Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 22
246 Heima er bezt Nr. 8 Arni Valdimarsson. vélinni. Öll áhöfnin var jafn- áhugasöm um þaS, að skálkarn- ir slyppu ekki, heldur fengju makleg málagjöld, og sérstaklega lék piltunum hugur á, að Van Dyck gengi ekki úr greipum ís- lenzkrar réttvisi. Var þegar á- kveðið að ná talsambandi við Pétur Sigurðsson, forstjóra land- helgisgæzlunnar. Var Guðmundi Kjærnesteð kunnugt um, að for- stjórinn var staddur í Vest- mannaeyjum, hafði farið þang- að á varðskipinu Þór — í fylgd með forseta íslands og frú hans. Flugstjórinn hafði tal af stöðvarstjóranum í Vestmanna- eyjum og bað hann að ná í Pét- ur Sigurðsson forstjóra til við- tals við Guðmund Kjærnesteð, sem staddur væri í flugvélinni Glófaxa, er væri í gæzluflugi út af Ingólfshöfða. Stövarstjórinn kvaðst ekki vita, hvar forstjór- inn væri niður kominn, en flug- stjórinn lagði áherzlu á, að kom- ið væri til hans boðunum um viðtal við Guðmund. Eftir stutta stund hringdi stöðvarstjórinn. Kvað hann forstjórann hafa gengið í kirkju með forsetahjón- unum. Væri messu ekki lokið, — og væri engan veginn viðeigandi að ónáða forstjórann. — Flugstjórinn tjáði nú Guð- mundi Kjærnested orð stöðvar- stjórans og spurði, hvað segja skyldi. „Seg þú,“ mælti Guðmundur, „að hér sé ekkert undanfæri. Pétur Sigurðsson hafi lagt svo fyrir, að umsvifalaust sé haft tal af honum, þegar vörn og virðing landhelginnar sé annars vegar. Nú verður Guð að bíða og við að ná í Pétur, enda hygg ég, að það muni Guði þóknanlegt, að sá háttur sé á hafður, svo sem nú er ástatt.“ Þessi boð bar flugstjórinn án undandráttar til stöðvarstjór- ans, og nú lofaði hann að senda þegar mann í kirkjuna með kvaðningu til forstjórans. Nú víkur sögunni til Vest- mannaeyja. Stöðvarstjðrinn lét ekki sitja við orðin ein. Hann sendi þegar mann í Landakirkju. Sendiboðinn var ekki kominn alla leið, þá er kirkjuklukkum- ar kváðu við og messufólkið streymdi út. Honum þótti auð- veldast mjög erindi sitt, þegar hann sá þetta, og gekk hann rakleitt í kirkju. Stóðu þá á kór- gólfi forsetahjónin, sóknarprest- ur í messuklæðum, bæjarfógeti og Pétur Sigurðsson, forstjóri. Kom sendiboðinn kvaðningunni á framfæri, og Pétur Sigurðsson brá við fljótt og fór til viðtals við menn sína, er biðu hans ó- þreyjufullir í Glófaxa, sem sveiflaði sér um loftið yfir veiði- þjófunum. Forstjórinn náði fljótlega sam- bandi við Glófaxa, og var hon- um sagt, hvað borið hefði til tíð- inda. Var auðheyrt á málhreimi hans, að hann fýsti að sjá á nýjan leik gamlan kunningja, þar sem var hinn belgíski Van Dyck. Lagði forstjórinn svo fyrir, að flugvélin héldi sig yfir tog- urunum, unz nánari fyrirmæli bærust. Að loknu samtalinu fór Pétur Sigurðsson til fundar við forseta íslands, sagði honum fréttirnar, kvað Van Dyck hafa komið til sögunnar að þessu sinni á ekki sem heppilegustum tíma, þar eð eini möguleikinn á samfundum við þennan gamla kunningja landhelgisgæzlunnar mundi sá, að Þór færi í austurveg. Forseti sagði þegar í stað, að sjálfsagt væri að leysa Þór undan öllum skyldum við sig, og mundu þau forsetahjónin fara flugleiðis til Reykjavíkur. Forstjórinn þakkaði forseta íslands og fór nú til fundar við skipherrann á Þór, Eirík Kristó- fersson, og tjáði honum, hvað nú væri í efni. Eiríkur er Barð- strendingur, fæddur á Brekku- velli á Barðaströnd árið 1892. Hann varð snemma sjómaður, tók skipstjórapróf árið 1918 og hefur verið skipherra á varðbát- um og varðskipum ríkisins síðan 1926. Hann hefur háð marga hríð við landhelgisbrjóta, stundum á lélegum fleytum, þótt búnar hafi þær verið fallbyssu. Eiríkur er Varðskipið Þór.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.