Heima er bezt - 01.05.1955, Side 3

Heima er bezt - 01.05.1955, Side 3
Nr. 5 Heima er bezt 131 Bjarni Sigurðsson: Snjófríður Sigurðardóttir - Réttvisin og alþýðustúlkan - Það fóru um héruð Austur- lands, ýmsir sögur um konu, sem hét Snjófríður Sigurðardóttir. Hún var gift Árna Jónssyni, er ættaður var frá Hörgslandi i Vestur-Skaftafellssýslu. Snjó- fríður var þá komin nokkuð á fertugsaldur, er hún giftist Árna. Þau eignuðust eitt barn, er Karl hét og hvarf hann ungur til Færeyja og settist þar að. Kem- ur hann því ekki hér við sögu. Þau Snjófríður og Árni munu hafa sezt að í Fáskrúðsfirði strax eftir að þau giftust. Byggði Árni þeim húskofa á svonefndri Melrakkaeyri, syðra megin Fá- skrúðsfjarðar, andspænis Kapp- eyri, eða öllu innar. Árni var , lagtækur og kom húsinu upp með aðstoð konu sinnar, en það fór orð af dugnaði hennar og ó- sérhlífni. Hún fór á sjó með honum og vann með honum öll verk karlmanna, sem fyrir komu, en á vetrum hamaðist hún við tóvinnu, til þess að geta selt sem mest af sjóvettlingum, sokkum og peysum til Frakka. Á þeim árum kom mikið af frönskum fiskiskipum (duggum) til Fáskrúðsfjarðar, snemma á vorin og lágu þar á hinni góðu hafskipahöfn, oft lengi. Ástæður til þess, að þau byggðu þarna á Melrakkaeyri, á fremur eyðilegum stað, án allrar grasnytjar, munu hafa verið tvær. Önnur var sú, að á þeim árum gekk fiskur og síld í fjörð- inn, alveg inn í fjarðarbotn, en hin sú, að þarna lá mjög vel við verzlun við frönsku fiskimenn- ina. Franskt kex þótti þá mikill fengur á vorin, þegar að svarf fátækt og fæðuskortur. Frönsku duggurnar, sem inn í fjörðinn komu á vorin, skiptu hundruð- um, og margir bæir í sveitinni nutu góðs af verzlun við þá. Hitt er aftur á móti í vafa, hve heið- arleg sú verzlun var. Svo var sagt, að skipverjar allt upp að skipstjóra, hefðu hnuplað skips- kosti og ýmsum öðrum birgðum skipsins og selt þýfið á laun fyrir íslenzkar ullarvörur. Það var og vitað, að sæi skipstjóri, að gestir, sem voru um borð, hefðu meðferðis eitthvað af birgðum skipsins, sem þeir höfðu keypt af skipverjum og borgað, var það tekið af þeim tafarlaust og með ofbeldi, ef þeir vildu ekki sleppa því með góðu. En því var þá aldrei skilað, sem íslendingar höfðu látið fyrir vörurnar. Þess vegna lærðu menn að gæta sin vel, er þeir verzluðu þarna, um leið og þeir lærðu hina svonefndu Fáskrúðs- fjarðarfrönsku. Sú mállýzka var sett saman úr afbakaðri ís- lenzku og afbakaðri frönsku, með einstaka orði úr hreinni ís- lenzku og hreinni frönsku, eða orðum úr ensku, norsku og dönsku. Mest mun þó hafa borið á mállýzku frá Flandern, með einstaka innskoti úr lágþýzku og öðrum erlendum orðum. En Frakkar og íslendingar vöndust þessum mállýzkum fljótt og skildu hverjir aðra furðu vel. Sýnishorn: „Meistri for den cas. Stoppar so margi vidd. Me vilder biskvi. Stoppar for dýr.“ o. s. frv. Ég hafði skemmtun af því, að heyra menn tala þannig saman og veltist um af hlátri. Snjófríður Sigurðardóttir, sem var greind, einbeitt og ófeimin, var fljót að nema þessa mállýzku og læra orð úr hreinni frönsku öðrum fremur. Henni gekk því vel að skilia Frakka og þeim að skilja hana, er hún verzlaði við þá. Jafnframt þessu kom hún fljótt auga á þá hættu, sem þessari verzlun voru samfara, að teknir yrðu af henni hinir keyptu munir. Hún bjó sér því til vítt pils, sem hún kallaði duggupils, og var í því þegar hún fór verzlunarferðirnar í frönsku fiskiskipin. Innan í duggupils- inu voru tveir stórir vasar, sem hún nefndi duggupilsvasa. Þeir náðu frá pilsstreng ofan fyrir hné. í þessum vösum fól hún þær vörur, sem hún keypti um borð í duggunum, á mjög góðu verði. Hún vissi að Frakkar eru kurtéisir menn og mundu ekki leita á henni, þó hún sýndist stundum nokkuð gildvaxin. í þessa duggpilsvasa lét hún kex og svo nefnt Pompólabrauð, á- samt frönskum færum (strengj- um), blýsökkum og flöskum o. fl. Urðu gestir hennar stund- um forviða, er þeir sáu hve mik- ið rúmaðist í duggupilsvösunum og hve mikið hún týndi úr þeim. En Snjófríður var, auk hins mikla dugnaðar, mjög gestrisin og greiðvikin og talin góðgjörn. Því var það, að hún taldi það ekki eftir, að gæða gestum sín- um á því bezta, sem henni tókst að afla og meðal annars hressti hún þá stundum á frönsku koníaki (frönsku brennivíni) eða rauðvíni, þegar hún átti það til. Sjálf neytti hún ekki áfengra drykkja. Yfirleitt var Snjófríður vinsæl meðal nágranna sinna og naut þess oft. Þegar þeir vissu að skortur bar að dyrum hennar, reyndu þeir að hlaupa undir bagga og hjálpa henni á ýmsan hátt. Og aldrei heyrðist þess getið, að hjónabandið væri ó- hamingjusamt, eða að duggu- ferðir hennar hefðu á nokkum veg spillt því, en dugguverzlun- ina stundaði hún vel. Lýkur þá hér frásögninni um Snjófríði og búskap hennar, eftir að hún giftist, og er að ýmsu leyti stuðst við frásögn og upplýsingar Níelsar Finns- sonar er var bóndi á Hafranesi í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Hann er greindur maður og sannorður

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.