Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 17
Nr. 5 Heima er bezt 145 strax af kollunni og hann væri svo notaður til yfirbreiðslu, mundu vargfuglar finna eggin strax. Þegar hreiðurgerð er lokið, kemur hún oftast daginn eftir og verpir þá einu eggi, en stund- um líða þó einn eða tveir dagar, og þannig gengur, unz hún fer að liggja á, en það gerir hún fyrst einum eða tveimur dögum áður en hún er útorpin. Oft er svo að sjá, sem blikinn sé kollunni lítils virði við hreið- urgerðina og útungunarstarfið, en við nánari athugun er sýnt, að sú er ekki raunin. Fyrst hjálpar hann konu sinni við hreiðurgerðina, líkt og hani stundum hænu, og einnig er kollunni mikið öryggi í nærveru hans. Komi einhver styggð að kollu, svo að hún fari af hreiðri og blikinn hvergi nærri, fer hún oftast og sækir hann, og virðist hún nær alltaf vita, hvar hans sé að leita. Kemur hann þá ætíð með henni, og er þá margt og mikið rætt, og sezt hann þá æv- inlega hjá henni um stund. Þetta sýnir, að henni þykir mikið ör- yggi í nærveru hans. Komið getur fyrir, að bliki fari á hreiður, sem kolla fer af, sezt þá í það eða breiðir yfir eggin. Þegar fuglinn er að setjast, sem kallað er, þ.e.a.s. er að velja sér hreiður og búa um sig, er hann ætíð mestur uppi á morgnana, og þarf þá umfram allt að lofa honum að njóta næðis. Náttúran hefur þann hátt á, að hún hefur þykkasta skurn á fyrsta egginu og svo þynnri á því næsta og þannig koll af kolli. Verður þetta til þess, að eggin, sem fyrst koma, sem oft er í kulda, þola hann betur og svo unga þau seinna. Litlu má líka muna með útungunina. Ef meira en sólarhringsmunur er á út- komu unganna, verður oft ann- að hvort, að kollan fer og skilur yngsta ungann eftir eða sá elzti deyr, ef hún þarf lengi að bíða eftir þeim yngsta. Þessa þurfa varpeigendur að gæta og þá að færa til. Þegar illa viðrar um útungun- artímann, á kollan oft erfitt, en allir undrast þolinmæði þá og fórnfýsi, er þær sýna, er þannig háttar um veðurfar. Á síðastliðnu vori vildi svo til, skömmu eftir að fuglinn byrjaði að verpa, að norðan frostbyl gerði, og stóð hann að heita mátti í tíu daga. Þær fóru þá margar í kaf, og urðu tveggja til fjögurra metra þykkir skafl- ar ofan á sumum þeirra. Ein kollan var undir snjó í tvær og hálfa viku og var þá lifandi, en allt dautt hjá henni. Ef henni tekst að halda þurr- um og heitum eggjum (og það getur hún, ef hún er á bersvæði), kemst allt áfram, en ríka móð- urást þarf til að snúa sér í veðr- ið og liggja hræringarlaus næt- ur og daga, þar til slíku óveðri linnir, sem áður er á minnzt, enda urðu margar að fara burt. Þegar allt gengur vel, er koll- an 28 daga að verpa og unga út. Þótt fyrstu kollurnar byrji að verpa, eins og fyrr segir, 5.—10. maí, er fjöldinn ekki orpinn, fyrr en í enduðum maí, og sum- ar ekki fyrr en rétt fyrir miðjan júlí. Það tekur því langan tíma að hirða varp, ef vel á að vera, eins og sjá má af þessu, enda margs að gæta. Fyrst þarf að aðgæta, hvort eitthvað sé af fúleggjum, en sé eitt egg fúlt í hreiðri, get- ur það sprungið, og ræður þá kollan ekki við neitt og hverfur á braut. Svo er það hirðing dúnsins. Bezt væri, ef hann mætti vera allur í hreiðrinu, þar til kollan er far- in, en slíkt er óhugsandi, því að allt af er hætt við, að hann geti skemmzt og spillzt, því að ekki þarf nema eina óveðursnótt til þess að eyðileggja meiri hluta dúnsins það árið. þess vegna er sá háttur á hafð- ur að fara um varplandið við og við og minnka dúninn hjá þeim kollum, sem af honum eru birg- astar og lengst eru komnar, og er þá um leið gengið úr skugga um, hvort eggin séu „lifandi". Bezt er, að sem flestir leitar- menn kunni að skyggna, en það er gert þannig, að eggið er tekið í vinstri hönd og sú hægri lögð ofan á gildari endann og horft í gegnum greipina, en egginu brugðið upp móti sólu, augað lagt að, og egginu síðan snúið til, svo að sjáist um það allt. Má þá í góðu skyggni, af þeim sem kunna, sjá, hvað unganum líður, hvort hann er lifandi og hve langt á leið kominn. Hefur mörg- um unganum verið bjargað með því að færa slíkt egg til eftir þvi, sem við á, því að kollan gerir þess engan mun, hvort hún á

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.