Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 21
Nr. 8
Heima er bezt
245
Þórarinn Björnsson.
þess leyfi forstjóra landhelgis-
gæzlunnar. Það leyfi reyndist
auðfengið, og síðan skráði ég
eftir Garðari þátt, sem ég nefni
í lofti og á legi. Ég fékk einnig
að skrifa eftir honum frásögn af
viðureign við rússnesk síldveiði-
skip, sem tekin voru í landhelgi
fyrir fáum árum, og var þar að-
staða lagavarðanna ærnum
frumstæðari en þegar þreytt var
við hinn belgíska þrjót í þremur
flugvélum og á vel taúnu varð-
skipi, sem skríður allt upp í 18
sjómílur. Frásögnina af töku
Rússanna kalla ég: Mikið má,
ef vel vill.
Garðar Pdlsson, 1. stýrim. á Ægi.
yfir jöklunum. Þegar komið var
austur undir Ingólfshöfða, vant-
aði klukkuna tuttugu mínútur i
eitt. Þá sá áhöfn flugvélarinnar
þrjá togara, sem allir voru að
veiðum og virtust ískyggilega
nærri landi. Einkum sýndist ó-
tvírætt, að tveir þeirra væru
innan við fiskveiðatakmörkin.
Flugvélin lækkaði nú flugið og
sveif yfir togurunum, sem næst-
ir voru landi. Sá áhöfnin nafn
og númer beggja. Sá þeirra, sem
nær var landinu, hét Van Dyck
og hafði einkennisbókstafina O
298, þessi togari var stórt skip,
nýlegt og hið glæsilegasta.
„Nú, það er svona,“ sagði Guð-
Guðmundur Kjœrnested.
mundur Kjærnested. „Ætli mað-
ur kannist ekki við dallinn!"
Jú, Erling Magnússon var ekki
frá því, að svo mundi vera. Tog-
arinn Van Dyck frá Ostende í
Belgíu hafði tvisvar verið tekinn
í landhelgi, þó að hann væri til-
tölulega nýtt skip. Hinn togar-
inn reyndist einnig belgískur.
Var hann merktur O 294. Báðir
fulltrúar landhelgisgæzlunnar
mældu stað skipanna, og sýndi
það sig af mælingunum, að Van
Dyck var innan við hin gömlu
fiskveiðatakmörk — hvað þá hin
nýj u — og hitt skipið reyndist
einnig í landhelgi.
Nú var uppi fótur og fit í flug-
í lofti og á legi.
Klukkan rúmlega 11 fyrir há-
degi sunnudaginn 3. júlí 1955
var farið í gæzluflug frá Reykja-
víkurflugvelli á flugvélinni Gló-
faxa, sem er eign Flugfélags ís-
lands. Yfirmaður í flugvélinni af
hálfu landhelgisgæzlunnar var
Guðmundur Kjærnesteð, og hon-
um til aðstoðar var Erling
Magnússon. Guðmundur starfar
eingöngu að fluggæzlu, en Erling
er annar stýrimaður á varðskip-
inu Ægi. Flugstjóri var Pétur
Pétursson og aðstoðarflugmaður
Olafur Indriðason.
Flugvélin flaug austur með
landi og átti að sækja gegn
hvassviðri af suðaustri. Skyggni
var allgott á sjó úti, en myrkvi
Van Dyck að veiðum í landhelgi.