Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 13
Nr. 8
Heima er bezt
237
ferlum að Syðra-Skörðugili. Er
það fremur stutt leið, en yfir
Djúpukvísl að fara, er þar heitir
Húseyjarkvísl. Ég var þá 3 yz árs
gamall. Systir mín, nokkru eldri,
og ég áttum að tvímenna á stillt-
um hesti í söðli með hárri og
breiðri sveif. Var tjaldað yfir
okkur til skjóls, því að rigning
var. Ég var eigi vel ánægður með
að fá ekki að horfa í kringum
mig og sjá heiminn umhverfis
mig á leiðinni, svo að ég reif for-
tjaldið frá. En ekkert hefur sér-
staklega festst mér í minni, er ég
sá þá, á fyrstu ferð minni á hest-
baki.
Þegar komið var að Kvíslinni,
var hún í miklu flóði, svo að
ferja varð flutninginn yfir hana.
Eitthvað mun hafa staðið á með
að fá ferjuna strax, svo að við
biðum æði lengi á bakkanum. Ég
mun eigi hafa borið mig heitt
sérlega karlmannlega yfir bið-
inni; mér var víst kalt. Sá móð-
ir mín þann kost vænstan, er yf-
ir Kvíslina var komið, að fara
með okkur heim á næsta bæ,
Litlu-Seylu — nú Brautarholt.
Þá voru nýfarin að búa þar Sig-
urður Jónsson og Jóhanna
Steinsdóttir, foreldrar Sigurðar
Skagfield söngvara. Fengum við
þar ágætar viðtökur. Hresstist
ég brátt eins og unglömbin, er
ég hafði fengið volgt ofan í mig;
fór ég þá að rása um. Sonur Sig-
urðar, Jóhann, síðar stórbóndi á
Löngumýri, faðir Ingibjargar
skólastýru, var þá heima hjá
föður sínum; var hann þá nokk-
uð stálpaður. Hann tók mig með
sér út, til að sýna mér leikföng
sín. Hann fór með mig á afvik-
inn stað; sýndi hann mér þar
gersemar, sem ég hafði eigi áð-
ur litið þvílíkar. Voru það kind-
arvölur og leggir, með fögrum
litum. Völurnar voru með öllum
algengum kindalitum og jafnvel
fleiri. Sérstaklega voru þær mis-
litu dásamlegar: hosóttar, botn-
óttar, bíldóttar og höttóttar. Þá
voru nú gæðingarnir eigi síðri að
lit: allavega skjóttir, kúfóttir og
sumir aðeins ljósir, með dökka
dýnu á bakinu undir hnakkinn.
Og víst er um það, að rennilegir
voru þeir, að hafa þá í greipinni;
má mikið vera, að þar hafi eigi
verið verðlaunagripir, en þá voru
nú ekki kappreiðar komnar til
sögunnar. En hvað sem um það
er, þá hef ég aldrei öfundað
neinn af auðlegð eins og Jóhann
þá. Mig minnir, að hann gæfi
mér 2 góðhesta, en upp frá þessu
fór ég að koma mér upp hesta-
stofni, bæði reiðhestum og á-
burðarhestum; dráttarhesta var
þá eigi not fyrir. Líka náttúr-
lega sauðfé, sem varð talsvert
margt hjá mér á tímabili, en sá
stofn er nú auðvitað undir lok
liðinn, á umliðnu fjárpesta tíma-
bili.
Tveim dögum eftir flutning-
inn var skollin á áðurnefnd stór-
hríð. Er hríðina birti, man ég
glöggt annað atvik. Þá voru ærn-
ar farnar að bera. Voru þær
látnar út á þúfnahnjóta, er stóðu
upp úr fönninni. Eldri bróðir
minn, sem fór að aðgæta ærnar,
er voru skammt frá túninu, lof-
aði mér með sér. Tók snjórinn
mér minnst í hné á sléttu, og
þaðan af dýpra. Þótti mér það
reglulega skemmtileg ferð.
Á eftir þessum minningum
kemur löng eyða, er ekkert sér-
stakt hefur fest á spjald minn-
inganna. Aðeins eitt atvik man
ég glöggt, vegna þess, hvað ég
varð hræddur, og eldi lengi eftir
af því. Hvað ég var þá gamall,
man ég eigi glöggt, en líklega
4—5 ára. Á Skörðugili var gam-
all torfbær; voru nokkuð löng
göng til baðstofu. Var skáli til
annarar handar við bæjardyr,
en innar eldhús og búr. Eitt
kvöld í skammdegi fór ég með
móður minni fram í skála; hafði
hún eigi ljós með sér. En hvern-
ig sem það atvikaðist, þá varð
ég eftir án þess hún yrði þess
vör; en þegar ég ætlaði fram úr
skálanum, var hann læstur, svo
að ég gat eigi opnað hann. Er ég
varð þess var, að ég var einn
innilokaður í myrkrinu, greip
mig ofsaleg hræðsla, svo að ég
fór að grenja af öllum kröftum.
Leið víst nokkur stund, þar til
mín var saknað, því eigi var bú-
ið að kveikja í baðstofunni, og
fólkið lúrði útaf í rökkrinu. Loks
var ég leystur úr fangelsinu, og
munu fáir fangar hafa fagnað
frelsinu meira en ég þá. Lengi
fram eftir aldri var mér mjög
illa við að vera innilokaður, þó
að aðrir væru hjá mér, og þegar
ég var eitthvað ódæll, mun það
hafa verið haft fyrir keyri á
mig og dugði betur flestu öðru.
Hjörtur Kr. Benediktsson.
Um líf og dauða að
tefla...
Frh. af bls. 230.
brimið, án þess við tækjum eftir
því. Og svo kom þessi tilviljun,
að gott lag var við klöppina, er
við komum að henni, eftir þýð-
ingarlausa tilraun að lenda. Vita
menn yfirleitt um uppruna til-
viljana, hugsjóna og hugdetta?
Eru þær ekki skyldar uppruna
mannsins og alls þess, sem fyrir
augun ber í náttúrunnar ríki?
Heiðinginn segir allt tilviljun og
að hann sé sjálfur tUviljun. Trú-
maðurinn leitar að því mesta og
bezta og finnur það. Trúin kallar
á himneska aðstoð og fær hana.
Svo var það hér.
Bjarni Sigurðsson.
Um peninga
Peningar eru ekki verðmæti í
sjálfu sér. Þú getur ekki etið þá,
ekki drukkið þá og ekki klætt þig
í þá. Þú getur haft vasana fulla
af peningum og svelt, þyrst og
frosið í hel — ef ekki væri hægt
að fá mat og drykk og fatnað.
Peningar eru ekki hið eftir-
sóknarverðasta í lífinu, heldur
ekki hið næst bezta. En þeir eru
gagnlegir fyrir alla, sem kunna
að nota þá rétt.
Sumir segja að það sé hægt að
fá allt fyrir peninga. — Nei, það
er langt frá því.
Það er hægt að kaupa sér mat,
en ekki matarlyst, meðul en ekki
góða heilsu, mjúkt rúm en ekki
góðan svefn, lærdóm en ekki vit,
skraut en ekki fegurð, íburð en
ekki þokka, skemmtanir en ekki
gleði, félaga en ekki vináttu,
þjóna en ekki tryggð, grá hár en
ekki heiður, rólega daga en ekki
frið.
Fyrir peninga er hægt að
hljóta margt af hinu ytra borði
hlutanna, en ekki hinn sanna
kjarna, hann verður aldrei met-
inn til fjár.
Arne Garborg.