Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 8
232
Heima er bezt
Nr. 8
Askov-lýðháskóli.
þjóðfélagsins. Þar eru bændur og
iðnaðarmenn, kaupmenn og
menntamenn, en sjómennirnir
líklega fæstir. Venjulega eru
nemendurnir nokkuð þroskaðri
að aldri en í framhaldsskólum
vorum. Flestir á aldrinum milli
tvítugs og þrítugs og þar yfir.
Náminu í Askov má skipta í þrjár
höfuðgreinar. Fyrst saga og bók-
menntir, landafræði og félags-
fræði, þá náttúrufræði og stærð-
fræði og loks móðurmálið og er-
lend mál. Er val nemenda frjálst
á milli þessara námsgreina, og
fer öll kennslan fram bæði í fyr-
irlestrum og samræðum (þá í
minni hópum). Voru venjulega
fluttir tveir höfuðfyrirléstrar á
dag og fjölluðu ýmist um sögu og
bókmenntir eða náttúrufræði og
félagsfræði.
Mikið bókasafn er við skólann.
Var það um 40 þúsund bindi á
þeim árum, sem hér um ræðir,
1910—1930, en hefur að sjálf-
sögðu aukizt mikið síðan; svo var
og mjög fullkomið safn eðlis-
fræðisáhalda, sem jafnan voru
notuð við fyrirlestrana í þeirri
grein. Öll helztu dagblöð lands-
ins voru send til Askov og oft
einnig sænsk og norsk blöð. Lá
allt slíkt frammi í hinni stóru
og vistlegu lestrarstofu skólans
til afnota fyrir nemendur. Var
þar því margt talað um menn
og málefni, en aldrei illdeilur.
Íþróttalíf var mikið í Askov.
Leikfimi daglega fyrir pilta og
stúlkur. Þótti slíkt jafn nauð-
synlegt fyrir æsku landsins eins
og bókleg fræðsla. Enda eru
Danir miklir leikfimismenn.
Annars leið skóladagurinn í
Askov þannig: Klukkan 8 var
morgunhressing og morgun-
söngur, þá leikfimi pilta og ýms-
ar kennslustundir til klukkan 11.
Þá fyrsti fyrirlestur dagsins frá
11—12 í stóra fyrirlestrasalnum,
sem þá var jafnan fullskipaður,
þá var miðdegisverður í borðsal
skólans, Dagmarsalnum, sem svo
er nefndur, frá 12 til 2 eða þar
um kring. Hófst meðdegisverð-
urinn ávallt með stuttri borð-
bæn, sem skólastjórinn bað. Sið-
ari hluti skóladagsins leið á
sama hátt. Var leikfimi kvenna
frá 5—6 og lauk svo skóladeg-
inum með öðrum höfuðfyrir-
lestri dagsins frá 6—7. Voru þá
oft bændur úr nágrenninu, sem
lokið höfðu útistörfum sínum,
meðal tilheyrenda. Var það þeim
auðvitað að kostnaðarlausu.
Flest laugardagskvöld var svo
skemmtisamkvæmi í leikfimis-
sal skólans fyrir nemendur og
kenna,ra og gesti þeirra. Var
jafnan skemmt með einsöng og
kórsöng, upplestri og hljóðfæra-
slætti. Stundum var íslenzki
þjóðsöngurinn leikinn, og þótti
öllum hann fagur og tilkomu-
mikill. Yfirleitt syngur dönsk
skólaæska mikið, og voru ljóð
eins og „Höje Nord, Friheds
Hjem“ eftir Hostrup, „Löft dit
hoved, du raske Gut“ eftir
Björnson og „Vort Modersmaal
er dejligt“ eftir skáldið Lemcke
og fjöldi annarra æskulýðs- og
þjóðlegra ljóða sungin svo að
segja daglega. En fegurst hljóm-
ar máske söngur danskrar æsku
á Jónsmessukvöldum, þegar
sungið er hið fagra miðsumar-
kvæði Holger Drachmans: „Vi
elsker vort land, naar den sign-
ede jul tænder stjernen i træet
med glans i hvert öje“. Þó hygg
ég, að ekkert skáld á Norður-
löndum hafi haft eins mikil og
góð áhrif á norræna skólaæsku
eins og Björnstjerne Björnson,
þessi dásamlegi Norðmaður, sem
aldrei átti hik né víl í hinum
fögru sögum sínum og ljóðum,
en átti því meir af skáldlegri
fegurð og karlmannlegum krafti
og átti í þeim efnum sammerkt
með okkar íslenzku Ijóðsnilling-
um Hannesi Hafstein og Einari
Benediktssyni og öðrum vor-
mönnum íslands.
Ávallt eftir jól (á þrettándan-
um) var haldinn mikill jólatrés-
fagnaður í Askov til að fagna
nemendum, þegar þeir komu úr
jólafríinu. Fór jólatrésfagnaður
þessi fram í leikfimissal skólans,
sem þá var prýddur risavöxnu
jólatré ásamt þjóðfánum Norð-
urlanda. Var gaman að sjá og
heyra hinn prúðbúna, danska
æskuskara syngja dönsku jóla-
sálmana, sem vissulega eru fagr-
ir eins og vorir, þó að þeir séu
með nokkuð öðrum blæ. Var sem
hver kæmi með sína jólagleði að
heiman og legði til þessa mikla
samfagnaðar jólanna í skólan-
um. Var þetta því ógleymanleg
stund. Stundum voru þarna við-
staddir mektarmenn dönsku
þjóðarinnar, t. d. einu sinni for-
sætisráðherra landsins, bænda-
leiðtoginn og vinstrimaðurinn
Klaus Berndtsen, en forstöðu-
maður Askov, Jakob Appel, var
kennslumálaráðherra í ráðuneyti
hans. Sat forsætisráðherrann á
stól næst jólatrénu og gladdist
eins og barn við jólasönginn og
við að sjá jólatréð rúið öllu því
góðgæti, sem á því var. Auðvit-
að gleymdu nemendur ekki svo
virðulegri heimsókn í skólann.
Þá var haldinn einn aðal-
dansleikur í Askov á vetrum, en
til hans var líka vandað. Var þá