Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 26
154 Heima er bezt Nr. 5 Hann tekur í öxlina á henni. — Hvað á ég að gera fyrst? spyr hann í ráðaleysi sínu. — Hita vatn, hvíslar hún og hnígur út af á kodd- ann. Jafnvel þó að selsengjarnar hefðu verið fullar af fógetum og bændum með byssur, hefði það ekki aftrað honum. Hann stökk út í eldiviðarskúrinn og náði í kvisti og spæni. Svo stökk hann inn aft- ur, varpaði sér niður við eldstæðið, rótaði öskunni úr því með hendinni, þangað til hann fann glæð- ur, lagði börk og spæni á glóðarkögglana og blés og blés. Þegar eldurinn loksins fór að loga, greip hann vatnsfötu, hljóp niður að læknum og sótti vatn, þaut eins og elding tilbaka og hellti vatni í pottinn, sem hékk yfir eldstónni. Ekkert hljóð heyrðist frá rúminu. En nú kom það. Fyrst eins og ofurveikt snökt, svo grátur, sem varð ákafari og ákafari. Hann reif fötin utan af bögglinum og bláleitt, grett barnsandlit kom í ljós í dúðunum. Sá litli opnaði augun og starði á hann. Móðirin lá eins og milli heims og helju, en hand- leggurinn á henni var krepptur utan um reifa- strangann. Hann varð að neyta krafta til að losa hann. Úr því að henni tókst að halda lífi í angan- um svona lengi, væri merkilegt, ef hann lifnaði ekki við við góða meðferð. Loksins var vatnið orðið volgt, svo að hann vakti hana. Hún var nokkra stund að átta sig. En nú var eins og hún hefði snúið við til lífsins og dagsins aftur. Þegar hún var búin að fá eitthvað til að styðja sig við, sat hún dálitla stund og starði for- viða og feimin á útganginn á rúminu. Hann spurði margra hluta, en hún átti óhægt með að svara. Hún leit á hann með hjálparleysis-svip. — Býstu við fólki að heiman í dag?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið. Þá kom bros á óhreint andlit hans. — Þá getum við annazt þetta, þú og ég. En hvern- ig villtu nú hafa þetta? Villtu fá vatnið að rúm- inu? Hann beið ekki eftir svari, heldur sótti stól og setti pottinn á hann við hliðina á rúminu. — Það er fataböggull á hillunni yfir dyrunum, sagði hún. Hann náði í böggulinn. — Og svo er víst betra að hella vatninu í fötuna þarna, svo að sótið af pottinum fari ekki í rúm- fötin. Svona! Já. Þakka þér fyrir! Hann stóð yfir henni reiðubúinn til að aðstoða hana við hvað sem var. Hún sat uppi í rúminu og hreyfði sig ekki. — Jæ-ja, ég þakka þér fyrir, sagði hún aftur. — O, á ég að fara? Áttu við það? Ingibjörg kinkaði kolli, og það var eins og dá- lítill roði færðist í fölar kinnar hennar. Skepnurnar sneru höfðunum móti dyrunum, þeg- ar þær heyrðu í lokunni. Króknum var krækt af, dyrnar opnuðust á gátt og sólskinið streymdi inn í fjósið. En hið venjulega baul hljóðnaði strax, er kýrnar sáu ókunnan mann í dyrunum með mjólk- urfötur í höndunum. Þær kýrnar, sem stóðu næst, færðu sig aftar í básana og voru órólegar. Og ennþá verra var það, þegar ókunni maðurinn tók skemilinn og byrjaði að toga í spenana. Hann gerði það öðruvísi en Ingi- björg; hendur hans voru harðar, og stundum fór bunan út fyrir fötuna, en áður en leið á löngu, komst hann upp á lagið. Og kýrnar urðu fegnar að fá júgrin tæmd. Þegar hann var búinn að mjólka, leysti hann kýrnar, og þær voru ekki seinar á sér að fara út í góða veðrið. Ingibjörg og drengurinn sváfu þegar hann kom inn, en svo vaknaði hún og heyrði til hans úti í búrinu. Hún heyrði, að hann sótti trogin inn, en þau voru úti í þurrkun, og sló mjólkinni í þau. Litlu síðar kom hann með spenvolga nýmjólk handa henni. Hún drakk mjólkina með áfergju og bað um meira, en fékk það ekki. Að minnsta kosti ekki strax. Það væri ekki gott að drekka mikið svona rétt á eftir, sagði hann. Hann vissi víst alla skapaða hluti, þessi ókunni maður! Seinna náði hann í brauð og smurði það handa henni. Svo setti hann mjólkurskál við rúmið, svo að hún gæti náð sér að drekka, ef hún vildi. Hann gæti ekki verið hérna lengur að sinni, sagði hann. En hann ætlaði að hjálpa henni við störfin um kvöldið. V. Hvílík óvenjuleg kyrrð! Það var engu líkara, en að hún h e y r ð i kyrrðina umhverfis sig. Sólar- geislarnir mynduðu rák á gólfinu. Henni duttu í hug stirðnaðir orgeltónar. Glæðurnar á arninum smá-kulnuðu og reyklaus, hvít aska var eftir í eld- stæðinu. Ekkert hljóð — aðeins söngur kyrrðarinnar, sem líktist bergmáli af suði mýflugnanna. Öðru hverju villtist fluga inn í sólargeislann. Það var eins og hún væri ekki til fyrr en hún kom inn í ljósið. Hún flaug þar dálitla stund og hvarf svo allt í einu. Það var ekkert eftir af flugunni; hún hvarf eins og reykur. Þá lágu orgeltónarnir þar eins og áður, og allt í kring var kyrrðin, þessi dauða- kyrrð. Barnið svaf næstum því allan tímann. Það var undarlegt að liggja hérna um hádaginn og vera móðir. Og vita, að nú var hið versta yfirstaðið. Að- eins að liggja og hvíla sig og hætta að hugsa! í dag var fimmtudagur og hún var viss um, að enginn kæmi úr sveitinni fyrr en á sunnudag. Það, sem þá gat gerzt, lá innst í hugskoti hennar, eins og dökkt ský, en hún vildi ekki hugsa um það að sinni. Hún hlaut að finna einhver ráð; nú ætlaði hún að láta sér batna og verða sterk aftur, eins og áður.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.