Heima er bezt - 01.05.1953, Blaðsíða 18
146
Heima er bezt
Nr. 5
eggin eða ekki, en öðru máli
gegnir um dúninn. Ef skipt er
um dún, er hún mjög gjörn á
að yfirgefa, og er því réttast að
gera lítið að því, en ef ekki verð-
ur hjá því komizt, er bezt að láta
örlítið af hennar eigin dúni
næstan eggjunum, svo að hún
finni þar sína eigin lykt, og er
þá um að gera að láta eggin nið-
ur sem líkast því, sem hún gerir.
Oft er nauðsynlegt að koma
ungum, sem finnast móðurlausir,
til kolla, sem vilja taka þá í fóst-
ur, og gengur það alltaf vel, ef
kollan er á leið til sjávar í fyrsta
sinn með unga á því vori, en oft-
ast er tilgangslaust að láta unga
til kollu, sem fóstrað hefur unga
sína í nokkra daga. Þær bíta þá,
er hræðslan við manninn er af-
staðin, og verða þeir einmana og
móðurlausir.
Komið hefur það fyrir, að
bliki, sem misst hefur konu sína,
áður en útungun er lokið, sezt á
eggin og reynir að unga þeim út.
En að því loknu kemur babb í
bátinn: unginn skilur ekki kvak
blikans og tístir án afláts, og er
þá eina lausnin að fá kollu með
unga, sem heima á í nágrenni,
til að slást í förina, er haldið
skal út, og getur þá allt leikið í
lyndi.
Blikar hafa mikla ánægju af
ungunum, og gengur dálætið svo
langt, að þeir yfirgefa kollur sín-
ar — flestir — óðara og ungar
koma hjá hinum, og hverfur því
allur bliki úr varplandinu á
nokkrum dögum, eftir að út-
leiðsla byrjar. En er ungarnir
stálpast, yfirgefa þeir þá, og
halda hópinn, unz makaleit
hefst að nýju, þá er kollan telur
ungana sjálfbjarga.
Ég lét eitt sinn hænu unga út
andareggjum, og voru eggin
tekin undan villtum stokkönd-
um. Lifðu þrír ungarnir, og voru
það tvær endur og einn steggur.
Þegar þeir voru ársgamlir, fékk
önnur öndin sér villtan stegg. Ég
hélt þá systkinunum vel saman
og ætlaði að gera par úr þeim, en
þau skildu ætíð, er þau fóru út.
Gekk svo fram í júlí. Sleppti ég
þeim þá, og hurfu þau alveg í
hálfan mánuð, en komu svo
bæði með villt par.
Sátu nú þessi þrenn pör í feát-
um hér í heilt ár, en fóru ekki að
verpa fyrr en tveggja ára. Eins
hugsa ég, að sé um æðarfuglinn,
þótt ég þori ekki að fullyrða neitt
um það. Þeir, sem vilja kynna
sér hátterni þessara anda minna,
geta lesið um þær í Dýravernd-
aranum, 3. tbl. 1920.
Margt er það í fari þessara
fugla, sem maðurinn á erfitt
með að skilja, t. d. hvernig fara
hjónin að því að finnast aftur
eftir margra mánaða skilnað á
hverju sumri? Það er fullvíst, að
margir sömu fuglarnir búa sam-
Hreidur.
an á sama stað ár eftir ár.
Hvernig fer fuglinn að finna og
þekkja sama hreiðrið árið eftir,
og það jafnt, þótt lítil staðar-
breyting sjáist?
Oft verða kollur að verpa á
skafla, er snjór fellur um varp-
tímann, og oft ber svo við, að
eggið er yfir hreiðrinu, sem hún
ætlaði að verpa í. Og hvernig fer
svo unginn, sem fer sólarhrings-
gamall með móður sinni út á
sjó, að komast á fæðingarstað-
inn til að verpa þar eftir tvö ár?
Skýringin á þessu síðasta held
ég að liggi í því, að nokkru, að
síðari hluta ásetutímans sést oft
ársgamall fugl koma upp á
kvöldin og setjast hjá kollunni
á hreiðrinu, og hugsa ég, að
hann þekki þar móður sína og
fylgi henni upp að hreiðri, er
hún að kvöldi fer að fá sér að
drekka.
Verður þessi unga kolla stund-
um svo ráðrík, að hún tekur
hreiðrið frá móður sinni, því að
móðirin verður seinna tilbúin,
eftir því sem hún eldist. Verð-
ur stundum af þessu fullkomið
stríð, þær verpa saman og eyði-
leggja hvor fyrir annari, en oft
er hægt að kippa því í lag með
nýrri hreiðurgerð þar hjá og
skiptingu eggjanna.
Þegar illa viðrar á vorin, verða
mikil vanhöld á eggjum og ung-
um, og er þá allt kapp á það lagt
að taka frá þeim, sem nokkra
lifandi unga eiga, og gefa hinum,
svo að engin (eða sem fæstar)
þurfi að missa allt sitt, því að
slíkt veldur þeim skiljanlega
mikils trega.
StundUm vill það til, að ung-
inn snýr öfugur í egginu, og get-
ur hann þá ekki bjargazt af
sjálfsdáðum. Verður þvi að taka
slíkt egg heim og fylgjast með
því og hjálpa á réttum tíma, sem
sé þá, er unginn hefur náð þeim
þroska, að ekki blæðir úr himn-
unni, sem er undir skurninum,
en vökvist blóð, verður hún ekki
rifin fyrr en síðar. En snúi hann
rétt — sé í gildari endanum —
getur hann jafnan hjálparlaust
sprengt hettuna ofan af og kom-
izt út á réttum tíma.
Gaman er oft að sjá kollur,
sem bíða með ungahópinn sinn
fram á háum klettum eftir því,
að þeim sé hjálpað og lofa
manni að ganga fram fyrir sig
og reka þangað, sem ofangöngu
er auðið, eða lofa manni að taka
alla ungana í körfu og koma
þeim niður. Færir hún sig þá oft
smám saman, þar til hún fer á
sjó og kallar ákaft, og er þá hægt
að kasta ungunum til hennar, ef
ekki er mjög hátt. Ef mikið brim
er, vill þetta mistakast, en oft-
ast komast allir á stað, og ekki
þarf að óttast, að þeim fatist
sundið, ef þeir eru vel þurrir úr
egginu, en séu þeir það ekki, er
þeim sýnt banatilræði með að
láta þá í sjó; þeir vökna og bíða
bana.
Æðarfuglinn getur orðið gam-
all fugl. Ég held, að ég megi full-
yrða, að kolla sú, sem myndin er
af í lófa mínum, hafi setið í
sama hreiðri í fjórtán ár. Hún
var þá líka farin að hærast með-
fram eyrum. Hún var snemma
mjög gæf, en sökum þess lék ég
mér oft að henni, og virtist mér
hún kunna því vel, er frá leið.
Annars þola þær margar, að