Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 16
144
Heima er bezt
Nr. 5
Lifnaðarhættir æðarfuglsins
Eftir Ásgeir Guðmundsson, hreppstjóra, Æðey
Æðarfuglinn er einn af okkar
arðsömustu fuglum, og veldur
því dúnninn af honum. Til
skamms tíma þekktist það varla,
að fslendingar notuðu æðardún
hér heima, heldur var hann all-
ur seldur út úr landinu. Nú er
svo komið, að helftin af dúnin-
um er notuð innanlands, og ætti
það að vera landsmönnum hvöt
að reyna að hlúa að fuglinum
með friðun og góðri hirðingu
varplandanna.
Puglinum fækkar nú óðum, og
er þó ekki harðindum um að
kenna, þareð firðir hafa ekki
frosið nú um þrjátíu ára skeið,
svo að telj andi sé. Illa væri far-
ið, ef þjóðin yrði innan skamms
af að sjá þessum fríða og fagra
fugli, en allar horfur eru á, að
svo verði, ef ekki breytist brátt
til hins betra.
Ég hygg, að styrjöldin nýaf-
staðna eigi nokkurn þátt í
fækkun fuglsins, bæði drápu
hermennirnir hann, og mikil olía
fór í sjóinn, er skipunum var
sökkt, og ekki bætir hin mikla
olíunotkun okkar úr skák. Fugl-
inn þolir olíu illa, missir við
hana mótstöðuafl til að halda
sér þurrum og deyr. Vargfuglar
eru iíka illir vágestir fuglsins,
og það er einmitt það atriði, sem
ráða má bót á; einnig er mikið
skotið af honum.
Ólafur stiptamtmaður segir,
en hann hafði mikið æðarvarp
og sámar, hve erfiðlega gengur
að venja landann af æðarfugla-
drápinu: „Sá vondi vani að drepa
æðarfugl í netum, snörum og
með skotum fer nú óðum í vöxt.
Ég veit ei meiri fásinnu en að
vilja gera allt það, sem upphugs-
að verður til eyðileggingar þeim
saklausa æðarfugli, og hvað segi
ég þeim saklausa, af öllum fugl-
um þeim allra gagnsamasta, sem
guð hefur gefið oss.“
Ég vildi óska, að sem flestir
reyndu að koma varpi á hjá sér.
Þá yrði friðunin vís, og þá væri
mikið unnið.
Ég ætla nú að lýsa háttum
Kotbúar rísa sem
kóngar í höllum,
þeir krýnast af sól-
dýrð frá austur-
fjöllum.
fuglsins, og vísa þá líka til fyrri
greina minna um sama efni, ef
hugsazt gæti, að það hvetti ein-
hverja til að sinna slíku, en um-
gengni og hirðing æðarvarps
hefur margar fleiri hliðar en
arðsvonina eina.
Það er svo með alla skepnu-
hirðingu og ræktun, að þar er
um að ræða lífræn og þroskandi
störf, sem veita margs konar un-
að, ef vel eru unnin. Það er ó-
blandin ánægja, sem hreyfir sér
í brjóstum manna, er blessaður
fuglinn kemur syngjandi glaður
og hress upp að húsdyrum hjá
okkur á vorin, og tekur sér ból-
festu við húsdyrnar og í kring-
um húsið, svo að alla lifnaðar-
hætti hans má sjá gegnum
gluggana og hlýða þaðan á við-
ræður þessara gesta og gleði-
söngva. — Þá
gleymist okkur
1 a n g u r og
strangur vetur,
og við tökum
u n d i r með
skáldinu góða,
sem kvað:
unga sinna, en því lýkur í sept-
ember—október.
Þegar í öndverðum maí fer
fuglinn að ganga upp í varp-
landið og hyggja að hreiðrum
sínum, og ef sæmilega viðrar,
byrjar hann að verpa 5.—10.
maí. Rétt áður en kollan fer að
verpa, koma hjónin gangandi
upp í varplandið, — hún ævin-
lega á undan, því að hún ræður
varpstaðnum. Þau velja sér
hreiðurstað, reyta hey og þara
eða eitthvað þess háttar, er hún
getur notað til að breiða ofan á
eggin, því að án þess fer hún
aldrei frá, mæti hún ekki
styggð. Ef kollan gætti ekki
slíkrar varúðar, mundu varg-
fuglar, veiðibjalla, hrafn og
kjói, óðar tína eggin upp. Ef
dúnninn hins vegar losnaði
Þegar kemur
fram í marz—
apríl, er hægt
að sjá það á æð-
arfuglinum, að
vorið er að
koma. Þá fer
hann að koma
að varplandinu
og setjast í
f j ö r u r þess,
þegar veður er
fagurt á kvöld-
in. Allur er sá
fugl „paraður“,
en í slíkt er ráð-
ist rétt eftir að
k o 11 a n hefur
lokið uppeldi
„Þér írjálst er að sjá hve ég bálið mitt bjó“.