Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 23

Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 23
Nr. 5 Heima er bezt 151 Ví SNAMÁL mun við að kynnast þeirri eyði- mörk, sem hann býr í, erfiðleik- um þeim, sem hann á við að etja, og heimilinu, þar sem hann þreyttur sefur í sig nýjan þrótt til frekari átaka. Það er fátæk- legt, heimilið hans. Margir ferðalangar geta vitnað það, því að Svartárkot er í leið til Ódáða- hrauns og hefur því verið næt- urstaður vísindamanna og skemmtiferðamanna. Johnstrup prófessor lagði upp í rannsókn- arferð sína til Öskju 1876 frá þessum bæ, svo að dæmi sé nefnt. En Einar undi vel lífinu og sama má segja um allt heimilisfólkið, sem var margt. Að því er sjálfan mig varðar, þá gæti ég ekki unað því að búa hér, en gjarna legg ég þangað leið mína til að kynn- ast daglegu lífi þar mér til and- legrar heilsubótar. Þar hef ég kynnzt kostgæfni við heiðarleg störf, sem verða mér sönnun þess, að ísland á líka framtíð fyrir höndum, ef þjóðinni verð- ur aðeins unnað þess, sem mest á ríður fyrir hana, en það er fyrst og fremst hagnýt starfs- mennt. í Eyjafirði. Loksins komum við ofan að Eyj afirðinum, sem lengi hafði við okkur blasað. En ekki var þar með sagt, að við værum komnir á leiðarenda, þótt Akureyri væri beint á móti okkur. Vík er á milli vina, þar sem er Eyjafjarðará, og hún er svei mér ekkert á- rennileg, því að engin brú er yfir hana, enda er hún sennilega ó- brúandi. Hún rennur skammt frá ósnum í allt að tíu kvíslum, og yfir þær allar verður að ríða, þar sem aðeins er um vöð að ræða við ósinn. En sá er hæng- urinn á, að þessi vöð verða ekki notuð nema um fjöru, og ekki er hér farandi nema fyrir þaul- kunnuga ella er hætt við, að ferðamaðurinn lendi í djúpum pyttum eða í heljargreipum sandbleytunnar, sem gleypt get- ur bæði mann og hest. Allt væri þetta nú gott og blessað, ef hægt væri að ríða beint yfir allar kvíslarnar, en ekki er því að heilsa. Nú vildi svo til, að leiðsögu- maður minn þekkti ekki vöðin vel, og lét því eiginlega aðeins ORT FYRIR KOSNINGAR. Bændur engar þrautir þjá þeir við nægtir una. Öll ef ioforð efndir fá eftir Jónsmessuna. Vel af þessu marka má mörg eru haust ei betri, lifandi ég sóley sá sautján daga af vetri. Hangi ein við heyþurrkinn hef þá upphefð slíka, að krækja mér i kóngssoninn, en karlinn fæ ég líka. Grasi vafin glóa lönd gengur flest í haginn, ég fer vel með hrífu í hönd hinzta júnf daginn. HÁLT ER HEIMSGLYSH). Það er vandi vífi ungu að velja mann sem treysta má. kals ei oft á karlmannstungu er henni ekki hjarta frá. Þótt í munni megi teikna margt, sem bendi loforð á, karlmannshjarta rétt úl reikna reynist torvelt baugagná. Má og finna fjölda vífa er falskar leggja snörurnar, og sveinahjörtu sundurrífa sér til dægrastyttingar. Flárátt bros á vífavörum viltan margan hefur beim, götuslóðann ráða, er við héldum út í fyrstu kvíslina. En allt gekk þetta slysalaust, og við náðum landi í hólmanum vestan henn- ar, sem alþakinn var voðfelldu grasi. Riðum við nú í sprettin- um eftir honum að næsta vaði. Komumst við líka klaklaust yfir það, og svo hið þriðja. Nú var myrkrið skollið á, svo að við gát- um ekki með vissu séð, hvar upp úr skyldi fara næstu kvísl. Vildi það okkur nú til happs, að bónda einn bar að í þessu, og reiddi hann kaupstaðarvarning hræsnis eisa í augum snörum ástarlogi virðist þeim. Á FÖSTUDAGINN FYRSTAN í SUMRI 1899. Hví skartar þú mín foldin fríða á fannahvítum vetrarkjól? Nú þegar sumarsólin blíða á sínum Ijómar veldisstók, Veiztu ei að vetur hlaut völdin að selja og hverfa á braut. Mér getur flogið sízt í sinni að sjáir þú eftir vetrinum, og að af þessu koma kynni að klæðnaðinn ekki skipti um, hans klakabrjóstum köldum frá kalla ég litla eftirsjá. Stirðnaða limi reyndu að rétta ríf þennan hjúp af brjósti þér! Vertu ei að hika, vona þetta: Vorið muni sem jafnan fyrr glitklæði enn þér gefa nýtt, gullfögru blómaskrauti prýtt. Ingibjörg Jóhannesdóttir, frá Svarðbæli, V.-Hún. STÖKUR Þegar lokast sjónarsund, sígur myrkur yfir grund; gott er að eiga glaða lund og ganga hreinn á drottins fund. Sólargeislinn ylar inni, ást og friður ríkir hér. Syngur vor í sálu minni, sumar býr í hjarta þér Árni Erasmusson. sinn fyrir aftan sig á hestinum. Við leituðum ráða hans, og þessi vinsamlegi maður spratt þegar af baki, tók skjattana af hestin- um og snaraðist aftur á bak honum og fylgdi okkur yfir hin- ar kvislarnar, átti hann þó langt heim til sín. Langur tími leið, unz við höfðum að baki okkar alla hólma og kvislar, og ég gat kvatt fylgdarmenn mína, sem aftur áttu leið yfir allar kvísl- arnar. íslendingar eru slíku van- ir og láta ekkert slíkt á sér festa. Við eina kvíslina mættum við

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.