Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 22
150
Heima er bezt
Nr. 5
og manna fyrirmannlegastur.
Framkoma hans ber með sér, að
hann er gjörhugull maður og
gætinn, óg svo þegar við það
bætist skarpar gáfur, og nokkur
þótti, sem hann gerir sér ekki
far um að leyna að fullu, þá er
sjálfskýrt, hvers vegna honum
hefur veitzt svo létt að stjórna
umræðum á Alþingi um tíu ára
skeið og farizt það röggsamlega.
Þessir eiginleikar hans koma líka
fram í daglegu starfi. Þess vegna
eru Gautlönd líka íslenzkt fyrir-
myndarbýli, og þess vegna gæt-
ir þar slíkra framfara í búskap
og skipulagi.
Jón hefur ekki látið neins ó-
freistað til að bæta jörð sína.
Hann hefur sléttað tún sitt og
stækkað, og umbótunum heldur
áfram með hjálp duglegra sona,
sem ætla að feta í fótspor föður
síns í bændastétt. Einn sonanna
hefur kjörið sér annað verksvið.
Hann er nú einn af duglegustu
sýslumönnum á íslandi1). Auk
þess er líka ástæða til að leggja
áherzlu á, hvernig Jóni Sigurðs-
syni ferst úr hendi að sinna hin-
um margþættu opinberu störf-
um, sem almenningur hefur
kjörið hann til. Hann er gott
dæmi þeirra manna, sem með
hæfni sinni hafa sannað, að lög-
fræðileg skólapróf eru ekki á-
vallt nauðsynleg þeim, sem með
höndum hafa stjórn opinberra
stofnana.
Seinasta stórbýlið við Kráká
er Baldursheimur, en hann er
líka byggður af tápmiklu, ungu
fólki, enda staðarlegt þar heim
að líta. Ábúendum þar er það
fullljóst, að ekki tjáir annað en
leggja hart að sér og nota sér
alla þá möguleika, sem kostur
er á, ef ættland þeirra á að taka
framförum. Er við höfðum hresst
okkur á mjólk, fylgjum við vörð-
unum til hinna svokölluðu beit-
arhúsa jarðarinnar, er þar nokk-
ur hluti fjárins hafður á vetrum.
Að enn öðrum bæ komum við
að hjá Kráká, síðasta manna-
bústaðnum í jaðri auðnarinnar.
Þar bar allt merki um sára fá-
!) Hér er árt við Kristján, siðar dóm-
stjóra. Steingrímur, sonur Jóns, var og
til mennta settur, var síðast sýslum. Eyja-
fj.s. og bæjarfógeti á Akureyri.
tækt. Konan var ein heima, og
hún vildi ekki einu sinni hleypa
okkur í bæinn, því að húsakost-
ur væri svo bágborinn. En hún
kom með mjólk út til okkar, og
hana drukkum við, meðan við
lofuðum hestunum að grípa nið-
ur og hvíla sig. Þar sem slík ör-
birgð ríkir, gefst ferðalangnum
ágætt tækifæri til að komast að
raun um, hve fólk getur sætt sig
við lítið, og þá er ekki síður vert
að veita því athygli, hvernig
neyðin kennir fólkinu að leita sér
bjargar í umhverfið, að því er
húsgögnin varðar. Raunar getur
víða á íslandi að líta eitthvað
svipað, því að enn er margt í
notkun, sem minnir á gamla
tímann, þegar neyðin sótti heim
hvert byggt býli, en þó sér mað-
ur þetta allt miklu greinilegar
hér, á þessu útkj álkakoti, og við
skiljum aðstæðurnar til hlítar.
Það er enginn hægðarleikur
að afla sér málma og trjáviðar
á íslandi, og því erfiðara er
þetta, þeim mun lengra dregur
frá sjó og fátækt er annars veg-
ar. Bændurnir leitast því við að
búa sem mest að sínu og verður
þá grjót og bein hendi næst. Og
notkun þess er líka ósvikjn. Það
mun varla til það býli á íslandi,
að ekki sé þar að finna einn eða
fleiri flata steina, þar sem kosta-
fæða landsmanna, harðfiskur-
inn, er barinn, unz hann fer að
meyrna og verður liprari undir
tönn. Nú er fiskurinn oftast bar-
inn með stórum járnhömrum, en
á minni býlum er holaður steinn
notaður í hamars stað. Við
Kráká var fiskisleggjan steinn,
og smiðjusteðjinn var líka steinn
og fleiri smíðaáhöld úr því efni.
Kindabein voru notuð í hnakk-
ana og svo höftjn á hestana.
Hrútshorn voru notuð í boga á
klyfsöðla og móttök úr hrosshári,
ull eða skinni. í bænum var
naumast um aðra húsmuni að
ræða en fátæklegt borð, fasta
rúmbálka og nokkur tréílát af
einföldustu gerð, þegar sleppt er
járnpottinum og kaffikatlinum,
sem auðvitað verður ekki án ver-
ið. Loks gat þarna að líta nokkr-
ar tágakörfur, sem ekki voru illa
gerðar og ýmsir smáhlutir úr
beini, svo sem alir, kilpir og fleira
þess háttar.
Það segir sig aftur á móti
sjálft, að þessir frumbýlingslegu
búnaðarhættir eru óðum að
hverfa, eftir því sem greiðara
reynist að afla nauðsynlegra ný-
tízkra verkfæra til daglegrar
notkunar....
Um kvöldið komum við, að
hinu forna hrauni, sem er við
Svartárvatnið austanvert og
veldur því, að landið fær svip
af sveitinni austan Mývatns.
Margt bar hér vitni um sand-
fokið. í vatnið setzt æ meiri
sandur og verður það grynnra
með hverju ári sem líður. Er nú
sagt, að það sé hvergi meira en
6 fet á dýpt.
Við vatnið er lítið býli, Svart-
árkot, og þar höfðum við hugs-
að okkur að gista. Bærinn hefur
nú verið fluttur vestur fyrir
vatn, en áður stóð hann austan-
vert við það. Áður en í Svartár-
kot kemur, liggur leið okkar yfir
hið gamla. tún, sem stormurinn
hefur tætt upp, af því að það lá
á foksandi. Nokkrir fjárhúskofar
standa enn uppi þarna, en milli
þeirra getur ýmist að líta fok-
sand eða vindsorfnar lægðir,
sem eru þéttsettar skinhvítum
beinum, þöglu vitni um forna
búsetu. Hér er nefnilega um að
ræða hinztu leifar allra þeirra
dýra, sem fætt hafa horfnar
kynslóðir þessarar jarðar. I
brún eins rofabakkans hefur
stormurinn afhjúpað beinagrind
af manni, sennilega einhverjum
fornum heimamanni hér. Forð-
um voru hinir dauðu jarðaðir
við bæina.
Bóndinn í Svartárkoti, Einar
Friðriksson, er maður harðdug-
legur, sem hefur hafizt af eigin
rammleik og heyr harðvítuga, en
happasæla baráttu við náttúru-
öflin í þessari útvarðarstöð.
Hann hefur myllu við ána og
stundar fiskveiðar í vatninu
með góðum árangri, en auk þess
reynir hann að auka fiskigegnd-
ina þar með klaki, en seiða hef-
ur hann aflað sér úr Mývatni. Og
þar eð ekki hefur tekizt að flytja
lifandi fiska alla þessa leið, hef-
ur honum sjálfum hugkvæmst
að fá frjóvguð urriðaegg frá Mý-
vatni og láta þau klekjast út í
kílunum við vatnið. Er ekki skylt
að bera virðingu fyrir slíkum
manni og starfi hans? Virðing
okkar fyrir honum vex og að