Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 27
Nr. 5
Heima er bezt
155
Og nú var hún ekki lengur ein. Hún lyfti barn-
inu upp til þess að horfa á þetta undarlega andlit;
hún lagði það upp að kinninni á sér og andaði að
sér anganinni af því. — Við erum ekki ein, þegar
við erum tvö saman! Þeir mega segja og hugsa það,
sem þeim sýnist, en þú hefur mig og ég þig! Jú,
jú, við björgum okkur úr því sem er framundan!
Skjórahjón voru á þakinu. Þau slógu vængjun-
um sitt á hvað og kröfsuðu með nefjunum. Það
heyrðist vel til þeirra niður um reykháfinn. Seinna
um daginn komu tvær rjúpur að glugganum. Það
var allt, sem gerðist í selinu þann daginn.
Þegar leið á daginn heyrði hún fótatakið hans.
Hann leit inn um gluggann áður en hann gekk
inn. Sagðist ekki hafa viljað vekja hana, ef hún
hefði fengið sér blund. — Raunar líturðu betur út!
Það líður ekki á löngu áður en þú ferð í kapphlaup
við geiturnar.
Hún lá brosandi og naut þess, að heyra vingjarn-
lega rödd hans. Hann lá á hnjánum við eldstæðið
og blés í eldinn. Hann lofaði henni, að bráðum
skyldi verða borinn heitur matur á borð. Gæfi hún
brauð, skyldi hann útvega nýjan fisk. Úti á veggn-
um hékk fiskur á snaga.
Hún lá þarna einna líkust bóndakonu og sagði
fyrir verkum. Það var lítið vandaverk að sjóða fisk,
en hann þurfti á hjálp hennar að halda við ýmis-
legt annað. Nú hafði rjómi safnazt ofan á morg-
unmjólkinni. Hún sagði honum að hella undan-
rennunni í ostaketilinn og rjómanum í rjómakyrn-
una. Og svo varð að þvo mjólkurílátin og setja þau
út til þerris þangað til í kvöld.
— Svona, svona! Þó að þú hafir nú fengið vinnu-
mann, máttu ekki kvelja úr honum líftóruna með
erfiði! svaraði hann. Fyrst er nú að fá sér að borða!
Hann hafði allan daginn verið að hlakka til að fá
fisk. Og nóg var að starfa, sjóða matinn, þvo upp,
þvo blæjur barnsins, sækja eldivið, sækja vatn,
moka fjósið, já, þetta var sannarlega náungi, sem
gat tekið til höndunum!
í því er fiskurinn var tilbúinn, komu kýrnar úr
haganum. Hann varð að láta þær inn áður en þau
færu að snæða.
Ingibjörg fór í fötin á meðan hann var úti. Henni
leið alls ekki illa. Hún var auðvitað kraftalítil, en
það var ekki nema eðlilegt. Og barnið lá í rúm-
inu og horfði upp í loftið með sínum stóru barns-
augum.
Það var undarlegt að standa yfir þessari litlu
veru. Hennar eigin barni. Hún lagði kinnina að
andliti barnsins. — Þú! hvíslaði hún. Þú! þú------.
í alla þessa mánuði hafði hún borið kvíðboga fyr-
ir þessum degi. Það var síður óttinn við sjálfa fæð-
inguna, en hræðslan við það, sem á eftir kæmi,
þegar hún stóð með barnið sitt og vissi, að það
var ekki velkomið. En nú leit hún allt öðruvísi á
það. Þessi litla vera var ekki framandi; eitthvað,
sem var neytt inn á hana. Nei, nei, þú ert ekki
ókunnugur! Ég hef alltaf þekkt þig! Ég hef raun-
ar ekki séð þig fyrr en í dag, en ég hef þekkt þig.
Kannske var það þín vegna, sem ég var að gráta.
Og ég hef talað við þig. En góður guð, hvað ég hef
verið heimsk! Þú! Þú! þú----------.
Hún rankaði allt í einu við sér við það, að ókunni
maðurinn stóð inni á miðju gólfi. Hann hafði víst
staðið þar ofurlitla stund.
— Það hlýtur að vera mikið hlutverk að vera
móðir, sagði hann. Rödd hans var lág og mjúk.
— Móðir? Ó, já, ég er orðin möðir! Nú varð henni
það fyrst ljóst. Þetta undarlega stutta orð, sem er
nafn hins mesta af öllu í heiminum. Móðir! Hún
varð að endurtaka það með sjálfri sér.
— Ja-á, en ef við fáum ekki að borða núna, þá —
þá segi ég upp vistinni, sagði hann allt í einu.
— Gerðu svo vel og seztu að borðinu, sagði hún.
Seztu á bekkinn. %
— Og þú sjálf?
— Já — jú! — — Hún stóð á miðju gólfi og þukl-
aði fötin sín. Hún skildi ekkert í því, hvernig pils-
ið hennar var. Hún hamdi það ekki utan á sér.
Það hafði ekki komið fyrir áður. Og hún vildi ekki
setjast til borðs, nema að fötin færu vel á henni.
Hann renndi sennilega grun í það, sem hún var
að hugsa um. Hann sagði ekkert og leit ekki á
hana. Að vissu leyti var það dálítið óþægilegt; hann
gat ekki boðið henni hjálp sína. Loks gat hann
ekki stillt sig lengur.
— Sjáðu til — nú þarftu ekki lengur að hafa
pilsið svona vítt!
Hún fór að hlæja. Já, hún hafði sett hnezlu í
strenginn til að víkka hann. Og nú skildi hún ekki,
af hverju pilsið var orðið of vítt. Hann fór að hlæja.
— Þú ert ekki afleitur að hafa á heimili, sagði
hún, þegar þau voru sezt. Ég var farin að óttast, að
ég fengi ekki að sjá þig oftar, þegar þú fórst í nótt.
En þú hættir við að halda áfram ferðinni?
— Nei, svaraði hann með munninn fullan af mat.
— HVert ætlarðu? Og hvaðan ber þig að?
Hann lét bíða með svarið. — Ég ætla ekkert á-
kveðið, sagði hann loks.
— Einmitt! Henni flaug dálítið í hug. Hún hefði
ekki átt að spyrja um þetta! Það var eitthvað að
baki orða hans. Henni kom þetta ekkert við.
— Ég bý niðri í Svartadjúpi, sagði hann hæglát-
lega.
Það var engu líkara, en að þakið væri að fljúga
af húsinu.
— Svartadjúpi? — Guð sé oss næstur! — Og —.
— Þú sérð sjálf, að ég er ekki hættulegur. Lít
ég út eins og glæpamaður?
Henni varð allt ljóst á augnabliki. Hún starði orð-
laus framundan sér. Það var þá þessi maður, sem
fógetinn var að reyna að handsama. Flóttamað-
urinn úr fangelsinu í Þrándheimi!
— Ef þú ert hrædd við mig, já, þá get ég mjólk-
að — og svo get ég farið mína leið. Ég skal ekki
láta þig sjá mig oftar.
— Nei, nei, nei, þú mátt ekki taka því svona!
En það v a r s t raunverulega þú, sem stökkst í
djúpið?
— Ég s t ö k k þangað ekki. En það var ég. Ég
kastaði bakpokanum og byssunni þangað niður. Það
var víst það, sem mennirnir sáu.
— En hvernig geturðu — lifað?