Heima er bezt - 01.05.1955, Page 25

Heima er bezt - 01.05.1955, Page 25
Nr. 5 Heima er bezt 153 Á sýningunni í London í fyrra, fengu Bandaríkjamenn þessa frétt staðfesta, og afleiðingin varð sú, að þeir sendu þegar í stað tvö skip til veiðanna. Þeg- ar ég var sunnanlands, hafði orðið vart við skip þessi á mið- unum, en engar fregnir af veið- inni höfðu borizt. En um miðjan ágústmánuð voru skipin ekki enn farin af miðunum, en það var talið góðs viti, því að ella hefðu þau haldið heim fyrir löngu. En því læt ég þessa getið, að það stingur svo mjög í stúf við seinaganginn í þessum mál- um hjá Dönum. Við ísland eru mestmegnis stundaðar þorsk- og síildveiðar og svo hákarlaveiðar. Það eru fyrrnefndu fiskarnir, sem eink- um seiða erlenda sjómenn á þessi mið. Auk þess eru bæði stundaðar lúðuveiðar og hvala- dráp. íslendingar veiða auk þess rauðmaga, steinbít og smáfiska. Þorskveiðarnar eru mikilvæg- astar. En íslenzki sjómaðurinn er yfirleitt fátækari en svo, að hann geti átt þilskip, og því verður hann af mörgum góðum veiðidegi. Tala veiðidaganna verður minni en ella. Kjör ís- lenzkra sjómanna, sem róa til fiskjar, eru bág. Sjómaðurinn fer út matarlítill eða matarlaus, og stundum ber svo við, að sjó- menn neyta einskis í hálfan sól- arhring, en íslendingar þola vel hungur, og þeir geta líka tekið rösklega til matar síns, þegar svo býður við að horfa. Th. Egilson1) í Hafnarfirði hefur látið mér í té eftirfarandi upplýsingar varðandi laun sjó- manna á íslenzkum skipum: Hver háseti fær hálfan hlut þess, er hann dregur. En sá hátt- ur er þó á hafður, að hver há- seti fær allar lúður, skötur og annan fisk, sem hann dregur. Af golþorskinum, smáþorskinum og ýsu fær háseti helming, en hinn hlutann á skipið. Útgerðin leggur til salt, en síðar er það sett á reikning skipverja. Það þarf um tíu skeppur af salti i eitt skippund af saltfiski. Þegar frá er talinn hádegismatur, sem J) Hér mun annað hvort átt við Þor- stein Egilsson, kaupm. í Hafnarfirði eða son hans Þórarinn. útgerðin sér um, verða sjómenn að fæða sig sjálfir. Til hádegis- verðar í þá þrjá mánuði, sem veiðarnar standa þarf handa tíu—tólf manna skipshöfn allt að tíu skeppur af baunum, fjór- ar af bankabyggi og tvö—þrjú lísipund af hrísgrjónum. Auk þessa veitir útgerðin kaffi þrisvar eða fjórum sinnum á sólarhring. Skipstjóri fær helm- ingin af þorski, sem hann dreg- ur, en fær í sinn hluta allan annan fisk. Auk þess hefur hann fæði og tvær krónur í ,,premiu“ á hvert hundrað af þorski, sem veiðist á skipinu. Hann hefur líka ókeypis salt í þann fisk, er í hlut hans fellur. Stýrimaður hefur ókeypis fæði og að öðru leyti laun skipstjóra, en „premiu" fær hann þó enga og einungis helminginn af því salti, sem hann notar. Fullorð- inn matsveinn fær ókeypis fæði, átta krónur á mánuði og helm- ing dráttar. Hraun í Öxnadal. Við Bægisá er riðið úr Eferg- árdalnum upp í hinn þrönga Öxnadal. Og ekki höfum við lengi farið, er við komum auga á hina háu tindóttu Dranga, nokkra fjallatinda, sem gnæfa við loft eins og turnspírur og setja svip á þessi basaltfjöll, sem minna á múrvirki. Ætlunin var að ríða heim í Hraun og fara þaðan upp að litlu fjallavatni, Hraunsvatninu. Við komum að þessum bæ í fjallshlíðinni um hádegi og er vel tekið af bóndanum, Jónasi Natanssyni. Hann heitir okkur leiðsögn sinni upp eftir og jafn- framt að senda pilta sína með net þangað. Leiðin lá um hina verstu refil- stigu, og klárarnir okkar fengu að kenna á því. Það var slæmt, að við skyldum ekki njóta fylgd- ar ferðalangs þess, sem ekki alls fyrir löngu hefur lýst ferð- um sínum um ísland með svo kynngimögnuðu hugmyndaflugi, að ófróðir lesendur mættu ætla, að fjöllin á íslandi slöguðu upp í Pvreneafjöll eða svipaða fjalla- klasa. Við vorum sjö stundarfjórð- unga á leiðinni upp eftir, en vatnið liggur um fimmtán hundruð fet ofar bænum. Við stigum af baki við norðanvert vatnið, þar sem er dálítil strönd þakin hvítleitri möl og sandi, en héðan gátum við séð yfir þetta fagra vatn allt. Að því er ætla má, er það um hálfa mílu á lengd og ef til vill um fjórðungs- mílu á breiddina. Allt um kring getur að líta brött fjalllendi, en við norðanvert vatnið gnæfa Drangarnir, rauðleitir á að lita og auka mjög fegurð þessa fagra vatns. En það ætti að vera miklu kunnara en það er, því að það er varla ofmælt, að ferðamenn þekki lítið sem ekki til þess. Nú koma piltar með bátinn, sem var hinum megin við vatn- ið og við róum af stað meðfram fj allshlíðinni. Vatnið hefur alla eiginleika fjallavatna, það er tært og vottar ekki fyrir gróðri í því. Umhverfis ríkir furðuleg kyrrð, sem verður okkur næst- um því óhugnanleg í útróðrin- um. Jónas hefur orð á, hve vatnið sé djúpt og getur þess, að það sé almenn trú, að það sé svo djúpt, að það standi í sambandi við Eyjafjörðinn, og þaðan á fiskurinn í vatninu að vera runninn. Alþýðumaðurinn á erf- itt með að skilja, á hverju sil- ungurinn lifir og auk þess styð- ur það tengslin við Eyjafjörð, að afrennsli vatnsins er á kafla hulið undir fjallinu, því að grjóturð mikil, sem stafar af hruni úr fjallinu, leynir því. Jónas á að sýna mér mesta dýpi vatnsins, og bátnum er því róið eftir leiðbeiningum hans. Svo er lóðinu rennt í botn á fyrsta staðnum, sem hann nefn- ir til: aðeins fjórtán faðmar. Jónas verður nærri því vand- ræðalegur og mælir lengra úti: 32 faðmar. Lengra er haldið, og það birtir yfir svip Jónasar eftir þessa þrjátíu og tvo faðma, því að hér er um að ræða orðstír þessa vatns, hvað dýptina varð- ar, en botn þess á að vera í jafn- hæð yfirborði Eyjafjarðar. En lóðið tekur aftur botn við þrjátíu og þrjá faðma, og þótt við leitum enn fyrir okkur, get- um við ekki fundið meira dýpi. Hinn kaldranalegi veruleiki ger- ir nú að engu ýmsar furðusög-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.