Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 24
152 Heima er bezt Nr. 5 Úr fylgsnum Mörgum vex í augum fé það, sem eytt er til jarðarfara, ekki sízt tiginna manna, til að gera athöfnina hátíðlega og virðu- lega. Þó er nú þann veg málum komið, að tilkostnaður þessi er hverfandi smár nú í samanburði við það, sem oft var fyrr á öld- um og fyrir þúsundum ára. Og í öðru lagi hefur bilið stytzt, einnig þar, milli þeirra, sem hafa verið auðkýfingar í lífinu og hinna, sem farið hafa snauð- ir úr heiminum. Stórfenglegustu og kostnaðarsömustu grafhýsi þessarar jarðstjörnu okkar eru efalaust egypzku pýramídarnir. Við getum hugsað okkur þá fúlgu, sem það mundi kosta nú á dögum að reisa slíkt grafhýsi, eins og pýramídann mikla, sem 10.000 manns var í fyrndinni að byggja í 30 ár. Þetta graf- hýsi ásamt gulli, gimsteinum og dýrgripum hins mikla Faraós ber vitni þeirrar mikilfenglegu menningar, sem í þann tíð ríkti í þessu frjósama landi. Grafhýsi forfeðra vorra á Norðurlöndum, sem byggð voru samtímis egypzku pýramídunum, eru einnig stórmerkileg, þótt þeir þá lifðu á steinaídartimabilinu. Grafhýsi þeirra bera þess ljósan vott, ekki síður en pýramídarn- ir, að þeir trúðu á framhaldslíf, sem líktist jarðlífinu. Því var það, að þeir byggðu hinum látna bústað svipaðan þeirra eigin, en þó úr varanlegra efni og fluttu í grafhýsin eða dysina mat, klæðnað, áhöld og vopn. Það er þessi trú, sem knúði þá til þessa erfiðis og veitti nútímamönnum ómetanlegar heimildir um lifn- aðarhætti manna og kjör fyrir jafnvel 5000 árum hér á norð- urhjara heims. Bronsöld hófst á Norðurlöndum því sem næst 2000 árum fyrir Krists burð. Grafhýsi frá þeim tíma hafa mikla sögu að segja. í haug einum józkum fannst líkkista úr klofnum, hol- um eikarstofni. Líkið, sem var í kistu þessari, var hjúpað þykkri ullarkápu, en innan undir káp- ið í eikinni, sem hefur verndað unni var ullarskyrta. Húfan var einnig úr ull. Það er sútunarefn- forneskjunnar þessa hluti frá eyðileggingu. í dysum frá bronsöld hefur oft fundizt þunnur bronshnífur, sem vafalaust hefur verið notaður til rakstrar, enda hefur aldrei fundizt vottur af skeggi á þeim líkum karlmanna, sem geymst hafa í eikarkistunum, þótt höf- uðhárin hafi haldið sér ágætlega. í gröfum frá síðari hluta bronsaldar er að finna brennd bein, en sá siður að brenna lík barst sunnan úr löndum og ber hann þess órækan vott, að menn hafi farið að hallast að þeirri skoðun, að sálin gæti lifað, án þess að búa í líkama hins látna. Þessi siður hélzt svo á Norður- •löndum allt að því 2000 ár. Til er frásögn eftir arabiskan ferða- mann, sem sá í Rússlandi í byrjun 9. aldar norræna menn brenna lík norræns manns. Þeg- ar Arabinn lét í ljós undrun sína yfir þessum sið þeirra, sagði norrænn maður, sem viðstaddur var: „Þið Arabar eruð enn fá- vísir. Þið takið lík þess manns, sem ykkur er kær, og leggið það í jörðu, þar sem maðkar og skriðdýr eyða því. Við aftur á móti brennum það á skammri stundu, svo að hinn dáni kom- ist þegar í stað inn í sæluvist hinna dánu.“ Ýmsir líta svo á, að likbrennsla hafi verið hafin í öndverðu til þess að losna við illar afturgöngur. Allmargar dysir hafa fundizt, þar sem bæði eru óbrennd lík og leifar brenndra líka. Járnöld er talin hefjast 6— 700 árum f. Kr. Yfir grafirnar var þá alla jafna orpið haug. Einnig voru reistir bautastein- ar yfir hina dánu. Stærstu haugar á járnöld eru hinir vold- ugu konungahaugar við Uppsali, sem kenndir eru við Óðin, Þór og Frey og talið er, að orpnir hafi verið yfir þá fornkonungana Án hinn gamla, Egil og Aðils. Þeir eru á sandási einum, sem mynd- ar neðri hluta grafanna. í þess- um haugum fundust brenndar leifar af hinum tignu konungum ásamt ýmsum dýrgripum úr gulli og bronsi, og einnig glerker, sem höfðu bráðnað við hitann af bálinu. Nokkrum mílum fyrir norðan Uppsali, við fljót eitt, sem fellur í Fýrisána, hefur ver- ið gerður uppgröftur við Vend- elskirkju. Þar hefur verið hægt að sjá, hvernig sænskir höfð- ingjar hafa verið jarðaðir á 7. öld. Lík hins dána hefur ekki verið brennt, en jarðsett í báti, á höfuð þess hefur verið settur hjálmur, skrautlegur mjög og skjöldur, sverð og spjót lögð við hlið þess. í eina þessara grafa hafði hestur einnig verið settur með dýrindis beizli og tveir hundar. Allmikið og gott nesti hafði verið látið í skut bátsins handa hinum dána. Þar var svínslæri, uxasteik og eitt sauð- arhöfuð. Vitaskuld var þar einnig ketill að elda matinn í. í sumum gröfunum voru einnig dýrindis bikarar úr gleri, svo að hinn dáni yrði ekki þurbrjósta á sinni síðustu för. í einni gröf- inni voru þrír hestar, þrír hundar, eitt naut, einn göltur, ein gylta, tvær kindur og ein gæs. í annarri fundust fugla- bein, þar á meðal af veiðifálka og trönu, sem sennilega hefur verið notuð sem varðfugl, því hún kvað vera mikill vökuskarf- ur. Margir hlutir, sem í þessum gröfum hafa fundizt, eru gerðir af mikilli list og hagleik, t. d. hjálmarnir. í fornaldarsögum vorum er all-ítarleg frásögn um það, er Hringur konungur lét heyja frænda sinn, Harald konung blátönn, er féll í Brávallabar- daga. í sögunni segir á þessa leið: „Ok annan daginn eftir at morgni lætr Hringr konungr kanna valinn ok leita at líki Haralds konungs, frænda síns, og var mikill herr valsins fall- inn yfir, þar sem líkit lá. Var þá orðinn miðr dagr, er líkit fannst ok valrinn var rofinn, ok lét Hringr konungr þá taka lík Haralds, frænda síns, ok þvá af blóð ok búa um vegliga eftir fornri siðvenju, lét leggja líkit í þann vagn, er Haraldr konungr hafði til orrustu. Ok eftir þat lét hann kasta mikinn haug ok lét þá líki hans aka í þeim vagni, á þeim hesti, er Haraldr konungr hafði til orrustu, ok lét svo aka í hauginn, ok síðan var sá hestr drepinn. Ok þá lét Hringr kon-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.