Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 10
138 Heima er bezt Nr. 5 til húsbónda síns, nei, til bróður síns — skrifar ambáttin, nei, dóttirin, eiginkonan, nei, syst- irin, Heloise, skrifar Abailard. Það bréf, sem þú sendir vini þín- um til huggunar, vinur minn, hefur nýlega komið mér fyrir augu. Ég sá strax af yfirskrift- inni, að það var frá þér, og las það því með ákafa, sem svarar til þess kærleika, sem ég ber í brjósti til bréfritarans, svo að ég að minnsta kosti gæti fundið huggun í orðum hans og myndað mér einskonar skuggamynd af þeim manni, sem ég hef elskað“. Svo djúpt auðmýkir Heloíse sig aðeins til þess að bjarga minningunni um æskuást sína, þótt henni væri vel kunnugt um, að hún var í mótsögn við algeng- ustu siðferðissjónarmið um sam- band manns og konu. Meðan auðmýkt Abailards virðist vera dálítið utan gátta, og að nokkru leyti uppgerð, verður annað uppi á teningnum í hinu fallega bréfi, sem Pétur ábóti af Celles ritaði til síns vold- uga vinar, hins fræga Tómasar á Becket á árunum 1155—61. „Til míns kæra herra og vinar, Tóm- asar, kanslara Englandskonungs, frá bróður hans, Pétri, þjóni drottinsþjónanna .... Sá mað- ur, sem ekki hefur komizt áfram sakir eigin dugnaðar, er fremur aðdáunarverður fyrir auðmýkt sína en embætti. í yður berst heiður með mikilli hamingju, eftir því sem menn, er hafa kynnst yður, hafa tjáð mér, og þessi barátta stafár fremur af metorðagirni en baráttulöngun, svo að ósigrar hafa ekki von- brigði í för með sér, og sigrar engan fögnuð -- en það er heiður og ekki stolt. Því er það að þér, frá hæðum huga yðar, og án þess að geta verið þér sjálfur, hafið sent mér, aumum, bréf. Þér biðjið um vináttu mína, en ef ég bæði yður um slíkt og þér veittuð mér það, myndi það vera ástæða til aðdáunar — af hálfu þess, sem var minnimáttar. Því að hvaða samband getur átt sér stað milli ábótans í Celles og kanslara Englandskonungs? Hver er sá sem ekki veit, að þér eruð voldugasti maður í fjórum konungsríkj um, næst konungin- um sjálfum. Ég vil vera stuttorð- ur; því hærri hugsanir sem ég geri mér um yður, þess lítilmót- legri verð ég í augum sjálfs míns. Ég vil á engan hátt rétta út hönd mína til þess að taka á móti þessari vináttu, en ef þér vilduð telja mig í hópi vina yðar, held ég að yðar hágöfgi mundi gera góðverk gagnvart mér“. Þetta lítur út eins og hrúgaldur af slagorðum, en í fyrsta lagi stóð Tómas á Becket á hátindi valds síns, og í öðru lagi var Pét- ur ábóti að vísu voldugur, en á Pósturinn kemur hinn bóginn raunverulega auð- mjúkur kirkjunnar þjónn. Vinir Tómasar voru ekki all- ir þannig gerðir. Það sann- azt glöggt af bréfi frá hertogan- um af Saint Remy til John af Salisbury, en hann var sá fyrsti af vinum Tómasar, sem varð að flýja, þá er konungur setti kanslarann í ónáð. „Sannarlega, kæri vinur. Þú hefur valið þér mjög þægilegán stað á meðan þú ert landflótta; allra handa skemmtanir, þó að þær séu lítils virði, er að finna í Parísarborg, já, góð vín einnig, sem þú getur ekki fengið hérna heima, og skemmtilegur félagsskapur. En allt þetta er ekki nýtt. Hefurðu nokkurntíma kynnst manni, sem ekki elskaði París? Það er dá- samlegur staður, fullkominn lystigarður gleðinnar. Og þó er margur sannleikur sagður í spaugi. Ó, París, hvað gerir þú til að skemmta fólki, hvaða snör- ur leggur þú fyrir frómar sálir, hvaða beitu notar þú til að lokka menn út í freistingar, hvaða spjót notar þú til að hæfa hjarta dárans með? Og kæri John minn hugsar meira að segja þannig sjálfur, og vegna þess hefur hann flúið til París- ar. Ég vona í fullri alvöru, að hann muni finna það óþolandi og snúa við aftur til gamla landsins síns.“ Á þessum tímum eru kirkj- unnar menn í æðstu stöðum í Evrópu. Og oftast nær eiga þeir í harðri baráttu við veraldlega valdsmenn, en stundum kemur það líka fyrir, að þeir eiga í inn- byrðis deilum. Á þetta bendir bréf frá hinum fljótfærna á- bóta, Vilhjálmi frá Eplatóftum, sem veturinn 1196—97 skrifar Absalon erkibiskupi í tilefni af því, að Fidantius kardínáli krefst skatta og lífeyris af sjá- lenzkum klaustrum, og meðal annarra Eplatóftum. Vilhjálmur skammast duglega, og segir meðal annars: „Á dögum of- sóknanna var sagt við hin heil- ögu blóðvitni: „Tilbiðjið hjáguð- ina eða látið lítið“. Við oss er sagt: „Fyllið sekki kardínálanna eða látið af embætti ykkar!“ Ó, þessi hræðilega græðgi og blindi hofmóður! Herrann lifir og sálir yðar lifa, faðir minn og herra, og þó verða allir fátækir ábótar og munkar að offra til pyngju hans, ef þeir vilja embætti halda. En ég geri það ekki. — Var það á þennan hátt, sem Sankti Pétur kom til Rómaborg- ar? Nei, það er öðru nær. Hann kom ekki til þess að sækja gull og silfur, en hann kom með teikn og stórmerki, hjálpaði sjúkum og gaf guði það, sem hann hreif úr höndum djöfulsins. Sagði hann ekki við þann, sem leið píslir: Silfur og gull á ég ekki, en það sem ég hef, það gef ég þér: í nafni Jesú frá Nazaret statt upp og gakk!“ Var því ekki þannig háttað, að með hjálp hins mikla legáta, það er að segja við staf Sankti Péturs, risu dauðir upp af gröfum sínum, þar sem hann fór um? En látum þann staf hvíla, og ræðum í þess stað um gerðir kardínálans. Hvaða krafti býr hann yfir, sem nú hrósar sér af því að vera legáti? Hverjum

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.