Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 11
Nr. 5 Heima er bezt 139 hefur hann snúið frá vantrú til trúar? Hverjum hefur hann gef- ið ljós augna sinna? Hverja sjúka hefur hann gert heil- brigða? Hverja hefur hann hreinsað af líkþrá? Ef kardínál- inn væri slíkur maður — hann, sem kallar sig kardínála okk- ar, hver myndi þá ekki fúslega beygja sig undir vilja hans? Hver myndi þá neita honum um jarð- nesk gæði? En sjáið, nú krefst hann þess, sem við viljum ekki gefa, af því að við getum það heldur ekki. Það er ekki kunn- ugt, að regla St. Victors af París hafi nokkurn tíma greitt kar- dínálum skatta. Ætti ég þá að vera sá fyrsti og einasti, sem brýtur gegn einkarétti reglunn- ar til skattfrelsis? Heldur vildi ég hafa myllnustein um hálsinn og láta sökkva mér í hafið“. Þetta eru sannarlega hörð orð. Síðar í bréfinu er kardínálinn og hans nótar settir á bekk með „gráðugum úlfum“. Bréf klerkanna eru sjaldan svona harðorð. Oftar bera þau vott um talsverða hégómagirnd og stolt yfir að geta leikið sér að latínunni. Einkennilegt dæmi slíkra bréfa stafar frá Pietro della Vigna, hinum fræga kansl- ara hohenstaufakeisarans Frið- riks II. Faðir Pietros, Angelo, var dómari í Capua. Hann ritar hinum mikla syni sínum, sem hann hefur ekkert heyrt frá um lengri tíma, en það afsakar hann með því, að hann sé svo önnum kafinn í þjónustu keisarans. Sonurinn svarar á þessa leið: „Ef þér, kæri faðir, óskið eftir að sjá rithönd sonar yðar, þá lát- ið vera með að sökkva yður nið- ur í heimspeki, leggið Cicero til hliðar og bannfærið reglur mælskulistarinnar“. Að vísu, bætir sonurinn við, er honum ljóst, að hann krefst hins nærri ómögulega, en erfiðleikarnir við að svara í sama stíl hafa hindr- að hann í að skrifa, og embætt- isannirnar áttu líka sinn þátt í því. Hann myndi heldur ekki dirfast að senda föðurnum lín- ur, sem yrðu lagðar til hliðar eftir lestur fyrstu orðanna, sem óverðugar til að lesast, en ef faðirinn vildi taka blátt áfram bréf til þakka, skyldi ekki standa á bréfum frá sér. Hér sjást áhrifin frá klassíkinni greinilega, en þau valda því, að Pietro þorir ekki að skrifa af ótta við að stíll bréfsins verði ekki eins og hann á að vera. Pietro della Vigna átti hægt með að skrifa blátt áfram. Þannig skrifar hann móður sinni í til- efni af dauða föður síns: „Þar sem ég, vegna ófriðarástandsins, hef verið fjarvistum frá heimili mínu svo lengi, bjóst ég við að einhverjir af löndum mínum myndu koma að heiman og flytja syninum gleðilegar frétt- ir um líðan foreldranna. En fregnin um dauða föður míns breyttu þessari von í dýpstu sorg. Þó að tilkynningin um dauða föður míns, upphaf mitt, hryggi mig innilega, þá veldur það mér ennþá meiri sársauka, að hafa ekki getað verið við dán- arbeð hans, og þar með létt hon- um burtförina við að sjá mig, sem hann elskaði svo mjög. Þar sem ég var hans stoð í ellinni, vildi ég gjarna hafa tekið á móti blessun hans og lagt hend- ur míns deyjandi föður í bæn á höfuð mitt“ ....... Svo fögur mynd verður aðeins til í ímynd- un suðurlandabúans á hans eigin máli og síðan íklædd gerfi latínunnar. Latínan var raunveruleg spennitreyja, en þjóðamálin þrýstu að henni og vér verðum þeirra varir öðru hverju. í bréfasafni einu frá 12. öld finn- um vér bréf frá húsmóður til friðils hennar. Hún byrjar bréf- ið að hætti lærðra manna með tilvitnun í Ovid, og skammar mennina almennt í fáguðum latneskum setningum. Friðill- inn fær sinn hluta af skömm- unum. En síðan verður hún svo æst, að henni finnst friðillinn vera hjá sér, og allt í einu gusar hún úr sér þýzkum orðum og setningum í skemmtilegum hrærigraut, með latínunni, og annað bréf endar hún með þjóð- vísu, sem er svo lifandi og fersk, sem latínan virðist virðist vera dauð í bréfinu. Kirkjan hafði lagt mikla rækt við latínuna, svo að skrifandi þjónar hennar í páfalegum og konunglegum kansellíum gæti látið til sín taka, en nú urðu konurnar til þess að taka upp þjóðtungurnar í bréfum sínum. Kirkjan var ekki ein um að móta miðaldabréfin. Áhrif ridd- aralífsins urðu mjög sterk. Frá Englandi á 13.—14. öld höfum vér bréf, rituð á hinu fransk- enska máli yfirstéttarinnar. Gefa þau glögga mynd af lífi riddaranna. Lávarðurinn af Pembroke er á ferðalagi í brýn- um erindagerðum, hann sendir konu sinni þetta bréf árið 1267: „William de Valence, Pembrokes herra, sendir vinkonu sinni og lífsförunaut kveðju sína. Vitið, að vér sendum yður hérmeð Sir Robert af Immer, til þess að hann sjái um að borgin Win- chester hafi nægan matarforða, og dvelji hjá yður til þess að verja borgina, ásamt Sir Martin de Reches og Philip le Clerc. Og þú skalt skipa þeim, eins og þú værir ég sjálfur. Og sjáðu um að þeir starfi af einhug og eftir samkomulagi, og ég gef þér valdið yfir þeim öllum og fel þér að gera það, sem bezt virðist undir öllum kringumstæðum. Sem sönnun þess, sendi ég þér þetta lokaða bréf“. — Frá þess- ari myndugu riddarafrú, sem á að ráða yfir normanniskum hernaðaraðli, virðist vera langt stökk til Blanche hertogaynju af Bretagne, er um • sama leyti skrifar Hinriki III. Englands- konungi um Baetrice dóttur hans, sem dvelur nú hjá her- togaynjunni: „Til míns mjög háa og mikið elsliaða herra, Hin- riks af guðs náð konungs yfir Englandi, höfðingja írlands og hertoga af Akvitaníu, skrifar Blanche, hertogafrú af Bret- agne, í auðmýkt og með kveöju og ósk um, að hún megi vera reiðubúin að gera hans vilja, eins og samir gagnvart herra sínum. Herra, ég bið yður um, að ef það þóknast yður, að þér lát- ið mig fá vitneskju um heilsu- far yðar, sem ég vona að með guðs hjálp sé gott. Vitið herra, að ungfrú Beatrice, yðar dóttir, hefir ennþá dálitla hitasótt, en líður nú miklu betur, og lækn- arnir segja, að hitasóttin muni batna bráðlega. Ég bið yður, kæri herra, að, ef þér þurfið einhvers með, þá að láta mig vita það, og ráðið yfir mér eins

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.