Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 8
136
Heima er bezt
Nr. 5
Helgi Valtýsson:
ÓLAFURí KRÓKI
Æskuminning
Ég býst við, að sálfræðingun-
um verði ekki skotaskuld úr því
að ráða gátuna. Þeir vita sem sé
allt það um mannssálina, sem í
bækur er skráð. Og það er nú
ekkert smáræði: hneigðir henn-
ar allar, tjáningar og duldir,
samsetningu hennar og sundur-
limun, klofninga og flækjur
óteljandi. En trúa þó flestir
hvorki á tilveru hennar né upp-
runa. — Og þess vegna virðist
okkur hinum oft og tíðum tals-
vert tómahljóð í þessari sálar-
fræði sálarleysisins.
Ég hefi velt gátunni fyrir mér,
öðruhvoru um áratugi, og aldrei
fundið á henni fullnægjandi
ráðningu. — Mér hefir alltaf
verið það torræð gáta, er Ólafur
gamli í Króki fyrirfór sér á
hrottalegasta hátt og alblóðug-
asta af eintómri lítilmannlegri
hræðslu við dauðann, — eða
jafnvel aðeins smávægilega
læknisaðgerð, sem ef til vill hefði
kostað ofurlitla blóðgun! —
Jæja. •— Ég ætla þá að segja
ykkur söguna, eins og hún gerð-
ist. Síðan getið þið, sem trúið á
sálfræðingana og sálarleysið,
fengið þá til að ráða gátu Ólafs
gamla í Króki. Og þá hafið þið
skákað mér — og sennilega mát-
að. — En ekki skuluð þið samt
halda, að þið hafið sett neitt
heimsmet með því!“ —
f fyrsta sinn hrökk ég við og
varð hálfskelkaður af öllum há-
vaðanum og bægslaganginum.
Rausið og orðaskakið, þræltroð-
ið kjarnyrðum og klúrum mein-
yrðum barst langar leiðir eftir
fjörum. i. Karlinn skálmaði fram
og aftur, stórstígur og snaggara-
legur. Hann vatt sér til, fetti sig
og bretti og sveiflaði handleggj-
unum, svo að ætla mátti hann
albúinn í slag við einhvern ó-
sýnilegan fjanda. Var hann þá
ekki árennilegur fyrir ókunn-
uga! Og ég var aðeins strákling-
ur á þeim árum.
En hvert var þá tilefnið, og
innihald rauss þessa og ræðu?
— Alls ekki neitt! Lífsviðhorf
hans var aðeins svona. Hann
hafði allt á hornum sér. Og til-
veruna alla, yfirleitt. Hvernig
sem hún sneri við og var á lit-
inn þann og þann daginn.
Skammir hans og raus hitti eng-
an, og var eiginlega heldur ekki
beint að neinum. Honum var
þetta aðeins brýn lífsnauðsyn:
Sírausandi, síjagandi og sí-
nöldrandi um allt og við alla.
Hann gekk berserksgang í há-
vaða sínum, rausi og nöldri.
Þetta var honum tóntegund
lífsins!
Þó var Ólafur gamli í Króki
meinleysis skinn og mesta
skræfa, er á reyndi. En þrátt
fyrir það var karlinn mesta
þarfa-þing. Um þær mundir var
engin bryggja í þorpinu, sem
stóru strandferðaskipin milli
Björgvinjar og Þrándheims gætu
lagst að. Þau lágu því kippkorn
undan landi, og varð að afgreiða
þau í bátum. Og Ólafur gamli
hafði það embætti að flytja far-
þega fram og aftur milli skips
og lands. Bátur hans var hrein-
legur og góður, og karlinn góð-
ur ræðari. Og honum lét starfið
vel. En kjaftinn lét hann aldrei
aftur. Þó er ég alveg viss um,
að hann hefði óðar hlaupið í
baklás og steinþagnað, hefði
einhver farþega t. d. stappað
fæti í þilju og þrumað skipandi
röddu: — Haltu nú kjafti, Ólaf-
ur! Meira var hugrekkið ekki.
Ég hafði þekkt Ólaf gamla í
nokkur ár. — Þetta var í skóla-
bæ á Sunnmæri, þar sem ég
stundaði nám um nokkurra ára
skeið. — Ég varð karlinum mál-
kunnugur, og hvarf þá skjótt
allur ótti við bægslagang hans
og hávaða Karlinn var í raun-
inni mesta meinleysi og mann-
skræfa, en blés sig upp í þess-
um berserksgangi sínum. Senni-
lega hefir hann á þennan hátt
vaxið í eigin augum og talið sig
að lokum einn heljarkarl, og
færan í flestan sjó.
Ólafur var orðinn allroskinn,
er hann varð fyrir því áfalli að
fá eins konar hnjámein. Senni-
lega aðeins vatn í knéð. Hann
varð haltur og mjög stirt um
gang og varð brátt að hætta
vinnu sinni. En á þessum flutn-
ingi og smáskussi öðru hafði
hann lifað árum saman. Nú
þraut vinnuna og með henni alla
björg í bú, þótt ekki væru fleiri
en þau tvö, Ólafur gamli og kerl-
ing hans.
Brátt svarf svo að í kofanum,
að Ólafur varð að leita á náðir
sveitarinnar. En þar var þess
krafist, að hann færi til læknis
og léti gera að hnjámeini sínu.
En þá féll Ólafi gamla allur ket-
ill í eld: — Að láta héraðslækn-
inn káka við sig, bölvaðan harð-
jaxlinn þann arna, skera í hnéð
á sér, — og ef til vill blóðga sig!
— Nei, ónei! ■— Það væri jafngilt
mannsmorði að hyggju Ólafs
gamla í Króki! Og þrátt fyrir
allan bægslaganginn var hann
frábitinn öllum blóðsúthelling-
um. — Nei, ég held nú bara ekki!
— Ólafur gamli var nú ekki
alveg á því að láta héraðslækn-
inn drepa sig!
Urðu nú allmikil átök á þess-
um vettvangi, og gengu báðir
hart fram, Ólafur gamli og fá-
tækrafulltrúinn. Ólafur fengi
engan styrkinn, nema hann léti
lækninn athuga hnémeinið og
gera að því eftir föngum. En
Ólafur gamli bölvaði sér uppá,
að hann léti ekki helvízkan
harðjaxlinn drepa sig.
í þessu þjarki stóð um hríð,
og veitti hvorugum betur Sumir
vorkenndu karlinum og viku að
honum góðu á ýmsa vegu. Aðrir
töldu það nú meiri barnaskap-
inn að vera hræddur við héraðs-
lækninn!
Skömmu fyrir hvítasunnu
virtist Ólafur gamli hafa tekið
nokkrum stakkaskiptum. Hann
varð hæglátari í fasi, enn
hnakkakertari og ákveðnari í
framkomu. Var því líkast, sem
hávaði hans og bægslagangur
væri runninn honum í merg og
bein, hefði orðið honum megin-
styrkur og aukið hugrekki hans
og áræði. — Sennilega væri
hann nú ekki lengur smeykur
við læknishnífinn!
Framh. á bls. 157.