Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 9
Nr. 8 Heima er bezt 233 Ludvig Schröder, stofnandi skólans. Próf. Poul la Cour, frœgur eðlisfrœðingur, samverkamaður Schröders. Jacob Appel, skólastjóri, kennslumálaráðh erra. boðið vinum og velunnurum skólans úr nágrenninu og stúnd- um lengra að og þótti ávallt heið- ur að sliku. Yfirleitt var mikið gert til að gera nemendum skóla- lífið skemmtilegt í Askov. Farn- ar voru vor- og sumarferðir á józku heiðarnar, til Skamlings- banken, sem er merkur fundar- staður úr sjálfstæðisbaráttu Suður-Jóta, og til Fanö, baðstað- ar og skemmtistaðar við Esbjerg á vesturströnd Jótlands, og fengnir voru landskunnir menn til fyrirlestrahalds í skólanum, til tilbreytingar í hinni daglegu kennslu. Það skal tekið fram, að aldrei sást vin á nokkrum manni í skemmtiferðum skólans. Hefði slíkt ekki þótt sæmandi. Svo strangt var almenningsálitið og reglan í þeim föðurhúsum. Og var það áreiðanlega öllum til góðs. í Askov var mikið og blómlegt kirkjulíf, og myndaði skólinn og sveitin umhverfis hann kjör- söfnuð (Valgmenighed) eins og það er kallað á dönsku. Var mjög vandað til prestsins, því það var ekki vandalaust að vera prestur í Askov. Þar voru kritiskar tung- ur, eins og gefur að skilja í svo stórum hóp, en þó engar fjand- samlegar kristindóminum. Meira að segja komu þeir, sem sögðust vera fríhyggjumenn, til morgufi- söngs og heyrðu Faðirvorið beðið, þennan látlausa en mikla sam- nefnara allra kristinna manna, hvað sem þá annars skilur eða greinir á um. Margir merkir menn hafa á liðnum tímum gist Askov, bæði fræðimenn, skáld og stjórnmála- og kirkjuleiðtogar danskir og er- lendir, og flutt þar fyrirlestra, eins og gefur að skilja um svo stóran og þekktan skóla. Yrði of langt mál að telja alla þessa menn upp. Þó vil ég geta þess, að okkar ágæta þjóðskáld, séra Matthías Jochumsson, gisti eitt sinn skólann og var mikill vinur og aðdáandi frumherja hans og þess, sem hann hafði þar séð og heyrt. En persónulega er mér minnisstæðust heimsókn Haralds Höffdings prófessors, hins merka heimspekikennara Hafnarhá- skóla. Þegar hann kom, fagnaði skólakórinn honum með söng, og var hinn frægi menntamaður svo hrifinn, að hann skrifaði heim til Hafnar, að hann vildi helzt dvelja áfram með skólaæskunni í Askov. Voru menn auðvitað upp með sér af slíku lofi frá svo þjóð- kunnum manni. Þannig var þá skólalíf í Askov í stórum dráttum í skólastjóra- tíð Jakobs Appel, eða á áratug- unum 1910—1930. Er þó auðvitað mörgu sleppt, sem yrði of langt mál að nefna. Einu má þó ekki sleppa, þegar íslendingum er sagt frá skólalífi í Askov á þeim tíma, sem hér um ræðir; það er dansk-íslenzka heimilinu í skóla- bænum, en það var heimili þeirra heiðurshjóna Margrethe Löbner Jörgensen og manns henn- ar, Jörgensens kaupfélagsstjóra í Askov. Það heimili var einstakt að gestrisni, og þangað voru ís- lendingar í Askov velkomnir svo að segja alla daga og áttu þar marga gleðistund. Þar sáu þeir svip af landi sínu, glæsilega mynd af Vatnajökli yfir hljóð- færinu, og þar voru sungin ís- lenzk sumarljóð, eins og „Sól- skríkjan“, „Nú vagga sér bárur“, „Fuglar í búri“ og fleiri. — Frú Jörgensen var hámenntuð kona og var snemma hjrifin af ís- lenzkunni og íslenzkum bók- menntum eins og hinn frægi landi hennar, Rasmus Kristján Rask forðum. Skildi hún og las íslenzku til hlítar og þýddi fyrsta þátt „Heiðarbýlisins" og „Borgir“ eftir Jón Trausta á danska tungu. Ást sína á landi og þjóð sýndi hún svo með því að gera íslendingum í Askov allt það gott, sem hún gat. Hún hlaut þá ánægju að sjá ísland, sem hún unni svo mjög, sumarið 1920 í boði Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, og á Sambandið vissulega þakkir skilið fyrir að hafa sýnt henni þann sóma.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.