Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 21
Nr. 5
Heima er bezt
149
verða hrifin af, hve vel væri fyr-
ir hlut hennar séð. Og mamma
hennar var alveg á sama máli.
Þó að þessi festarmál hefðu
aldrei verið borin undir Siggu,
gekk hún þess ekki með öllu dul-
in, hvað til stæði, og trúði því
þó aldrei, að foreldrum hennar
væri bláköld alvara með að
þröngva henni til að gefast Sig-
urði á Stað. Hún var svo/ frá-
hverf honum, að það stappaði
nærri andstyggð. Þegar hún var
á Stað, hafði henni fundist hann
gott skinn, en nú, eftir allt dá-
lætisdaður fólksins heima við
Staðarfólkið, sem það þekkti svo
sem ekkert, og fortölurnar, sem
átti að leggja í eyru henni,
fannst henni Sigurður prests-
son aulamenni, tómlegt grey,
hálfgert úrþvætti.
Og ekki minnkaði óbeitin á
honum við það, að sjá nú aftur
Grím og bera þá saman, og
verða þess vör, að foreldrar
hennar lögðu nú vaxandi kapp
á þessa prestssonarheimsku, en
gera ekkert úr glæsileik Gríms.
Fyrir þeim átti hún í vök að
verjast, þau stefndu að því að
færa hana í kaf, í hyldýpi
eymdar og auðnuleysis, lítils-
virðingar og vantrausts á sjálfri
sér, gera hana að aumingja.
Þetta var farið að verða svo al-
varlegt, að hún var farin að hafa
áhyggjur af, og örvænta um sig-
ur á hégómaskap og heimsku
foreldranna. Þau voru vakin og
sofin í því að hugsa um auðinn
og upphefðina, gerðu allt til að
gylla þetta fánýti fyrir henni, og
voru búin að gera heimafólkið
að áróðurstækjum gegn henni.
Henni sárnaði þetta, hana
hryllti við því, hún fyrirleit það
og fordæmdi.
Með sjálfri sér fann Sigga, að
hún var ekki nógu sterk til þess
að velta okinu af sér. Heima átti
hún engan bróðurhalla síðan
Ella fór. Hún var nú alltof fjarri
og allt of valdalaus gegn þessu
ofurefli, þessu harðsvíraða sam-
særi. Svo að það hvarflaði
stundum að Siggu að örvænta
um framtíð sína. — Síðan Grím-
ur kom að Bakka var þess vand-
lega gætt, að þau fengju ekki
færi á að ráða sínum ráðum, hún
og Grímur. Honum var hún þó
alltaf staðráðin í að bregðast
aldrei, hvað sem á dyndi. Hún
skyldi aldrei öðrum unna, aldrei
með öðrum ganga í lífinu, hvað
sem hver segði. Því hlyti hún að
geta ráðið.
Vandanum sá hún þó ekki
fram úr, eins og allt var sam-
þætt móti henni. Hún sagði þetta
Ellu einni, og hún vildi allt gera
til þess að styrkja hana. Hún
vissi líka um' staðfastan hug
Gríms, hann mundi aldrei bregð-
ast. Sennilega yrðu þau þó að
bíða eftir tækifæri til þess að
slíta allar þessar viðjar af sér.
VII.
Grímur var aftur kominn í
sveitina, hafði komið á flesta
bæi hennar, en ekki enn komið
að Brekku. Það sat í honum
þykkja til fólksins, er hafði vís-
að honum á dyr, þó að nú væri
komið hátt á fimmta ár síðan.
Hann fór alltaf fram hjá Brekku
og renndi þó augunum þangað,
er hann fór hjá, og sá tilsýndar
litla bæinn þeirra, sælustaði
bernskunnar með Siggu. Sigga
vissi vel um orsakirnar til þessa
fálætis, og því fór fjarri, að hún
sakaði Grím fyrir langræknina,
en það fékk á hana og settist að
henni. Það var eins og allt yrði
að leggjast á eina sveif til þess
að særa hana og beygja.
Sumarið leið. Sigga kom að
Bakka tvisvar um sláttinn, á
sunnudegi í bæði skiptin, en þess
hafði verið gætt, að húsbónda-
holl vinnukona fylgdi henni.
Þau Sigga og Grímur töluðust
við og minntust á ýmislegt frá
fyrri árum, en það samtal fór
allt fram fyrir opnum tjöldum,
því að sú húsbóndaholla lét sig
ekki vanta, gætti þess að heyra
og sjá hvað fram færi. Hún var
fulltrúi foreldranna og rækti
skyldu sína.
Það var kominn vetur, vetr-
arkuldi, vetrarhörkur. Sigga var
að breytast. Hún var hætt að
fagna komandi degi, hætt að
vona, hætt að trúa. Það var því
líkast, sem hún væri hætt að
vera til. Oft hafði veturinn ver-
ið henni góður. Gaman hafði það
verið, að kútveltast í fönnunum
með Grími. Það voru góð kvöld.
Nú var eins og illur grunur biti
á hana, fyllti hana óþreyju og
eirðarleysi. Hún hafði óyndi
heima hjá foreldrum sínum,
varð að létta sér upp öðru hvoru,
fara til næstu bæja. Þangað
fékk hún að fara ein, eða hún
fór það án þess að spyrja um,
eða segja hvert hún ætlaði.
Henni var allsstaðar fagnað og
það stytti stundirnar; heima-
fólkið hafði ekkert út á þetta
að setja. Allir vildu henni líka
vel; það vantaði sízt á Brekku.
Foreldrarnir reru öllum árum að
því, að henni mætti liða sem
bezt, en skildu oft illa, hvað
henni kom vel og hvað illa. Og
því fór sem fór.
Veturinn leið fram á útmán-
uði, dagarnir lengdust, sólin
hækkaði á lofti, vorið nálgaðist.
Vorið var komið, það sást í
almanakinu, jafndægur á vori.
Blessað vorið! Niðjinn nýtur oft-
ast, eða geldur, foreldra sinna,
forfeðra og formæðra. Svo er
það í mannheimi. Sama máli
gegnir í ríki náttúrunnar. Haust-
ið nýtur þess oft lengi, og stund-
um til enda, að það er afkom-
andi sumarsins, sem hefur búið
vel í haginn. Á sama hátt geldur
vorið þess oft, að veturinn er fyr-
irrennari þess. Veturinn, sem
lagði lífið í dróma. Þó er sá
munur á hlutverkum, að haust-
ið kemur með hnignun og hrörn-
un, er á leið til dauðans, en vor-
ið kemur með vöxt og þroska á
leiðinni til lífsins.
VIII.
Seinasti sunnudagur í góu
byrjaði kaldur og bjartur. Um
nóttina hafði drifið niður nokkr-
um snjó í logni. Undir var víð-
ast hvar auð jörð og þó allmikl-
ir skaflar í lautum og giljum.
Færðin var ekki þung, því að
snjórinn var laus og léttur fyr-
ir. Sigga sagði mömmu sinni, að
hún væri að hugsa um að
skreppa út að Strönd um daginn.
Þangað var stutt. Strönd var
næsti bærinn. Skömmu eftir há-
degið fór Sigga svo þangað og
var þar glöð og í góðu skapi til
klukkan fimm, en þá var tekið
að hvessa, reka á hrinur og
feykja mjöllinni til. Sigga var
því vön að koma út í kulda og
bylji, og það var stutt heim, ná-
lægt tuttugu minútna gangur.
Hún kvaddi þá og hljóp af stað.
Nokkru eftir að hún fór, hvessti