Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 26
250 Heima er bezt Nr. 8 Miðsumarsvaka í Norður-Svíþjóð Eftir Guðbjörn Guðbjörnsson Það er sumar 1952, sólbjartur júnlmánuður og ég er staddur í smábænum Husum í Norrlund í Norður Svíþjóð, veðrið hefur verið dásamlegt, undanfarið að- eins of heitt fyrir mig, þótt hiti sumarsins hafi ekki náð hámarki sínu. Undanfarna viku hefur verið 20—25 stiga hiti, logn á daginn en ofurlítið kul um næt- ur. Það er seinni hluti júní og óðum líður að miðsumars hátíð- inni, Jónsmessuvökunni. Vinnu- félagar mínir tala vart um ann- að en miðsumsarsdansinn. Þeir, sem eiga heima í nágrenninu, ætla heim þessa daga, en við fáum 5 daga frí frá vinnu, en hinir, sem lengra eru að, Finn- arnir og ég, förum auðvitað ekki heim; við verðum að láta okkur nægja það sem nágrennið hefur upp á að bjóða. Ég hef ákveðið að taka hjólið mitt og halda í áttina til fjallanna, sem eru r 200 km. fjarlægð frá okkur. Þeg- ar maður hefur skóg fyrir aug- unum alla daga, verður maður friðlaus eftir fjöllum. Við höf- um unnið langa vinnudaga síð- ustu vikuna við að koma 400 þúsund trjám framhjá raf- magnsstöðvarstíflu, unnið 16— 18 stundir í sólarhring, en nú er síðasta tréð komið í víkina fyrir ofan aðgreiningarstöðina og flotformaðurin hefur tekið gleði sína á ný, svo nú eru engar sér- stakar áhyggjur, aðeins örlítil óvissa með veðrið um Jónsmess- una, en allir eru ákveðnir í að láta ekki veðurfar hafa áhrif á Jónsmessugleði sína, og eru eitt- hvað utanveltu í allri þessari eftirvæntingu. Fréttir að heim- an segja kulda og þurrka, og þótt maður hrærist og lifi fjarri ættjörðinni, er hugurinn oftast heima og um nætur beiti ég draumfáki mínum heim yfir úf- ið haf, en vakna af draumum mínum í litlu bjálkahúsi í dimmum skógi, þar sem ég sé engin fjöll og segi við sjálfan mig: Mikið eru íslenzku fjöllin mín falleg. Nú er einn dagur til Jóns- messu. Við eigum frí í dag. Veðrið er heitt. Nú er stormur og rigning. Það þýtur dapurlega í skóginum. Eldingar lýsa upp umhverfið öðru hvoru og þung- ar dunur þrumunnar rjúfa kyrrðina öðru hvoru. Við félag- arnir tveir höfum kveikt eld á opna eldstæðinu okkar. Það er notalega heitt inni. Félagi minn, Karl Olson, sker út saumaskrín. Hann er að flýta sér, skrínið á að vera tilbúið á Jónsmessuvök- unni. Það er ætlað einni sér- stakri. Karl brosir dularfullt meðan hann beitir hnífnum fimlega. Hvert hnífsbragð er eins og atlot. Ég er hálf öfund- sjúkur, þar sem ég sit og horfi á hann, og ekki fjarri því að mér sé líkt innanbrjósts og refnum sem náði ekki í vínberin. Fjand- ans ólán að vera ekki hagur, hún er nefnilega fjandi löguleg hún Anna Lísa, sem á að fá skrínið. Ég sný mér þvi að mínu verkefni, bréfaskriftum heim, en mér er ómögulegt að festa hugann við skriftirnar og er eitthvað órór eins og maður sem bíður en veit þó ekki eftir hverju hann bíður. Skinið frá eldstæðinu varpar gulleitri rökkurbirtu um húsið og storm- urinn ýlfrar ámáttlega í þak- skegginu. Allt vekur þetta dul- úð þessa óveðurskvölds. Þögnin er að verða óbærileg, svo að ég reyni að fitja upp á umræðu- efni. „Heldur þú, Karl, að reimleik- arnir í Motulen-kofanum hafi við rök að styðjast", segi ég. Þetta umræðuefni kom ósjálf- rátt í hug mér, en Motulen-kof- inn var uppi í Bjarnarskógi, við höfðum hafst þar við eina viku í vor, en ekki orðið varir við neitt, en nýlega komu 4 ofsa- hræddir skógarhöggsmenn til næsta þorps við kofann, þeir neituðu að fara til kofans aftur, sögðu þar allt ætla um koll að keyra um nætur, þeir sáu stúlku með mikið ljóst hár koma æð- andi inn um lokaðar dyr kofans og hræðslusvipnum og angist- inni, sem lýsti sér í andliti henn- ar sögðust þeir ekki geta lýst, en nú ætti að rífa kofann og reisa annan skammt frá, og hefði komið til orða að senda flokk frá okkur til þessa starfs. Karl lagði frá sér skrínið, kveikti í pípu sinni, svipur hans var íhugull og alvarlegur, þegar um duld öfl skógarins var að ræða var Karl alltaf hátíðlegur. „Rök eða ekki rök“, sagði Karl, „en eitt er víst, að strákarnir eru flúnir og menn eins og Sori Oli, sem er einn þeirra, renna ekki af hólmi fyrr en í fulla hnefa.“ „Ekki urðum við varir við neitt í vor, þegar við vorum þar efra“, segi ég. „Ég varð var við ýmislegt em- kennilegt", segir Karl, „þótt ég hefði ekki orð á því við þig, vildi ekki hræða þig að óþörfu fyrsta árið þitt í skógunum, ef þú verð- ur mörg ár í skógunum, sem ég veit að þú verður. Það koma nefnilega flestir aftur í skóginn, þótt þeir leiti burt um stundar- sakir, þá munt þú reka þig á margt sem þú ekki skilur. „Ég fer heim í haust, ég skal heim“, orð Karls hafa snert mig illa. „Heima getur maður þó alltaf litið í kringum sig og séð eitthvað annað en skóg.“ „Svo þurfið þið þarna á íslandi að ferðast langan veg til að sjá kjarr, en raunverulegan skóg er ekki um að ræða, en bíddu við, vinur, þar til haustsnjórinn fer aftur að marra undir skíðunum þínum, þá verður heimferðin ekki ofarlega í huga þínum.“ „Ég fer þá áður en snjórinn kemur.“ Ég vil eyða þessu um- talsefni og segi því: „Við vorum að tala um Molulen kofann.“ „Nú verður Molulen-kofinn

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.