Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 6
134 Heima er bezt Nr. 5 Guðmundur skrifaði prýðis vel, þó hann fengi litla tilsögn í skrift í æsku. í ævisögunni gat hann þess hvernig hann lærði að skrifa. Um tvítugsaldur var hann sendur til sjóróðra í verstöð við Faxaflóa. Þá áttu allir, sem fóru út fyrir sitt lögsagnarumdæmi, t. d. sjómenn þeir, sem reru i ver- stöð utan sýslu þeirrar, sem þeir voru búsettir í, að fá passa. Hann varð því að fá sér reisupassa eins og aðrir hjá sýslumanni Rangár- vallasýslu, sem þá var Hermann- íus Johnson. Hann sagði, að sér hefði fundizt svo mikið um hvað skriftin var falleg á passanum, að hann lét það vera sitt fyrsta verk að fá sér pappír og skrif- færi og fór að skrifa stafi eftir passanum. En nú voru ekki nærri allir stafir stafrófsins þar, því passinn var ekki nema tvær lín- ur að lesmáli. Var það því ráð hans að taka ótal afrit af pass- anum, og skrifa ekki annað um vertíðina. Síðustu afritin sagði hann að hefðu verið vel læsileg. Um vorið fékk hann svo allt stafrófið hjá sýslumanni, og úr því gat hann farið að skrifa hvað sem hann vildi. Hann kvaðst ekki hafa viljað fá sér forskrift frá öðrum, því með því hefði ver- ið hætta á að rithönd sín hefði spillst. Ævisagan byrjaði þar sem hann mundi fyrst eftir sér. For- eldra sína missti hann ungur. Þau voru fátæk og ólst hann upp á hálfgerðum hrakningi. En leið þó ekki mjög illa. Hann var fæddur og uppalinn í Rangár- vallasýslu. Og þar var hann í vinnumennsku eftir að hann gat unnið fyrir sér. En eitthvað nálægt því, er hann varð tvítug- ur dó frændi hans, og fékk hann þá talsverðan arf. Þar á meðal parta í þremur jörð- um. Fannst honum þá hann vera orðinn ríkur maður, sem gæti látið eitthvað að sér kveða. Tekur hann þá það fyrir, að hann kemur öllum arfinum í peninga. Tekur sig upp og flyt- ur til Reykjavíkur. Fær sér þar lóð undir hús og byrjar að byggja. Fær húsasmið til þess að sjá um verkið. Sjálfur gerði hann lítið. Leið svo fram á vetur. Hús- byggingin gekk seint. Á verkinu var byrjað um mitt sumarið og átti að vera lokið síðarihluta vetrar, en um það leyti, sem ráð- gert hafði verið að húsið yrði fullgert, vantaði mikið til að svo væri. En þá var Guðmundur orð- inn peningalaus, og tals- vert skuldugur. Þá tók hann það ráð að selja húsið í því ásig- komulagi sem það var. Borga allar sínar skuldir, og hætta við allt gróðabrask. Um vorið fór hann svo úr Reykjavík með allt sitt, sem komst í einn poka, er hann hélt á á bakinu. Þarna sagði hann að hefðu orðið þátta- Kolvibarhólt skipti í lífi sínu. Eftir þetta sagð- ist hann ekki hafa haft fast að- setur. Oftast verið á ferðalagi. Þeim þætti sögunnar væri ekki lokið, og yrði ekki lokið, fyrr en hann hætti að geta skrifað. Því hann skrifaði allt það markverð- asta, sem fram við sig kæmi jafnóðum og það skeði. í þeim kafla væri ýmislegt, sem væri of nærri samtíðinni til þess að lesa það upp yfir alla. Guðmundi var þakkaður lesturinn af öllum sem á hlýddu. Nú var farið að líða á dag, og vildu margir fara að gefa hest- unum seinni gjöfina, og var ég einn af þeim. Meðan við vorum að því, létu einhverjir Guðmund dúlla fyrir sig. Það var íþrótt, sem hann sagði að enginn í heimi kynni, nema hann. Hann sagðist hafa fundið það upp, og enginn hefði getað leikið það eftir sér. Það heyrðu ekki þeir, sem voru í hesthúsinu að sinna hestunum. Einn af þeim var ég. Ekki létu þeir mikið yfir, að það hefði verið tilkomumikið, sem á það hlýddu. En ekki dúll- aði Guðmundur nema fyrir borg- un. Það kostaði 25 aura fyrir manninn. Þetta dró sig saman, ef margir voru hlustendur. Enda var það eini tekjustofn hans. Guðmundur þessi var á sífelldu ferðalagi. Las og kvað fólki til skemmtunar, borgaði með því þann beina, sem honum var veittur. En fyrir dúllið vildi hann fá aura. Ég læt nú úttalað um Guðmund Dúllara. Það var að ýmsu leyti merkilegur maður, sem vert væri að lýsa nánar. Um kvöldið var enn sama veð- ur, ofsarok og blindbylur. Var nú mörgum farið að þykja illveður þetta standa óvenju lengi, og margir farnir að spyrja þá, sem þeir héldu hafa bezt vit á veðri, hvenær upp myndi létta. Þeir, sem eitthvað lögðu til þeirra mála, héldu,að veðrið myndi fara að batna upp úr miðnætti. Þá væri það búið að standa á 4. dægur. Ég var einn af þeim, sem var á þeirri skoðun, og um kl. 3 mundi verða komið ratljóst veð- ur, og þá myndi verða orðið fært að vita hvernig tuddanum liði. En þegar tuddinn var nefndur, var eins og allir vöknuðu af svefni og nú varð löng umræða um það, hvort hann væri lifandi eða dauður. Flestir töldu víst að hann mundi dauður vera fyrir löngu. Það var aðeins einn mað- ur, sem sagðist vera viss um að hann væri lifandi hjá vörðunni, sem hann hefði verið bundinn við. Engar skepnur þyldu betur kulda en naut, jafnvel ekki hross. Allir voru boðnir og búnir að fara með mér austur á heiði að sækja tuddann, hvort sem hann væri dauður eða lifandi. Ég valdi 5 menn með mér, 4 af þeim, sem vissastir voru um að hann væri dauður og helfrosinn, og svo sjálfsagt þann, sem var viss um að hann væri lifandi. — Guðni bóndi bauð að lána stóran hestasleða, sem til var á Kolvið- arhóli, og með honum aktygi. Hest var ég með sjálfur. Vanan dráttarhest. Þetta var nú allt undirbúið, og svo átti að leggja upp um nóttina, ef fært væri á- litið. Þegar þessu var lokið, gengu menn til náða og fóru að sofa. En við 6, sem ætluðum austur á heiði, ef fært yrði, sváfum allir nálægt hver öðrum, eða vorum hafðir nálægt hver öðrum. Lítið varð samt um svefn hjá okkur.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.