. Um
kvöldið fóru flestir gestirnir að
spila, sér til gamans, nema ég og
Jónas. Stakk hann þá upp á, að
við færðum okkur frá spila-
mönnunum og töluðum saman í
næði. Og það gerðum við, og
I síðasta hefti Heima er bezt var
sagt fra einkennilegum atburðum,
sem áttu sér stað í höll einni við
Dóná. Hér koma til viðbótar nokkr-
ar frásagnir um dularfulla atburði,
sem gerðust í Englandi.
í flestum löndum Evrópu lifa
sagnir um drauga og önnur ein-
kennileg fyrirbæri á vörum
fólksins. Og enda þótt flestir nú
á dögum séu tregir til að trúa á
sannleiksgildi slíkra sagna, er
það staðreynd, að ýmsar þessara
frásagna hafa við raunveruleika
að styðjast, og sanngildi þeirra
er sannað óvéfengjanlega.
í Englandi og Skotlandi eru
margar eldgamlar hallir og
herrasetur. Við slíka staði eru
sögurnar oftast tengdar. Georg
Long, sem hefur fært margar
sátum á tali fram að háttatíma.
Honum fannst hann þá vera orð-
inn einmana í mannfélaginu, og
eins og búið væri að setja sig til
hliðar, og margt væri um sig sagt,
sem ekki væri rétt, jafnvel að
hann væri latur og vinnulítill, og
trúlaus væri hann kallaður. Satt
væri það að vísu, að hann að-
hylltist ekki allt trúarkerfi
kirkjunnar. En aðalatriðunum
kvaðst hann trúa og treysta á.
Ég sagði honum mitt álit á við-
horfi einstaklingsins til fjöldans
og féllst hann á, að ég hefði mik-
ið til míns máls og líklega rétt.
En það væri nú ekki aftur tek-
ið, sem liðið væri. Réttlætistil-
finning hans var sterk, og þeg-
ar honum fannst, að henni væri
misboðið, var skapið stórt, og
sagði hann þá afdráttarlaust
meiningu sína.
Jónas var stór maður vexti og
þreklega vaxinn, rammur að
afli. Létt var honum um gang
og göngumaður mikill.
Hann var fróður og víðlesinn
og átti víst flestar eða hafði
undir höndum um lengri eða
skemmri tíma, beztu bækur þær,
sem gefnar voru út á íslenzku á
19. öld, m. m. Hann var sjálf-
menntaður, varð að hafa sjálfur
slíkra sagna í letur, hefur ferð-
azt til staða, þar sem vart hefur
orðið við drauga, og talað við
fólk, sem kveðst hafa séð þá.
Sagnirnar standa oftast í sam-
bandi við afbrot eða aðra ömur-
lega atburði. Þannig er því varið
um draugana á Samlesbury Hall
í nágrenni Prestons í Lancas-
hire.
Þetta fagra, gamla herraset-
ur var byggt á 15. öld, en atburð-
irnir gerðust hundrað árum síð-
ar, er Sir John Southworth var
eigandi búgarðsins. Þetta var á
siðaskiptatímanum í Englandi,
þegar mótmælendur og katólskir
áttu í brösum hvorir við aðra.
Sir John var ákafur páfasinni
og hafði oft verið dæmdur í sekt-
ir fyrir að láta ekki af trú sinni.
Nágranni hans var aðalsmaður
fyrir því öllu að mestu án til-
sagnar. Skrift lærði hann þann-
ig, að hann fékk stafrófið skrif-
að á blað og skrifaði svo eftir því.
í reikningi kunni hann 4 höfuð-
greinar hans í heilum tölum og
botum, og í hugareikningi var
hann svo góður að af bar, bæði
fljótur og viss.
Jónas andaðist 29. júlí 1922.
3. ábúandi Halldór Jónasson.
Síðasti bóndi í Hrauntúni var
Halldór Jónasson. Hann reisti
þar upp bú eftir föður sinn lát-
inn — í fardögum 1923 — og bjó
þar til fardaga 1935. Þá var
Hrauntún lagt niður sem bújörð,
vegna þjóðgarðsins. Halldóri
búnaðist þar vel og hélt öllum
mannvirkjum vel við, og girti 30
—35 dagsláttur af Hofmannaflöt
strax fyrsta árið, sem hann bjó
þar. En það mun hafa dregið úr
framkvæmdum hans, að við borð
lá að friða Þingvallaskóg og
gera hann að þjóðgarði.
Hrauntún var í byggð 105 ár
og þar bjuggu þrír feðgar í röð
hver eftir annan. En þá var —
eins og fyrr segir — býlið lagt
niður fyrir fullt og allt. Og verð-
ur þar sennilega ekki byggt ból
framar.