Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 20
148 Heima er bezt Nr. 5 ar hafði á móti þessu í fyrstu, en mæðgurnar urðu fljótt sam- mála um þetta, og var það gert að ráði. Sigga fór að Kirkjubæ um haustið, var þar vetrarlangt og leið vel. Allir voru henni góð- ir, enginn nærgöngull og það kom henni vel. Hún var ein um unað sinn og áhyggjur sínar — ein um endurminningarnar og ævilok bernskunnar. Stöku sinn- um kom hún heim um veturinn og fór frá Kirkjubæ alfarin heim um hvítasunnu. Og nú var hún á 17. ári — bráðum 17 ára. Um veturinn á útmánuðum frétti Ella til Gríms að hann væri á Suðurnesjum og liði vel. Það gat hún sagt systur sinni, þá er hún var heim komin. Fyrr hafði ekk- ert um hann frétzt frá því hann fór, eða að minnsta kosti ekki svo Ella vissi. Það gat auðvitað verið, að pabbi þeirra hefði frétt eitthvað, en hann mundi ekki fara hátt með það eins og á stóð, þó að svo hefði verið. Næstu tvö árin var Sigga heima og undi hag sínum eftir atvikum sæmilega, en alltaf sat í henni sama þykkja til foreldra sinna vegna brottreksturs Grims. Því gat hún sízt gleymt. Hann átti hug hennar allan. Honum skyldi hún alcþrei gleyma, hvar sem hann væri og hvert sem hann færi. Og nú frétti Einar öðru hvoru sitthvað um hagi hans. Honum leið alltaf vel, var sagt. Það voru gleðifréttir fyrir Siggu, einu gleðifréttirnar þessi árin. Sigga var komin á 19. ár. Nítján ára áður en næsta sum- ar væri liðið. Á sumardaginn fyrsta fór hún að heimsækja systur sína að Bakka. Það var alltaf gaman á sumardaginn fyrsta. Og það var alltaf gaman að koma til Ellu. Þeim leið vel þar, og bærinn var orðinn nýr. Þau áttu orðið tvö börn, dreng á fjórða ári og tveggja ára telpu. Annars var fólkið fátt, aðeins ein vinnukona og drengur til snúninga. Hjá Ellu frétti Sigga það, sem gerði sumardaginn fyrsta að sól- skinsdegi, og var þó þykkt loft og krapahreytingur. Ella sagði, að það væri líklegt, að Grímur kæmi í vor til þeirra og yrði vinnumaður hjá þeim næsta ár. Einar mundi fara suður fyr- ir lok að sækja hann. Sigga var svo létt í lund og glöð á heim- leiðinni, að hún lék sér eins og barn í fyrsta sinn á fjórum ár- um. Hún gat fyrirgefið allt, um- borið allt, verið öllu góð, eins og móðir mörgum börnum. Það var söngur í sálinni, vorsöngur lífs- ins. Hún var óumræðilega sæl eftir að hún heyrði, að Grímur ætlaði að koma heim. Vorhim- inn ástarinnar, heiður og bjart- ur, var umhverfis hana og yfir öllu. Hún sá ekki skýin, hvern- ig þau hnykluðu brýnnar, fann ekki ískalda krapadrífuna, sem lamdist um kinnar hennar. Hún var óumræðilega sæl, og þarna brostu þau líka við henni, bless- uð litlu húsin þeirra. Hún var nú fyrst komin heim, eftir fjög- urra ára napra og nístingskalda útlegð — fannst henni. VI. Það fréttist fljótt um sveitina, að Grímur væri kominn aftur. Og hann þótti hafa tekið mikl- um breytingum, þroskast og mannast á Suðurnesjum, þessi fjögur ár. Var talið, að hann bæri af flestum ungum mönn- um þar í sveitinni að atgerfi og háttprýði. Hann var búinn að heilsa sveitinni og sveitin brosti við honum, eins og hún byði hann velkominn. En Siggu hafði hann ekki séð, og þó var það hún, er hafði gert honum sveit- ina svo kæra, hreina, fagra, tignarlega og elskulega sem hún var. Án Siggu bar þessi sveit ekkert af öðrum sveitum, sem hann hafði séð og ferðast um. Allt þetta minnti á hana eina, bar hennar svip að einhverju leyti, og umfram allt minnti allt á Brekku og kringum Brekku á hana. Þau höfðu leikið sér þar saman, smalað þar saman, farið á milli saman og byggt sér þar bæ saman. Allt var uppljómað af Siggu, af fegurð hennar og yndisþokka, af málrómi hennar, brosi hennar og hlátrum. Hún var eins og tölustafur framan við núll, eitt núll eða mörg. Ef hún var tekin frá, þá stóðu þau þar einskis virði. Það fékk allt sitt gildi af kostum hennar. Sigga var líf og sál sveitarinnar, ljós hennar og ylur. Án Siggu fannst Grími umhverfið, jafn- vel þarna heima, ömurlegt, dimmt, kalt og dautt. — Á hvítasunnudag var margt fólk við kirkju á Hofi, kirkju- stað sveitarinnar. Það var tekið til messu, er þau komu frá Bakka, Einar, Elín og Grímur. Einar og Grímur settust inn í kór, og var þá þétt setið þar. Elín sá, að hver bekkur var setinn í framkirkju, en mamma hennar og Sigga rýmdu til og létu hana sitja milli sín. Þarna sáust þau börnin frá Brekku fyrst eftir fjögur og hálft ár, og litu hvort annað með undrun og aðdáun, því að bæði höfðu tekið býsna miklum breytingum. Bæði voru vist við því búin, að sjást í kirkjunni eða við kirkjuna, svo að hvítasunnuandi æskuástar- innar logaði skært, en blossaði ekki í hljóðlátu tali tilfinning- anna, þar sem þau sátu hvort gegnt öðru. Að lokinni messu fékk Grím- ur tækifæri til að heilsa göml- um kunningjum í sveitinni, og þá ekki sízt Brekkufólkinu, sem þarna var statt, ásamt Siggu. Allir fögnuðu honum með því að bjóða hann velkominn heim á fornar stöðvar — allir nema Björn gamli á Brekku. Það var þesslegt, að honum fyndist fátt um, og gæti ekki fengið það af sér. Séra Guðmundur á Stað og Björn á Brekku höfðu komið sér saman um, að Sigga yrði í föð- urgarði til þess er hún yrði tví- tug. Þá ættu þau Sigurður prestssonur að taka við Staðar- búinu. Prestur var farinn að eld- ast og maddaman vildi helzt fara að losna við búsýsluna, búið væri þeim ofvaxið, ef Sigurður ætti að fara frá þeim. Það hefði líka mest hvílt á honum síðari árin, sagði prestur. Hólsyrði um Sigurð var það reyndar, því að ennþá réði prestur öllu sjálfur, eins og fyrr, og stjórnaði stórbú- inu. Körlunum þótti ekki þurfa að ræða þetta við hjónaefnin. Þeir vildu hafa þetta svona, og þannig ætti það að vera. Prest- ur vissi líka vel, að Sigurður mundi fús að taka þessu boði, og með sjálfum sér taldi Björn víst, að Sigga mundi ekki neita sóma sínum, þegar þar að kæmi, og

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.