Heima er bezt - 01.05.1955, Síða 24
152
Heima er bezt
Nr. 5
konu, sem fór ein síns liðs yfir
ána. Hún hafði brugðið sér í
kaupstaðinn til þess að kaupa
sér nýja hrífu.
Akureyri er kaupstaður, en við
megum ekki gera okkur í hugar-
lund, að hann sé eins og einhvert
þorpið okkar. Hér eru engar
reglulegar götur og ekkert torg-
ið, vantar allt hið skipulega, sem
bæir, þótt smáir séu, eiga að
hafa til ágætis sér. Kaupstaður-
inn er dálítil húsaþyrping við
rætur brekku einnar og upp í
brekkugilin. Allt eru þetta timb-
urhús. Eyjafjörðurinn takmark-
ar bæinn á einn veg. Þar er eng-
in höfn, en skipin verða að leggj-
ast úti á firðinum. Frá sjónum
séð ,er bærinn fallegur, og stöku
hús eru svo aðlaðandi, að manni
dettur í hug smábæirnir norsku,
sem eru svo snyrtilegir, fágaðir
og fægðir. Kirkjan er syðst í
bænum, og kippkorn norður frá
getur að líta Oddeyrina með
verzlunarhúsum Gránufélagsins
og í nánd við þau, er að rísa upp
dálítill bæjarhluti, og má þar
sjá nokkur ný steinhús.
Mestur hluti bæjarins er
kaupmannahús, fiskgeymsluhús
og önnur vöruhús. Og' kringum
kaupmannahúsin er helzt líf og
fjör. Getur þar að líta hesta-
lestir allan liðlangan daginn, en
á klárunum sinum flytur bónd-
inn vöru sína og svo kaupstað-
armatinn heim. Það er nefni-
lega miklu meiri viðburður, þeg-
ar íslenzki sveitabóndinn ætlar
að bregða sér í kaupstaðinn en
þegar stéttarbróðir hans í Dan-
mörku gerir slíkt hið sama.
Stundum verður hann að vera
dögum saman að heiman, og
gjarna vill fleira heima fólk
slást í förina, bæði menn og
konur. Margir hestar eru undir
ullarklyfjum eða öðrum varn-
ingi, sem er seldur eða rétt-
ara látinn upp í greiðslu á vör-
um þeim, er bóndinn þarfnast.
Öll verzlun milli kaupmanna og
alþýðu er nefnilega ennþá vöru-
skiptaverzlun, og það er kaup-
maðurinn, sem ákveður verð á
vöru bóndans, og verðið er að-
eins að nafninu til og gjama
allmiklu hærra en greiðist fyrir
vöruna í Kaupmannahöfn, en
vara kaupmannsins er líka á
nafnverði. Að þessu leyti er mik-
ill agnúi á íslenzku viðskipta-
lífi, og auðvitað verður það
bóndinn, sem ber hér skarðan
hlut frá borði. Þessi vöruskipta-
verzlun og hinn mikli lánsfrest-
ur, sem bóndinn fær, er Þránd-
ur í Götu þjóðlegar viðreisnar.
Það er almennt talið, að vín-
hneigð íslendinga sé þjóðarböl,
sem verði til þess að tefja eðli-
legar framfarir. Ég tel, að okk-
ur Dönum sé ekki fullljóst,
hvernig þessum málum er varið
á fslandi. Að minnsta kosti stóð
ég í þeirri trú, er ég kom til ís-
lands, að þar yrði í raun og veru
ekki þverfótað fyrir drykkju-
rútum. Mér er því ánægja að
geta lýst því yfir, að ég hef frá
upphafi ekki orðið var við neitt
þessari skoðun til styrktar. Já,
það má jafnvel orða þetta svo,
að drykkjuskapur sé víðs fjarri
íslenzka bóndanum, og ég ætla,
að í ljós mundi koma, ef gerður
væri samanburður, að vín sé
mjög á annan veg um hönd haft
á dönskum bændabýlum en ís-
lenzkum. Ég get ekki dæmt um,
hvernig þessu hefur verið varið
áður, en nú er það alls ekki al-
gengt, að brennivín sé um hönd
haft i sveitunum eða því sé
haldið að mönnum. Nú er nefni-
lega farið að tolla brennivín svo
að um munar, og með því hefur
áunnizt mikið til að takmarka
neyzlu áfengis.
Því miður sér ferðamaðurinn
þó drykkjurúta á íslandi, en
þeir sjást helzt á verzlunarstöð-
unum. Bóndinn fær sér helzt í
staupinu, þegar hann er í verzl-
unarerindum. Menn neyta líka
færis, þegar póstskipið kemur á
hafnir til að bregða sér á skips-
fjöl og heilsa upp á vini og
kunningja eða stofna til kunn-
ingsskapar, og við slika sam-
fundi, er ekki örgrannt um
dreypifórnir. Auk þess er til
þess að; gera ódýrt að fá sér
neðan í því á gufuskipunum, þar
sem brytinn þarf ekki að greiða
neinn toll af vörum sínum, og
enda er undan því kvartað, að
póstskipin séu svo að segja eins
konar veitingahús, þar sem gest-
irnir geti auk annars laumað
með sér ódýrri hýru í brjóst-
vasa, auk hins, sem í magann
er komið. En það, sem hér hefur
sagt verið, má vel marka, að
raunar er ekki hægt að koma
drykkjuskaparorði á íslendinga
yfirleitt. íslenzku sjómennimir
fara oft á veiðar án annarra
drykkj arfanga en sýrunnar, sem
er daglegur svaladrykkur sveita-
fólksins árið um kring.
Akureyri er vel 1 sveit sett.
Þess vegna er líka um allmikinn
garðagróður að ræða þar. —
Nokkrar blómategundir, ribs-
berjarunnar, rófur, kál og kart-
öflur dafnar þarna vel. Bærinn
er jafnvel kunnur fyrir kartöflu-
garða sína, sem eru nokkur
tekjulind eigendunum, enn
frægari eru þó kartöfluekrum-
ar við heitu uppsprettumar uppi
í firðinum .
Margra alda kúgun veldur
því, að þessi þjóð hefur ekki
ennþá rétt sig úr kútnum, og
það eru fylgjur þeirrar fortíðar,
sem halda henni enn hálfdott-
andi með viðkvæðinu: Það er
ekki til neins, að ég reyni þetta.
Ferðamaðurinn þarf ekki að
vera lengi á íslandi til þess að
komast að raun um, hvílíkt
nægtabúr hafið umhverfis það
er. Það er gnótt fiskjar í vatn-
inu, og nytjafiskur gengur meira
að segja alveg upp að ströndum
landsins. Það er því ekki furða,
þótt erlendir sjómenn sæki upp
að ströndum íslands til veiða,
eins og Frakkar, Englendingar
og Norðmenn. Árið 1884 voru ís-
lenzku fiskimiðin meira að segja
heimsótt af Bandaríkjamönn-
um. Tvö skip frá hinum kunna
fiskbæ Gloucester komu á ís-
landsmið til að veiða lúðu. Heim-
sókn þessara tveggja skipa er á-
gætt dæmi um, hvernig tökum
Bandaríkjamenn taka þessi mál.
Þegar einn af bandarísku um-
boðsmönnunum var á heimleið
frá heimssýningunni í Berlin
1880, gisti hann England og
heyrði þá enska þorskveiðimenn
segja frá því, að þeir fengju oft
mikið af lúðu á íslandsmiðum.
Þessi fregn vakti athygli í
Bandaríkjunum, þar sem söltuð
lúða er mjög eftirsótt vara í
reykhúsunum, því að það var
ljóst, að miklu væri það hag-
kvæmara að sækja á íslandsmið
en til vesturstrandar Grænlands
til lúðuveiða, ef fregnir Grims-
bymanna væru á rökum reistar.