Heima er bezt - 01.05.1955, Page 32

Heima er bezt - 01.05.1955, Page 32
160 Heima er bezt Nr. 5 Villi segir: „Um leið og þú varst flúinn til skógar, tókst mér að ganga úr greipum varð- mannsins og klífa upp hverhnípi eitt. Þú veizt, að ég er vanur að klifra, og er þér ó- hætt að bóka það, að þeir, sem á eftir mér fylgdu, voru ekki öfundsverðir. Þegar ég þóttist viss um að hafa tælt of- sóknarmenn mína inn á villigötur, kom til minna kasta að leika leynilögreglumann. Mér tókst að leita uppi manninn, sem tók Bamba og hélt í humáttina á eftir honum, rakti slóð hans eins og Indíáni. Komið var fram á dag, er hann kom heim í kotið. Og hann lét verða sitt fyrsta verk að sækja vesalings Bamba, en hann hafði lokað hann inni í eins konar svina- stíu. Af viðræðum þeim, sem fóru á milli hans og konu hans, varð mér ljóst, að hann hafði 1 hyggju að fara með Bamba til slátrarans. Þegar hann gekk inn fyrir til þess að fá sér kaffisopa, batt hann Bamba hjá dyrunum. Eg hafði þá á öllu gát og læddist að. Og það skipti engum togum, ég brá hnífi á spottann, sem Bambi var bundinn með, og svo bar okkur á fleygiferð burt frá þessum kaffielskandi heiðurshjónum. Ekki veit ég, hvenæ' þau hafa orðið vör við flótta Bamba, en segja mætti mér, að þau hafi orðið sneypt. Já, og nú er ég hér kominn,“ segir Villi að lokum. „Vildi ég nú stinga upp á einu: Við hverfum á brott úr þessari sveit og helg- unt okkur þfnum málum, ÖIi. Sakleysi þitt verður að sannast, það er útkljáð mál!“ Þegar skyggja tekur, berum við pjónkur okkar í bátinn og höldum frá eyni. Það er ekki laust við, að ég hlakki til að elda grátt silfur við þá þokkapilta, sem fluttu mig á hælið. Aður en við hverfum úr þessu leiðinda byggðarlagi, heimsækjum við móður Villa. Við þökkum henni fyrir allt og kveðjum hana svo. Villi lofar að hverfa sjálfviljugur aftur til hælisins, er sakleysi mitt hefur ver- ið sannað. Síðan höldum við vongóðir af stað til næstu járnbrautarstöðvar. „Vertu óhræddur, við gómum þá, þokkapiltana,“ segir Villi von- góður. „Við eigum skemmtilegt ævintýr í vændum."

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.