Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 29
Nr . 8
Hkima kr bkzt
253
Apavatnsbragur Símonar
Dalaskálds
Enda þótt bragur sá, sem hér
íer á eftir, sé kannske hálfgert
klambur, er hann þó fyrst og
fremst um ævidvalarstaS minn,
og bragurinn ber það með sér,
að hér á bæ var fremur vikið
góðu en hinu gagnstæða að Sím-
oni.
Ekki sakar, þótt í bragnum sé
vikið að helztu hugðarefnum
Símonar, áhuganum fyrir kven-
þjóðinni, enda hefur það hvort
sem er verið líftaugin í heil-
brigðri hugsun, og kvenleg feg-
urð hefur alla tíð verið Símoni
hugstætt umhugsunar- og yrkis-
efni.
Til skýringar skal þess getið
hér, að þegar bragur þessi var
ortur, var Efra-Apavatn í Gríms-
nesshreppi, en honum var skipt
í tvo hreppa árið 1907.
Kvæðið birtist fyrst í ljóða-
kveri Símonar, „Hallfreður", sem
prentað var árið 1907.
Helgi Guðmundsson.
Apavatnið efra, ljóða
um vel kýs í nesi Gríms,
landnámsjörð með gæfu gróða
glæstri skreyta fegurð ríms.
Húsfreyjan þess beiddi blíða
bænum fagra þessum á,
góð jörð, allt sem gerir prýða
gjörla vil eg herma frá.
Stendur hæð í bærinn beztur,
beint í móti suðurátt.
Velræktaður völlur mestur,
vatnið nærri fagurblátt,
hvar í fiskar leika ljósir,
léttsyndir um alla tíð.
Og á bökkum engjarósir,
ofar fögur Lyngdalshlíð.
Apahóll er hár og fríður
henkars þar á festar snót,
nærri vatni brosir blíður,
bænum góða rétt á mót.
Gyltuholt er hinumegin
hennar Apár nærri brú.
Og þar stendur viður veginn
voldugt orðið rjómabú.
Upp á Kjólinn geng ég glaður,
góðan, fyrir ofan bæ.
Víða augum horfi hraður,
hollum lofts í morgunblæ.
Vatnið silungs sæla skoða,
sem er kæra bænum nær.
Hvar á blíðum röðulroða
rósaskærum jafnan slær.
Fagra sé ég foldartanga
fram af grænni bæjarhlíð
út í vatnið lykkjast langa,
loðna mjög um sumartíð.
Engjanes er einn við kenndur,
annar fagra Langanes,
þriðja rollu hagar hendur
hafa smíðað, satt ég les.
Þar sjóndeildarhring í'heiði
harla fagran líta má,
þegar brosa blóm á meiði
blá og grænleit sumrum á.
Aldinn jökull Eyjafjalla
upp í suðurloftin blá,
tárhreinn gamlan teygir skalla
tignarlegur nærri sjá.
Við Mosfellið Heklu háa
Hakaskarðið ber rétt í,
sem að hefur ekru áa
ógnað meður bálagný,
Bjarnarfell í Biskupstungum,
Bláfell líka gnæfir hátt,
skemmtir margra augum ungum
austurloft við fagurblátt.
Laugardals og fjöllin fríðu
frjótt með skógar hlíða svið.
Tignarlegu bláu, blíðu,
brosa hvarmaljósum við.
Klukku þar og Kálfatindar,
kistan gulls eins stendur hátt,
sem um leika sífellt vindar
svalkaldir úr norðurátt.
Rauðafell í rúmi víða
röðull gyllir skær á brá.
Laugarvatns og fjallið fríða
fjörgar andann mengi hjá
meður skóga mitt til hlíða
munarfagra til að sjá,
útsýnið hið bjarta, blíða
brosir Apavatni frá.
Þar Sighvatur upp er alinn,
auðnan sem við brosti fríð,
móðurjarðar mestur talinn
merkra skálda fyrr á tíð.
Upp á land hann silung seiddi
sifellt ungur vatni frá.
Fagra þegar fiskinn veiddi
fékk hann skáldagáfu þá.
Þráfallt bónda þótti vinna
þar af lítið skáldið frítt.
En hans fagra eiginkvinna
að Sighvati lét mjög blítt.
Olli mannsins innra kælu
ástir þeirra heyra og sjá.
Hjónabands á sanna sælu
sífellt skyggði þetta á.
Sighvatur með bjarta brúði
bænum eitt sinn langt í frá
upp í hellir fljótur flúði
fögrum Laugarvöllum hjá.
Nætur þar og nokkra daga
nam hann dvelja fjöll við há.
Fléttað böndin faðmalaga
fegin hafa bæði þá.
Þó ei lengi þarna undu
þau í köldum hamrasal.
yfir skógar- gengu -grundu
gullfagran í Laugardal.
Bágast var að skáldið skarpa
skopvísur um bóndann kvað.
En gullstrengjuð hróðrar harpa
hljómkær undi bezt við það.
Karli bóndinn illa eirði,
enga hafði næturró.
Svo úr hófi sorgin keyrði,
sáran grét, en aldrei hló.
Skáldið þó með konu kæra
kom og setti faðm hans í.
Bónda þótti undra æra
augljós vera sýnd í því.
Fékk gild honum fararefni,
fús þar eftir Noregs til.
Að við skildist gullhlaðsgefni,
gömlum bónda féll í vil.
Einn því vildu spakur spenna
spillta máske bjargs við hlein
Ófrjálsar því ástir brenna
æðar gegnum merg og bein.
Sighvatur af svellu vengi
sigldi Eyrarbakka frá.
Ólaf helga lofðung lengi
lukkutamur dvaldi hjá.
Frægstur allra fomskáldanna
fyrrum varð á Noregs lóð,
eins og kónga sögur sanna,
sem hans skreyta snilldarljóð.
Svo til Apavatns sér víkur
valur óms með kvæðatól.
Guð af öllu góðu ríkur
gæzku sinnar láti sól
skína þar og blessun breiði
bæinn kringum, engi og tún,
haglendið og vatnið veiði
vafið gagns og frægðar rún.