Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 15
Nr. 8
Heima er bezt
239
auðvelt að spyrja nákvæmra tíð-
inda úr slíkum ferðum. Þegar ég
fór yfir Jötunheima fyrir nokkr-
um árum, hitti ég fjölda fólks,
sem ég hugði vera hjón, en sem
reyndust vera elskendur að
kynnast, eins og það var orðað
uppi 1 hálendinu.
Eins og flestum mun kunnugt,
er óviðjafnanleg náttúrufegurð í
fjöllum Noregs. Er því margs að
njóta fyrir æskuna, sem leggur
leið sína frá einum fjallakofan-
um til annars uppi á öræfum.
Wildenvey var barn síns fagra
fósturlands og heppinn sonur
hugsunarháttar þjóðarinnar.
Hann vissi, hvað til síns friðar
heyrði. Ljóð hans eru fyrst og
fremst skínandi fallegar nátt-
úrulýsingar, í þýðum og blæfögr-
um bögum bregður hann upp
einni snilldarlýsingunni af ann-
arri, þannig að allir, sem þekkja
norskt landslag, hljóta að finna
til, þegar þeir lesa þau.
Jafnframt kitlar hann les-
endurna með ofurfínum ást-
leitniljóðum, sem honum tekst
svo skínandi vel að halda innan
takmarka velsæmis, einnig á
norskan mælikvarða.
Því miður hefur lítið verið
þýtt af ljóðum Wildenveys á ís-
lenzku. Magnús Ásgeirsson hefur
að vísu snarað nokkrum þeirra,
en þeim mikla snillingi hefur
oftast tekizt betur en í skiptum
sínum við Wildenvey. Hygg ég,
að Tómas Guðmundsson væri
líklegastur skálda til þess að
þýða Wildenvey svo, að allir
mættu vel við una.
Ég vil þó leyfa mér að birta
hér brot úr kvæði, sem Magnús
Ásgeirsson hefur þýtt. Kvæðið
heitir Vísur Ferdinands smiðs og
stendur á blaðsíðu 16—17 í
Ljóðum frá ýmsum löndum, sem
Mál og menning gaf út 1946.
Fyrsta vísan hljóðar svo:
Þau héldu til skógar, sem skiljanlegt er,
því skógur og nótt hýsa alla,
hann, hetjan, sem var þó hið veikara ker,
hún vist allt of góð til að falla.
Og blóm felldi á grassvörðinn blikandi
mörk,
eins og brimaði um grænlituð sund.
Þar var fagurt i laufi og fylgsni í björk.
O, fagra stund.
J osteda
Það er gömul sögn, að þegar
svartidauði náði Sogni í Björg-
vinjarstifti, hafi margt af tignu
og ríku fólki flúið inn í hinn af-
skekkta Jostedal. Áður höfðu
flóttamennirnir orðið ásáttir við
ættingja og vini sem eftir urðu,
að enginn skyldi koma í Jostedal
meðan pestin stæði yfir í Sogni.
Þeir, sem vildu skrifa, skyldu
leggja bréfin undir stóran stein
og sækja bar á sama stað.
Steinninn kallast ennþá Bréfa-
Þriðja vísan endar þannig:
Ó, bíddu okkar heilaga brúðkaupsdags,
hún bað hann svo saklaus og góð.
En við það að mæta hans vörum strax
jró varð hún hljóð.
Og loks síðasta vísan:
Og sólin skein brosmild til hennar
og hans,
og hornauga kirkjunni sendi.
Já, til þess þarf heilags hjónabands,
hver hreiðurfugl söng þeim og kenndi.
Og blóm felldi á grássvörðinn blikandi
mörk,
eins og brimaði um grænlituð sund.
Þar var kirkja I laufi og biskup í björk.
Ó, blessuð stund.
Þótt hér sé aðeins um hluta úr
einu litlu kvæði að ræða, hygg
ég, að flestir muni þekkja höf-
uðeinkenni Wildenveys allgreini-
lega í því. Gleði Wildenveys
yfir lífinu kemur þó ef til vill
allra bezt fram í þessari ljóð-
ljóðlínu: Jeg er skyllet inn i
verden av en solflom, det er sak-
en. Með aldrinum er hann orð-
inn stilltari, en tónninn er hinn
sami. Hyllingaróður til fegurðar-
innar, sem hann sér, hvar sem
hann ferðast og þó einkum í átt-
högunum.
Hvað eftir annað hefur hann
horfið til annarra landa og dval-
ið þar nokkra mánuði, stundum
ár. En hann hverfur jafnan
heim með farfuglunum, og enn
þann dag í dag kveður hann svo
blítt, að gjörvöll norska þjóðin
hlustar á kvæði hans.
Ó. G.
lsr júpa
steinn. Á þennan hátt vonuðust
flóttamennirnir til þess að geta
komist undan sóttinni, en það
fór á aðra leið. Hún geisaði yfir
Jostedalsbyggðina og var svo á-
köf að allt fólkið dó, nema ein
stúlka á bænum Bjarkahaugi.
Kvikfénaðurinn flýði út í skóg-
ana, því að engin var til að hugsa
um hann, og sumt búféð leitaði
í hópum til nágrannabyggðanna.
Fólk varð forviða á að enginn
skyldi leita eftir þessum fénaði
og fór að gruna að eitthvað væri
að í Postedal, og loks fóru nokkr-
ir menn þangað til að leita upp-
lýsinga. — Því miður varð ár-
angur ferðarinnar ærið sorg-
legur, — þeir komu á hvern bæ,
en alls staðar fundu þeir hús-
in tóm og loks gáfu þeir upp
alla von um að finna nokkra
lifandi manneskju. Á heimleið-
inni fundu þeir óvænt stúlku-
barn fyrir utan Bjarkarhaug;
hún var orðin hrædd við fólk og
hafði flúið inn í skóginn undan
gestunum. Loks náðu þeir þó
stúlkunni, en hún gat hvorki
skilið þá né gert sig skiljanlega.
Vegna þess hve villt hún var,
kölluðu þeir hana Rjúpu. Þeir
tóku hana með sér til byggða,
þar sem hún var tekin í fóstur
og dafnaði vel. Jostedalur lá í
eyði í mörg ár, þangað til
nokkrir Norðurfirðingar komu
og settust að í hinum fornu
byggðum.
Þegar Rjúpa var fullvaxin fór
hún aftur til átthaga sinna,
giftist þar og átti þar heima alla
ævi síðan. Frá henni er ætt, sem
um langt skeið var talin fremsta
ætt dalsins. Var hún nefnd
„Rjúpuætt". Fyrir rúmum 100
árum er sagt að enn hafi verið
uppi afkomendur Rjúpu þar í
dalnum.
Ole Vig (Úr norsku).