Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 14
142 Heíma er bezt Nr. 5 Óþekktir I dag hef ég kannað hin sannfróðu svið og scð liina stóru og fáu. En hvar eru hinir, sem lögðu þeim lið? Hvar leynast þeir mörgu og smáu? Hví neitarðu, Saga, að sýna mér allt? — Eg sakna þess barnslega og hlýja, sem móðurlaust ók upp í síðkvöldið svalt á silfurreið mánans — tii skýja. J. Kötlum. Þeir, sem lesið hafa íslend- ingasögur, munu að líkindum hafa tekið eftir því, hvað stíll þeirra er meitlaður og málið stuðlað. Fræðimenn telja, að stíll þessi eigi sína forsögu í uppruna sagn- anna. Sögurnar lifðu á vörum sagnamanna í 2—3 aldir áður en þær voru skrásettar. Þróun munnlegra frásagna fær þá smátt og smátt ákveðið form, og sömu orð og orðalag notað, þegar um svipaða atburði eða lýsingar er að ræða. Mörg dæmi þess finnast í sögum og ævintýrum, sem allir kannast við: „Einu sinni var karl og kerl- ing í koti.“ „Og hættir nú að segja frá“ o.s.frv. „Ok lýkr hér sögu Gunnars Þiðrandabana." íslendingar hafa frá land- námstíð ort Ijóð og numið. Ekki er að efa, að það hefur mótað mál og frásögn sagnamanna. Síðar koma svo til sögunnar sögunnar, og þá urðu konurnar duglegustu bréfritararnir. Borg- arastéttin kemur ekki til sög- unnar fyrr en miðaldir eru liðnar, og bændur þekktu hvorki blek né penna. En við lestur bréfanna gleymist búningurinn, því að baki allra klassískra til- vitnana, sjá menn lifandi fólk, það er sama fólkið og maður kynnist í þjöðvísunum, farand- söngvunum og trúbadúrkvæðun- um. Þó varð bylting að eiga sér stað, áður en breyting gat orðið, og frá bréfaskrift 15. og 16. ald- arinnar hafa sendibréfin þróast til vorra daga, en öll opinber plögg eru ennþá skrifuð í svip- uðum stíl og tíðkaðist á miðöld- unum, eins og hver maður get- ur sannfært sig um með því að líta í kringum sig. liðsmenn frægir og færir rithöfundar, eins og Snorri og fleiri og fága stílinn og frásögn alla, svo að úr verður listaverk. Það getur ekki talist tilviljun, hvað rímið er ríkt i svokölluðu óbundnu máli bókmenntanna fornu. Hér er setning úr Njálu: „Hér hafa orðið harðir at- burðir í mannaláti ok málasókn- um.“ Sumar setningar eru jafnvel rímaðar: „Vissa ek eigi, at ek ætta stafnbúann bæði rauðan ok rag- an,“ sagði Ólafur konungur Tryggvason. „Gætið ykkar vel við gjörn- ingunum, fátt er rammara en forneskjan,“ sagði Ásdís á Bjargi við sonu sína. „Ekki þótti ráð nema at hann réði,“ stendur í Njálu. Sömu sögu er að segja um hin fornu lög íslendinga. Menn lærðu þau og lásu upp úr sér. Rím og stuðla má þar ekki síð- ur finna en í sögunum. Úr Landnámabók: „Þat var upphaf enna heiðnu laga, at menn skyldu eigi hafa höfuð skip í haf, enn ef þeir hefði, þá skyldi þeir af taka höf- uð áðr þeir kæmi í landsýn ok sigla eigi at landi með gapandi höfðum né gínandi trjónu.“ í Grágás eru lögin sumsstað- ar rímuð: „Sakar voru á milli þeirra N. N. ok N. N., enn nú eru þær sættar ok fé bættar, sem met- endur mátu ok teljendur töldu.“ Sumir eru heil vísuorð: „Lengi skyldi góðan graut á gólfi hræra.“ Aðrir eru stuðlaðir: „Svo lengi lærir sem lifir“. „Mörg er búmannsraunin“. Þá eru þeir rímaðir: „Margur knár þótt hann sé smár. Gjöf skal gjaldast, ef vinátta á að haldast“. í samsettum orðum málsins skjóta rím og stuðlar einnig upp kollinum: Bragarbót, dáða- drengur, djöfuldómur, fanta- fæða, faldafeykir, klakaklár, kampakátur, vonarvölur, þorra- þræll o. s. frv. Manni dettur í hug, að ekki hafi hending ráðið vali orða, þegar sá siður var uppi að gefa mönnum viðurnefni. Svo sem: Þorkell þunni, Eiríkur allra frændi, Þorsteinn þorskabítur, Hávarður höggvandi, Jökull járnhryggur o. s. frv. Árni Pálsson prófessor segir í ritgerðasafni sínu Á víð og dreif, bls. 250: „Hvernig sem menn annars vilja dæma þessa ein- stöku rímhneigð íslendinga, þá hygg ég fátt vissara, en að þess- ar sífelldu stílæfingar í bundnu máli, sem allur almenningur tók þátt í, beinlínis eða óbeinlínis, hafi átt einn hinn drýgsta þátt í, að halda íslenzkunni lifandi fram á þenna dag“. Stefán G. segir: .. þráin til alls, sem að veglegt var, hún vaknar er stuðlarnir iða. í sömu ritgerð: Málskemmdir og málvörn, segir Árni prófess- or: „En sannast að segja hafa skólagengnir menn gengið feti framar en allir aðrir — að und- anteknum hálfdönskum og al- dönskum verzlunarmönnum — í því að ata út íslenzkuna með út- lendum slettum, ambögum og alls konar málglöpum." Og enn fremur, segir hann: „Á þeim öldum, sem liðnar eru siðan siðaskiptin urðu hér á landi, hefur alþýðan varið mál sitt á alveg undraverðan hátt gegn guðfræðingum, lögfræðing- um, krambúðarlýð og öðrum skaðræðismönnum. Og þetta hefur hún gert alveg ósjálfrátt og óafvitandi. Hún nærðist á sí- gildum bókmenntum sínum, hafði þroska til þess að meta þær, geymdi í minni sínu forn, órituð ævintýri um álfa, úti- legumenn, drauga o. s. frv. og skapaði sífellt fjölda nýrra sagna og ævintýra, eftir því sem aldir líða fram.“ Og það má með sanni segj a, að orðið var fyrst, danskvæðin, sögurnar og ævintýrin, sem Framh. á bls. 157

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.