Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 25
Nr. 8 Heima er bezt 249 tuttugu og þrjár mínútur yfir tvö. Var flogin beinasta leið yfir hálendið og lent á Reykjavíkur- flugvelli, þegar klukkuna vant- aði tuttugu mínútur í fjögur. Voru þá liðnar ellefu klukku- stundir og tíu mínútur frá því að Snæfaxi lagði upp í gæzlu- flugið. Þegar klukkuna vantaði tutt- ugu og þrjár mínútur í tvö, munu þeir belgísku hafa séð þriðju íslenzku flugvélina taka að sveifla sér um loftið yfir skipi þeirra. Þar var Sæfaxi kominn á vörð. Van Dyck stefndi nú til suðausturs, en þó að ekki muni hafa verið sparað afl vélarinnar, styttist óðum bilið milli hans og Þórs. Síðasta klukkutíma elting- arleiksins mun það hafa minnk- að um fullar sex mílur. Þegar ekki var orðin nema um það bil ein og hálf míla milli skipanna, skaut Þór púðurskoti á togarann. Stuttu síðar var skotið öðru og þriðja. En togarinn hélt áfram för sinni. Nú tók hann að fara í krappa króka til þess að gera eftirförina erfiðari. Auðsætt var, að skipstjórinn hugðist ekki gef- ast upp fyrr en í fulla hnefana. Þór dró jafnt og þétt á veiði- þjófinn, þrátt fyrir krákustíg- ana, og þegar hann var kominn á hlið við hann, var kúla sett í fallbyssuna og síðan skotið fá- um metrum framan við stefnið á Van Dyck. Þá lét skipstjórinn sér segjast. Hann stöðvaði skip- ið og beið þess, sem að höndum bæri. Þetta vár um tvöleytið á aðfaranótt mánudags, og voru skipin stödd 50 sjómílur í suð- austur af Ingólfshöfða. Það var hægviðri og lítil ylgja í sjó. Léttbáti Þórs var skotið út og róið yfir að togaranum. Klifu upp í hann Sigurður Árnason, annar stýrimaður, og einn há- seti. Sigurður hafði með sér skammbyssu og litla, sjálfvirka talstöð, svokallað göngutæki. Hann gekk á fund skipstjóra. Var skipstjóri úfinn á svip, og þá er Sigurður krafðist þess, að hann færi með skipskjölin yfir í varðskipið, aftók hann að hlýða. Stýrimaður talaði við yfirboðara sína, og réðu þeir ráðum sínum. Síðan voru sendir yfir í togar- ann fyrsti stýrimaður, Haraldur Björnsson, og Kristján Sveins- son, þriðji stýrimaður. Var skip- stjóra tjáð, að flutt yrði yfir í togarann viðhlítandi áhöfn og honum siglt til Reykjavíkur. Nú runnu tvær grímur á skipstjór- ann. Hann var þó ekki á því að láta undan að svo komnu máli. Hann bað um frest, kvaðst vilja ná sa.mbandi við yfirvöld í Belgíu. Beiðninni var komið á framfæri við Pétur forstjóra, og Pétur bað fyrir þau boð til skip- stjórans, að tilmælum hans yrði ekki sinnt, enda gæti skipstjór- inn ekki vænt sér neinnar lið- veizlu frá belgískum yfirvöldum. Skipstjóri hliðraði sér enn hjá að hlýða þeirri skipun að fara með skjölin yfir í Þór, og var honum þá tilkynnt, að vafningaminnst þætti að setja dráttartaug í Van Dyck og drösla honum til Reykjavíkur. Skipstjóri varð hvumsa við þessi skilaboð, en ekki var hann samt af baki dott- inn. Þá er hann hafði hugsað sig um, baðst hann þess, að hann fengi frest til að afhenda skips- skjölin, unz hann hefði náð tali af útgerðarstjóra skipsins í Ostende. Þessi tilmæli voru flutt Pétri forstjóra, og þar eð veður var gott og útlitið virtist nokk- urn veginn einsýnt, ákvað for- stjórinn að verða við beiðní skip- stjórans, ef það kynni að leiða til þess, að ekki þyrfti að beita hann hörku. Sæfara var leyft að halda heim, þegar klukkan var rúm- lega þrjú, og lenti hann á Reykjavíkurflugvelli rúmu kort- eri fyrir fimm. En Þór hélt vörð í námunda við Van Dyck, og í togaranum voru þeir á verði, stýrimennirnir Haraldur Björns- son og Kristján Sveinsson. Klukkan á tíunda tímanum um morguninn náði skipstj órinn sambandi við útgerðarstjórann, og mun sá hafa sagt honum, að ekki mundi annað ráð vænna en hlýða verði hinna íslenzku laga, því að nú tjáði skipstjórinn stýri- mönnunum, að hann væri til í að fara yfir í Þór með skips- skjölin, ef hann fengi loforð um að fá að fara aftur yfir í skip sitt. Fyrsti stýrimaður talaði við yfirboðara sína og var honum sagt, að orðið mundi verða við tilmælum skipstjórans, ef hann lofaði því á móti að fylgjast mót- þróalaust með varðskipinu til Reykjavíkur. Hann gaf það lof- orð, og síðan sótti hann skips- skjölin. Bátur frá Þór kom því næst að togaranum, og sté skip- stjóri ofan í hann og var fluttur til móts við Pétur forstjóra og Eirík skipherra. Skipstjóri var rólegur og kurteis og afhenti skipsskjölin, og var honum form- lega tilkynnt, að hann væri sak- aður um landhelgisbrot — og að með hann og skip hans yrði farið til Reykjavíkur. Hann baðst þess, að siglt væri utan við landhelg- islínuna. Honum var gert skilj- anlegt, að sú bón hans væri all- fáránleg, þar sem Reykjavík væri vitaskuld innan, en ekki utan þeirrar línu. Lét hann sér þá segjast og lofaði á ný möglunar- laust að gera enga tilraun til mótþróa, ef honum yrði leyft að vera á skipi sínu á leiðinni vest- ur eftir. Hann var síðan fluttur yfir í togarann. Klukkan tíu á mánudagsmorg- un héldu bæði skipin af stað, og gerðist ekkert sögulegt á leiðinni til Reykjavíkur, en þangað kom Þór með þursinn klukkan átta að morgni þriðjudagsins. Klukkan tíu hófust réttarhöld hjá sakardómara. Skipstjóri við- urkenndi brot sitt, enda lágu fyrir mjög skýlausar sannanir. Þó að Van Dyck hefði áður verið staðinn að veiðum í landhelgi -— og það oftar en einu sinni — var þetta fyrsta brot þessa skip- stjóra. Var hann dæmdur í sjö- tíu og fjögur þúsund króna sekt, og afli var gerður upptækur og sömuleiðis veiðarfæri. Skipstjóri áfrýjaði dóminum til hæstaréttar. (Framhald). Gieymda borgin Mexíkómenn eru mikið fyrir að gera allskonar áætlanir — en síður að koma þeim í fram- kvæmd. í mörgum héruðum Mexíkós sjást t. d. götur með götuljósum, leiðslur og annað, sem heyrir til bæjum. Þetta er oft langt frá mannabyggðum. Hér hafði verið ætlunin að stofnsetja bæ, en verkinu var hætt þegar búið var að leggja fyrstu göturnar og reisa nokkra ljósastaura. Hrifningin yfir hinu nýja framtaki náði ekki lengra.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.