Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 20
244 Nr. 8 Heima er bezt Pdlmi Loftsson. eren, Fylla eða Hvidbj örnen, var oftar bundið við bryggju í ein- hverri verulega öruggri höfn, heldur en við gæzlustörf á mið- unum við strendur landsins. Veizlur og dansleikir virtust kempunum á þessum varðskip- um láta betur en að velkjast hér í misjöfnu veðri um landgrunn- ið, og þá er duglegur og sam- vizkusamur foringi stjórnaði slíku skipi, var hann aldrei lengi skipherra, enda klöguðu enskir togaraeigendur ávallt sína nauð, þá er svo vildi til, að danskur orlogskapteinn gerði skyldu sína á íslandsmiðum. Fyrir um það bil þrjátíu árum hóf íslenzka ríkið þáttöku sína í landhelgisgæzlunni, og þótti þá skipta um til hins betra. Juku íslendingar fljótlega gæzluna frá sinni hendi, en Danir höfðu hér þó varðskip, unz síðari heims- styrjöldin var skollin á. Var gæzla þeirra seinustu árin enn- þá meira málamyndakák en áð- ur hafði verið, og sögðu víst flestir farvel Franz, þegar fyrir það tók, að stríðsskip þeirra sæjust hér við strendurnar. Nú eiga íslendingar sex skip, sem gæta landhelginnar ein- hvern tíma ársins, en eru og notuð til ýmissa annarra starfa, sem nauðsynleg eru, svo sem björgunar, sjómælinga, hafrann- sókna og flutninga í þágu vita- málanna. Þau heita Þór, Ægir, Óðinn, María Júlía, Sæbjörg og Hermóður. Forstjóri landhelgisgæzlunnar var um langt skeið Pálmi Lofts- son, fyrrum skipstjóri og síðan framkvæmdastjóri Skipaútgerð- ar ríkisins. Hann var vinsæll af þjóðinni og vel virtur og vann mikið starf og margþætt. Fyrir nokkrum árum var forsjá land- helgisgæzlunnar skilin frá út- gerð strandferðaskipanna og fal- in Pétri Sigurðssyni frá Hrólfs- skála. Hann er sonur hins þjóð- kunna og farsæla skipstjóra, Sigurðar Péturssonar, fæddur árið 1911. Pétur varð snemma sjómaður, en tók stúdentspróf og var síðan við nám í sjóliðs- foringjaskólanum danska og lauk þar prófi. Hann hefur og stundað nám í mælingum skipa, gerð sjókorta og sjómælingum, verið sjóliðsforingi í sjóher Dana, stýrimaður á varðskipunum ís- lensku, kennt við stýrimanna- skólann og haft á hendi sjómæl- ingar fyrir íslendinga. Hann hefur unnið störf sín sem for- stjóri af miklum áhuga og sam- vizkusemi, hefur kappkostað að útvega varðskipum og björgun- arbátum hin fullkomnustu tæki og lagt kapp á að gera landhelg- isgæzluna öruggari og fljótvirk- ari með notkun flugvéla. Eins og menn munu minnast, var tekinn í sumar í landhelgi, fyrir samvinnu flugvéla og varð- skips, belgískur lagabrjótur, eft- ir mjög langan eltingarleik, og var hann síðan sóttur til sakar og dæmdur að íslenzkum lögum. Daginn, sem varðskipið kom með hann til Reykjavíkur, hitti ég á götu Garðar Pálsson, sem nú er fyrsti stýrimaður á varð- skipinu Ægi. Hann er gamall vinur minn frá ísafirði, var tíð- ur gestur í Bókasafni ísafjarðar og nemandi minn í bókmennta- sögu og notkun bókasafna í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. — Hann er sonur Páls Hannessonar skipstjóra, en Páll er Arnfirðing- ur í móðurkyn og af sömu ætt og þeir skipstjórarnir, Sigurður Símonarson og Markús Bjarna- son, sem gerðust forystumenn um þilskipasjómennsku hér syðra. Ég tók Garðar Pálsson tali og vék að töku togarans, enda hafði Garðar verið aðalfulltrúi landhelgisgæzlunnar í flugvél þeirri, sem lengst sveif yfir tog- aranum. Þar kom máli okkar, að ég bað Garðar að lofa mér að skrifa eftir honum frásögn af töku togarans — og kvað hann það velkomið, ef hann fengi til

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.