Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 24
248
Heima er bezt
Nr. 8
Van Dyck.
með landi sást allgreinilega.
Lengst í austri gat að líta fjalla-
tinda Suðursveitar, og Tvísker
sáust og sömuleiðis Hrollaugs-
eyjar. Þá mátti og oftast greina
bæinn á Fagurhólsmýri. En þeir
félagar á Snæfaxa sinntu lítt út-
sýninu. Þeir beindu athygli sinni
af þráakenndri þrautseigju að
lagabrjótunum tveimur og töl-
uðu öðruhverju við Pétur Sig-
urðsson forstjóra og skipherrann
á Þór.
Einn af belgisku togurunum,
sem voru að veiðum suður af
Ingólfshöfða, hélt af stað vestur
með landi, þegar klukkan var
hálfníu. Fimmtán mílum vestan
við Höfðann mætti hann Þór. Þá
var klukkan tíu. Þremur mínút-
um síðar, tók Van Dyck að draga
inn vörpuna, og fóru hinir tog-
ararnir að dæmi hans. Þóttust
þeir þá vita, Snæfaxamenn, að
togarinn, sem mætt hafði varð-
skipinu, mundi hafa sent svo-
hljóðandi skeyti:
„Djúp lœgð fimmtán mílur
vestan við Ingólfshöfða á hraðri
hreyfingu austur eftir.“
Þegar Van Dyck hafði innbyrt
vörpuna, sneri hann til hafs og
fór mikinn. Fór hann fyrst
krákustíg, eins og skipstjóranum
veittist örðugt að ráða við sig,
hvaða stefna skyldi tekin. En
loks var stefnt í hásuður og
hraðinn aukinn að mun. Togar-
inn, sem merktur var 0 294, tók
stefnu í suðaustur, þegar hann
hafði dregið inn vörpuna. Hann
hraðaði einnig för sinni sem
mest hann mátti.
Þessi tvö skip fjarlægðust óð-
um hvort annað, og varð nú að
taka ákvörðun um, að hvoru
þeirra Snæfaxi skyldi halla sér.
Áhöfn hans hafði ávallt sam-
band við Þór, og Pétur Sigurðs-
son skipaði svo fyrir, að Van
Dyck skyldi meira metinn en
hinn þrjóturinn, sem ekki hafði
áður komizt í kast við landhelg-
isgæzluna.
Þar sem Þór var nú staddur,
var hægviðri, og jók hann skrið-
inn og æddi áfram með átján
mílna hraða á klukkustund.
Snæfaxi lét honum í té með
stuttu millibili stefnuna á Van
Dyck, og klukkan 11 tók Snæ-
faxi að skjóta svifblysum yfir
togarann, svo að Þór gæti miðað
stefnu sína sem allra nákvæm-
ast, og var sex slíkum blysum
skotið fram til klukkan eitt. Tog-
arinn kom hraðanum upp í
þrettán mílur á klukkutíma, en
aðeins tiltölulega stutta stund.
Féll hraðinn niður í ellefu míl-
ur, og mun þó skipstjórinn ekki
hafa látið draga af getu vélanna.
Nokkru eftir að eltingarleikur-
inn hófst, tilkynntu þeir Snæ-
faxamenn Pétri Sigurðssyni, að
svo væri nú tekinn að minnka
benzínforði flugvélarinnar, að
nauðsynlegt mundi, að hún væri
leyst af hólmi upp úr miðnætti.
Forstjórinn brá þegar við og náði
sambandi við Reykjavík, og
klukkan tuttugu og þrjár mínút-
ur yfir ellefu hóf sig til flugs af
Reykjavíkurflugvelli Katalínu-
flugbáturinn Sæfaxi — með
fimm manna áhöfn. Frá land-
helgisgæzlunni voru Árni Valdi-
marsson, fyrsti stýrimaður á
Óðni, og Hörður Þórhallsson, að-
stoðarmaður við fluggæzluna.
Flugstjóri var Bragi Norðdahl og
aðstoðarflugmaður Ingimundur
Þorsteinsson. Fimmti maðurinn
var Gunnar Valgeirsson, en hann
er einn af vélstjórum Flugfélags
íslands. Sæfaxi flaug austur yfir
Reykjanessfjallgarð og síðan
með ströndinni allt til Hjörleifs-
höfða, en þaðan tók hann stefnu
á Van Dyck, hafði haft samband
við Snæfaxa og fengið hjá hon-
um upplýsingar um stað og
stefnu skipsins.
Þegar klukkan var orðin tólf,
voru Þórsmenn teknir að sjá
reykinn úr togaranum, og enn-
fremur sáu þeir hann sjálfan í
ratsjá. Og nú flaug Snæfaxi vest-
ur á bóginn, unz hann var þar
yfir, sem Þór öslaði í veg fyrir
sökudólginn. Snæfaxi miðaði síð-
an togarann og lét Þór í té mið-
unina. Hún staðfesti það, að sá
depill, sem ratsjáin sýndi, væri
Van Dyck. Þurfti þá Þór ekki
frekar vitnanna við.
Að þessu loknu flaug Snæfaxi
á nýj an leik austur eftir og hnit-
aði hringa yfir togaranúm.
Benzínforðinn minnkaði meir og
meir, unz auðsætt var, að ekki
mundi undir eigandi að fljúga
til Reykjavíkur. Var þá ákveðið
að fara til Hornafjarðar, lenda
þar og taka eldsneyti. Þór nálg-
aðist nú óðum landhelgisbrjót-
inn, og þó að Sæfaxi sé ekki ýkja
hraðfleygur, miðaði honum
býsna vel. Þeir Snæfaxamenn
höfðu verið í lofti í rúmar átta
klukkustundir. Samt sem áður
hefðu þeir fegnir viljað verða
sjónarvottar að samfundum Þórs
við hinn belgíska þurs, en nú var
ekki vænlegt að doka lengur við.
Þeir báru saman bækurnar við
samherja sína á Þór og Sæfaxa,
kvöddu þá og óskuðu þeim heilla,
sendu Van Dyck hlakkkennda
hugsun og beindu síðan fari sínu
í áttina til Hornafjarðar. Lenti
Snæfaxi á flugvellinum við Höfn,
þegar klukkan var fimm mínút-
ur yfir hálfeitt. Þar voru fylltir
geimarnir og síðan lagt af stað
til Reykjavíkur. Þá var klukkan