Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 23
Nr. 5
Heíma er bezt
151
sama. Hjá báðum kviknar þarna
vonarneisti í návist dauðans, því
að hvort sem þeir fyndu Siggu
þar liðið lík eða með lífsmarki,
þá var það guðsgjöf að finna
hana. Og nú fóru þeir varlega,
mokuðu ýmist eða sópuðu snjó,
grófu innundir og fundu hana
þar, eins og hún hefði lagzt til
svefns og sofnað, en þóttust þess
vissir, að hún væri liðið lik, stirð,
ísköld og náföl og augun lokuð.
Hún hafði lagzt hér til svefns,
sofnað róleg með bros á vörum.
„Berðu mig heim.“ Þetta vorú
seinustu orðin hennar, sem
Grímur heyrði í draumi í morg-
un. Nú gat hann orðið við þeirri
bæn.
Það voru nú fast að því fimm
ár frá því, að Grímur hraktist
frá Brekku, fimm ár síðan hann
var svo að segja rekinn úr sveit-
inni til þess að koma í veg fyrir,
að þau, unglingarnir á Brekku,
næðu saman. Nú gat enginn
hrósað happi, né fagnað yfir úr-
slitunum. Nú átti hann svo að
segja allt með þeim og þau með
honum, endurminningarnar um
Siggu, og sorgina yfir því að
missa hana. Hann fann sárt til
með þeim. Þau höfðu aldrei vit-
að, hvað þau voru að gera.
Eftir nokkra umhugsun um
þetta, sá hann, að hann varð að
gera sitt til að bera harminn
með þeim, taka tillit til þeirra.
Hann varð að reyna að undir-
búa hug þeirra fyrir heimkomu
dóttur þeirra. Hann bað Einar
því að fara heim að Brekku og
segja foreldrunum frá, hvernig
komið væri, að Sigga væri ör-
end sunnan í Hádegishól; þar
hefðu þeir fundið hana og svo
virtist, sem vel færi um hana.
Og segja þeim jafnframt, að sig
hefði dreymt hana í morgun;
hún hefði sagt sér hvar hún
væri, og beðið sig að bera sig
heim. Ef þau hefðu ekkert á
móti þessu, þá mundi hann gera
það.
Einar fór heim að Brekku, en
Grímur sat hjá líki unnustu
sinnar, ástinni, sem aldrei brást.
Söknuðurinn sótti nú að honum
og minningarnar um Siggu
streymdu að honum úr öllum
áttum. Nú voru þau hér ein, í
hólnum sínum í síðasta sinn.
Honum fannst það mikil
harmabót, að hann skyldi verða
til þess að finna hana, og mega
þakka henni þá hamingjuraun
að grafa lík hennar úr fönninni.
En svo lítið fannst honum nú
um lífið vert, að hann gat ósk-
að þess og beðið um það, að
hann hefði mátt deyja þarna
við hlið hennar, mátt stirðna
þarna með henni og leggjast í
sömu gröfina. Hann fann, að
héðan í frá mundi hann ekki fá
lifað hér svo héti. Fann, að hann
var orðinn úti ásamt henni, með
henni, hvort sem hann kynni að
tóra lengur eða skemur.
Einar kom aftur frá Brekku
með þau orð, að foreldrarnir
bæðu Grím að koma með barn-
ið sitt heim. Buðu þau hann í
guðs nafni hjartanlega velkom-
inn.
Þá tók Grímur helkalda og
stirðnaða unnustu sína í fangið
og bar hana heim. Rúmið henn-
ar var uppbúið. Hann lagði hana
í það, eins og móðir barn í
vöggu. Og hann var sárglaður
yfir því að hafa gert þetta, eins
og hún hafði mælst til.
S t ö k u r
Ort á málverkasýningu
Jóhannesar Kjarvals.
Lífsins kraftur lýsir hæst
lind og grænum runni.
Kjarval hefur komizt næst
kvikri náttúrunni.
Ferskeytlan.
Halda enn í horfi má,
hefjum Braga þætti.
Feðra tungan flýtur á
ferskeytlunnar mætti.
Vor.
Þegar vetur gefur grið
grundin fer að hlýna.
Sem ég þá um sönginn við
sólskríkjuna mína.
Árni Erasmusson.
Smælki
Enginn maður hefur orðið
mikilmenni og öðlazt frægð, án
þess að hann hefði trúað á mál-
efni og hætt lífi sínu í baráttu
fyrir því.
M. Goldschmidt.
Ósannindin geta komið oss í
jafn mikla klípu og sannleikur-
inn, og þegar við yfirvegum,
hvort við eigum að nota ósann-
indi eða sannleikann, er það ó-
maksins vert í eitt skipti fyrir
öll að hallazt að sannleikanum.
Goethe.
Illmennin óttast aðeins ill-
menni.
Paul Heyse.
Við sjúkdómi reiðinnar er
lækningin orð.
Æschylos.
Konungurinn er skuggi guðs á
jarðríki.
Kalíjinn Ali.
Jafnvel í hinum beztu mönn-
um hefur djöfullinn tekið sér að-
setur.
Paul Heyse.
Heimilið er hjarta samfélags-
ins.
Christiani.