Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 16
144
Heima er bezt
Nr. 5
Kolbeinn Guðmundsson frá Úlfljótsvatni:
Bændur í Nesjum og Nesjavöllum á nítjándu öld
II. Grímur Þorsteinsson á Nesjavöllum
tirimur var sonur Þorleifs Guð-
mundssonar og Guðrúnar Magn-
úsdóttur; bjuggu þau á Nesjum
1816 og þá er Grímur skráður 17
ára. 1820 fer hann með föður sín-
um að Nesjavöllum, sem flutti
þangað það ár með börnum sín-
um og síðari konu sinni; fyrri
kona hans drukknaði í Þing-
vallavatni 30. marz 1819. 1822
giftist Grímur Katrínu Gísla-
dóttur frá Úlfljótsvatni og er þá
talinn vera bóndi á Nesjavöll-
um. Það lítur út fyrir, að hann
hafi haft einhver jarðarnot á
Nesjavöllum hjá föður sínum það
ár, því að Nesjum er hann kom-
inn árið eftir og þar býr hann
nokkur ár, að vísu til fardaga
1828. Ég hef ekki getað fengið
upplýsingar um, hvenær hann
fór frá Nesjum, og veit ekkert um
hann fyrr en hann flytur að
Nesjavöllum 1838. Þá kemur
hann frá Brúsastöðum í Þing-
vallasveit með sitt skyldulið,
Katrínu konu sína og börn þeirra
4, og auk þess 3 launbörn sín,
Grímur 6 ára, Valgarður 4 og
Árni 3 ára. Grímur bjó síðan á
Nesjavöllum til dauðadags.
Grímur á Nesjavöllum var
dugnaðarmaður mikill og afla-
maður. Orðlögð refaskytta, svo
að fáir eða enginn hefur jafnast
á við hann í þeirri íþrótt. Það
sagði mér maður, sem lá við gren
með honum. Þegar þeir komu að
greninu, var hvorugt fullorðna
dýrið þar sjáanlegt. En eitthvað
heyrðu þeir í yrðlingunum inni
í greninu. Þá sagði hann, að
Grímur hefði sagt sér að setj-
ast við dyrnar á greninu og
passa það, að ekkert færi út og
ekkert inn; annað ætti hann
ekki að gera, nema að passa
það og sofna ekki. En sjálfur
sagðist hann ætla að leggja sig
og sofna um stund. En eftir
stutta stund rís hann upp held-
ur hvatlega og segir: „Eitthvað
dreymir mig.“ Stendur því næst
upp, tekur byssuna, ámálgar
fyrri skipun sína við mig að
passa vel dyrnar á meðan hann
sé í burtu, sem geti ef til vill orð-
ið nokkuð frameftir nóttunni. •—
Það var um kvöld, sem þeir komu
að greninu. — Svo líður stundar-
korn. Þá heyrir hann skot úr
talsverðri fjarlægð. Svo líður
nokkuð langur tími og hann var
farið að syfja, en hann mátti
ekki vekja sig á því að standa
upp og ganga um. Nei, hann
mátti ekki einu sinni kveða vísu
til að vekja sig með. En fyrir
engan mun vill hann, að Grímur
finni sig sofandi, þegar hann
kemur. Svo hann sagði, að það
hefði verið fangaráð sitt að bíta
á jaxlinn og tauta fyrir munni
sér í hljóði, það sem honum datt
í hug. En þegar hann er nýbyrj -
aður á þessu, heyrir hann annað
skot og var það nær greninu en
hið fyrra. Við það sagðist hann
hafa glaðvaknað, og stuttu síðar
sér hann, hvar Grímur kemur
með bæði dýrin, sem áttu gren-
ið. Síðan náðu þeir yrðlingunum
út úr greninu og létu þá í poka.
Svo tók Grímur skinnin af
fullorðnu dýrunum, og sagði
hann, að Grímur hefði verið
fljótur að því. — „Hann byrjaði
um leið og ég fór eftir hestunum,
sem voru þarna skammt frá, og
var búinn, þegar hestarnir voru
komnir.“ — Greni þetta var í svo-
nefndum Grashólum fyrir vestan
Hengil. Þeir fóru síðan austur
Dyraveg að Nesjavöllum og komu
þar um fótaferð um morguninn.
Þannig var það oft, að mönn-
um sýndist, sem Grímur gengi
beint á þann stað, sem dýrin
voru, eftir að hann hafði lagt sig
og sofið stutta stund.
Silungsveiöi stundaði hann af
kappi í Þingvallavatni, bæði í
net og á dorg, þegar ís var á
vatninu. Stundum fór hann á
skautum austur á svonefnda
Skútavík. Hún er skammt fyrir
ofan, þar sem Sogið fellur úr
Þingvallavatni. Þar er oft von á
urriðaveiði. Þar veiddi hann
stóra urriða, 5—10 kíló. Ekki var
talað um, að neinn amaðist við
þessari veiði Gríms, enda mun
fáum eða engum hafa lánast
þetta nema honum. En það vissu
menn, að urriði hélt sig við Sogs-
kjaftinn, og því var það, að 2
unglingar fóru of nærri Soginu,
lentu í straumnum og drukkn-
uðu báðir. Þeir voru of nærri
Soginu með netið og gættu ekki
að sér, fyrr en straumurinn tók
bátinn og sogaði hann niður í
gljúfrið með heljarafli og braut
hann í spón. Samskonar slys
vildi til 1916. Þá var stangaveiði-
maður við Sogskjaftinn, sem fór
of nærri, svo að straumurinn tók
bátinn með manninum, sem í
bátnum var. Maðurinn drukkn-
aði og báturinn brotnaði. En
Sogið skilaði hvorutveggja fram í
Úlfljótsvatn, manninum dauð-
um, en bátnum brotnum og ó-
nýtum.
Grímur fékk þarna oftast
góða veiði, þegar hann hafði
tækifæri til þess að fara þang-
að, en það var ekki svo oft. Þetta
var svo löng leið, að dagurinn
entist ekki til þess að fara það
öðruvísi en á skautum beint yfir
vatnið. En ekki var skauta-
færi yfir vatnið hvenær sem
vildi alla vetur. Það koma oft
þeir vetur, sem aldrei kemur
skautafæri á Þingvallavatn. Svo
að þetta hefur enginn viss at-
vinnugrein verið. En svo mun
önnur veiði hafa verið, sem var
Grími vissari atvinnugrein, auk
refaveiðanna. Það var rjúpna-
veiði og hreindýraveiði. Rjúpan
var verzlunarvara og seldi hann
hana til Hafnarfjarðar- og
Reykjavíkurkaupmanna. Grímur
fór margar vetrarferðir með