Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 3
Nr. 8
Heima er bezt
227
Bjami Sigurðsson:
Um líf og dauða að tefla
Á þriggjamannafari í ofsaroki á rúmsjó hinn 29. okt. 1902
Á þeim árum, er saga þessi
gerðist, var margt manna frá
Suðurlandi í kaupavinnu á
sumrin á Austfjörðum. Eftir að
þeir héldu heim á haustin, urðu
samtök um það víða í verstöðv-
um á Austurlandi, að útgerðar-
menn smábátanna gerðu þá út í
félagi einn bát, sökum mann-
fæðar. Svo var það á Vattarnesi
við Reyðarfjörð, að ég og Guð-
mundur Jónsson gerðum út
einn bát í félagi haustið 1902.
Hann átti þriggjamannafar, en
ég fjögramannafar. Vinnumann
hafði hann, er Jón Þorsteinsson
hét. Skyldi hann hafa hlut, en
að öðru leyti skiptist aflinn til
helminga milli okkar Guðmund-
ar. Þar sem ekki var völ á fleiri
en þrem mönnum, Guðmundi,
mér og Jóni, var róið á þriggja-
mannafari Guðmundar. Hann
var formaður.
Okkur Guðmundi hafði komið
saman um það, að ég yrði fyrir
báða á uppboði, sem sýslumaður
Suður-Múlasýslu, Axel Tulinius,
hélt að Vík í Fáskrúðsfirði 27,—
29. október 1902. Þar hafði
strandað skip, er hét „Jaðar“, og
þótti líklegt, að ýmsir munir úr
því, svo sem segl, er nota mætti
sem verjur við fiskþurrkun o. fl.,
mundi fást á viðunandi verði. Ég
fór því á uppboðið nefndan dag,
en Guðmundur á sjóinn.
Þegar ég kom að prestssetrinu
Kolfreyjustað um kvöldið, að
uppboðinu loknu, á heimleið á-
samt fleirum, mætti okkur frétt
um það, að Guðmundur hefði
fiskað vel um daginn. Prófastur-
inn, séra Jónas Hallgrímsson,
var mjög gestrisinn og góðgjarn
og nutum við gestrisni hans, áð-
ur en lagt var af stað út að Vatt-
arnesi. Gerði nú prófastur ýms-
ar tilraunir til þess að fá mig til
að skilja við félaga mína og gista
hjá sér um nóttina. Sagði hann,
að loftvogin stæði mjög illa, eða
á stormi, og því þyrfti ég ekki að
búast við sjóveðri að morgni. Við
þyrftum að rabba saman um
margt og nú væri gott tækifæri
til þess, af því svo heppilega vildi
til, að loftvogin stæði illa!! Ég
var þó ekki fáanlegur til þess að
yfirgefa félaga mína, þótt mig
hins vegar langaði til þess að
eiga skemmtilegt kvöld með séra
Jónasi Hallgrímssyni.
Þegar ég kom heim, seint um
kvöldið, bárust mér skilaboð frá
formanni mínum um það, að ég
yrði að koma í róður klukkan 4
að morgni. Ég lét þess þá getið
við konuna mína, að ég mundi
hvergi fara, því að loftvogin á
Kolfreyjustað hefði spáð stormi.
Þess vegna sofnaði ég rólega og
alveg áhyggjulaus. En um morg-
uninn klukkan að ganga 5, kom
Jón Þorsteinsson, háseti Guð-
mundar, og vakti mig og kvað þá
bíða eftir mér. Ég klæddi mig í
snatri, en vegna þess, að ég
mundi eftir því, hve alvarlega
séra Jónas varaði mig við sjó-
ferðinni þennan dag, vildi ég
ganga úr skugga um, hvernig
loftvogin hjá tengdaföður mín-
um, Eiríki Þórðarsyni, stæði. En
þar var þá enginn kominn á fæt-
ur og ég hliðraði mér við að vekja
fólkið. Sjálfur átti ég enga loft-
vog þá, en eftir sjóferðina eign-
aðist ég hana og hef átt hana
síðan. Hún var það fyrsta, sem ég
keypti, að sjóferðinni lokinni, þó
að fjárhagur væri þröngur.
Um leið og ég kom niður að
sjónum til Guðmundar, for-
manns míns, sagði ég honum, hve
illa loftvogin hefði staðið kvöld-
inu áður og að við mundum þurfa
á allri gætni að halda. Annars
var ég ávallt hvetjandi til sjó-
ferða, en aldrei letjandi og
fannst helzt alltaf sjóveður, ef
ekki var rok eða haugabrim.
Formaðurinn svaraði mér með
því, sem satt var, að veðrið væri
gott, logn og rigning. Brim væri
að vísu mikið og alda frá suð-
austri, en það mundi lægja. Var
þá þriggjamannafarinu okkar
hrint á flot og lagt í róðurinn úr
höfninni á Vattarnesi, í von um
farsæla ferð og mikinn aflafeng,
til að bæta úr þörfum fátækra
heimila.
Þegar við vorum komnir út á
rúmsjó kom brátt í ljós, að suð-
austan alda var mikil og foráttu
brim. Ætlunin var sú að róa til
fiskjar í þetta sinn út að Seley,
sem er út af Reyðarfirði norðar-
lega. Er þangað um % klukku-
tíma róður, en tæpan klukku-
tíma frá Vattarnesi í logni. Þar
áttum við von á því að fiska vel.
Ég hafði enn orð á þvi við for-
manninn, að aldan væri mikil og
því hættulegt, ef hann skyldi
hvessa af norðri beint á móti
öldunni, en við ættum þá að
sækja á móti veðrinu heim. Það
var einhver uggur í mér, sem ég
gat þá ekki gert mér fulla grein
fyrir, hvað olli. Einmitt þegar ég
hafði orð á þessu, komu smá
vindgærur frá norðaustri og nú
var hætt að rigna. Formaðurinn
benti þá á, að við gætum verið
rólegir, þar sem þessar vindgær-
ur ykju grun okkar um það, að
vindur mundi verða frá norð-
austri, en það væri okkur hag-
stætt. Féllst ég á það.
Skömmu síðar, er við vorum
komnir á fiskimiðið inn og suður
af Seley og formaðurinn fleygði
út uppihaldinu (belgnum) og við
Jón Þorsteinsson vorum að byrja
að róa úr uppistöðunni, hafði ég
ennþá orð á því, að hann lotaði
þokuna fram af Suðurfjöllunum,
sem benti til, að áttin mundi
verða af norðvestri, en það var
versta áttin fyrir okkur. Nú var
næstum orðið bjart og sást vel
til fjalla. Samt héldum við nú
áfram að róa út uppistöðuna. Að
því loknu tók formaðurinn eitt