Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 15
Nr. 5 Heima er bezt 143 mínu áliti sæmilega vel ortar, og þó með dýrum taragarháttum. Auðséð er, að höfundur þeirra er bæði orðfimur og snjall að ríma. Ég set hér til sýnis kafla úr ti- undu Örvar-Oddsrímu. 49. Karl við árar síðan sezt, sagður knár að róa. Lengi báru lætur hest laxa skára engið mest. 50. Hvíld ei hrikinn fyrri fékk en frón á stikar Rísa. Undur þykir. ungum rekk á hvað mikið nökkvinn gekk. 51. Heim frá Unni, hraðast rann Hildir kunnur vegi. Loga brunna hirðir, hann Hildigunni, færa vann. 52. Sagði Geitisson við sprund sízt af breyta skyldi, umsjá veita álma þund og um hann skeyta jafnt Goðmund. 53. Stáls þá sveigir stóð hjá mær stíluð segja ritin: Fjalla meyju mitt i lær, en meira eigi, kappinn nær. 54. Hildir kall í hamra rann htestur spjallast mundi. Yfir fjalla Hyrjur hann hafa alla stærð því vann. 55. Þeirra ei lonar heimskan há, hýr að vonum þótti. Yngri konan Odd tók þá undir honuni sitja má. 56. „Tuttur minn“ svo mær kveður, „með toppinn hjá nefi, þú ert, finn ég, þróttlinur, þar til minni en Guðmundur. 57. Sá í gærdag getinn var Gríðar mæri kundur". Rekk svo Hæra í ruggu bar raulað fær svo gælurnar. 58. Var óspakur vöggu í verinn Drakons láða. Hetju maka, Hyrjan frí hlaut að taka i rúrn sitt því. 59. Honum vafðist utan að, engin tafðist blíða, Loks að hafðist þegninn það — þar sem krafði lyndis hlað. 60. Saman hrærist beggja blóð, blíðan grær að vonum. Unni Hæran álma rjóð, eins og væri hennar jóð. 61. Henni gjarna, hetjan tér, hann að bam ei væri, þó sé varnað vexti sér við fólk þarna fætt sem er. 62. Þar á lóð er flest öll frfð fílhraust þjóðin rísa, En vizku gróður géðs um hlíð, gréri ei óðum þar hjá lýð. 63. Oddur blíður bið þar ann, björk hjá hlíðar japa. Burt svo líða vetur vann. Vorið bliða lífga kann. Með þessu örsmáa broti af skáldskap Hafliða Pinnbogason- ar vildi ég gera tilraun til að rjúfa þá óeðlilegu þögn, sem hef- ur verið um hann og verk hans, og þó einkum rímur hans. Ég hef veitt því sérstaka at- hygli, þegar rætt hefur verið eða ritað um rímnaskáld þjóðarinn- ar, að hans er ekki getið að neinu. Mér finnst hann standa jafn- fætis samtiðarmönnum sínum á því sviði. Ekkert hefur birzt eft- ir hann á prenti nema For- mannavísur í IV. bindi Blöndu. Mér finnst að Rímnafélagið eða einhverjir aðrir rímnaunnend- ur ættu að sýna honum þann sóma að gefa út einhverjar af rímum hans. Með því fengi hann verðskuldaða viðurkenningu. Guðlaugur Sigurðsson. Hólmgangan .. . Framh. af bls. 141. rólega og með styrkleika gleð- innar: — Nei, Arnfinnur! Nú er hans hefnt! Það er stærri hefnd að gefa líf en að taka það! Mér virð- ist, sem þú hafir þegar hefnt föð- ur þíns, Arnfinnur! Hún leit fast á soninn. — Ég brást ást minni einu sinni, og það er ekki vert að þú gerir slíkt hið sama! Arnfinnur sneri hvitu, renn- votu andlitinu að móður sinni, blóðið streymdi fram í kinnar hans og augu 'hans leiftruðu af gleði. Hún drjúpti höfði til þess að leyna því, hve hrærð hún var. — Bara að hann fyrirgefi mér núna, hvíslaði hún og horfði á andlit Leifs Gunnarssonar fyrir fótum sér. Hann var að vakna úr dáinu. KNUT HAMSUN orti eitt af sínum allra beztu kvæðum og sendi Björnstjerne Björnson, þegar hann varð sjö- tugur árið 1902. Sonur Björn- sons, Björn, lýsir þvi í bók sinni, „Minningar frá Aule- stad“, hvernig gamla Björn- stjerne varð við er hann fékk kvæði Hamsuns: „Hann settist niður og las það vandlega. Við horfðum á hann á meðan. Hann varð mjög hrærður. Andlit hans ljómaði af birtu og hlýju, þegar hann var búinn að lesa kvæðið. Mamma grét og faðmaði mig að sér. Eftir dálitla stund sagði pabbi: — Það gleður mig, að Hamsun hefur slíka skoðun á mér. Það er eins og mér hafi verið lyft upp að óvörum. Ég get tæplega skilið það, þetta kemur svo óvænt ....“ Um kvöldið var blysför til Bjömson, og eftir há- tiðasýninguna í leikhúsinu, hélt Verner von Heidenstam ræðu. En Hamsun var ekki til staðar. Björn Björnson segir svo frá: „Pabbi reis hrærður úr sæti sínu .... Hvar er Hamsun? — Ég fann Hamsun. Ég fékk að vita, að hann lægi á sjúkra- húsi i Pilestræti, en væri ekki hættulega veikur. Árdegis næsta dag fórum við pabbi til hans. Pabbi staðnæmdist í dyrunum til sjúkraherbergisins. Hann fyllti alveg út í dyrnar, þar sem hann stóð í loðkápu og með húfuna í hendinni og horfði á Hamsun, sem lá á bakinu með hendurnar undir höfðinu. Hamsun leit á pabba......Já, hvað á ég að segja. Hamsun brosti hlýtt til pabba, en samtímis var glettnis- glampi í augum hans. Pabbi sett- ist á rúmstokkinn hjá honum. Enda þótt þeir ekki hefðu talað saman eitt einasta orð, var Ijóst, hvað báðir hugsuðu. Hérna voru tveir hinna þjóðlegustu rithöfunda, sem Noregur hafði nokkurntíma eignazt, þeir þurftu engin orð, fundu hið sama og skildu hvor annan til fulls.“ — Þess má geta, að bæði fyrir og eftir þetta, voru skáldin oft mjög ósammála um stjórnmál og ýms önnur mál, en það raskaði í engu mati þeirra á verkum hvor ann- ars, enda voru báðir stórmenni. — Skyldu margir vera svona frjálslyndir hér á landi?

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.