Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 28
252 Heima er bezt Nr. 8 áhugalaust. Ég er aö fyllast hatri til þessa náunga. Ef hann á ein- hverjar tilfinningar, þá er hörð skel utan um þær. Nilsson leitar markvíst og nákvæmt. Ég veit, að við»ölum báðir þá von í brjósti, að við finnum hana ekki hér. Það væri svo ömurlegt. Niður við ósinn er breið vík, sem heitir Mylluvík. Vík þessi er einkar fögur; það er hvítur sand- ur í flæðarmálinu. Þessi vík er uppáhalds baðstaður okkar. Það var einmitt í þessari vík, sem Erkko byrjaði að gera hosur sín- ar grænar hjá Gisku. Ég mætti þeim oft á síðkvöldum, þegar þau voru á leið niður með ánni, og mundi yfirlætissvipinn á Erkko og undirgefnislega framkomu Gisku. Nú minnti þessi mynd mig á húsfrúna og hund. Það var í þessari vík, sem við fundum hana; hún lá alveg í flæðarmálinu. Hún var kápu- laus og blautur kjóllinn lagðist fast að líkama hennar. Hún lá þarna eitthvað svo einstæðings- leg og hjálparvana, eins og lítið bam, sem hefur verið að leita að móður sinni og sofnað svo út frá öllu saman. Um varir henn- ar lék raunalegt bros, eins og síð- asta umhugsunarefni hennar hefði verið fagurt, en þó ekki sársaukalaust. Augu hennar stungu í stúf við náfölt andlitið, eins og tvær svartar perlur á hvítu klæði. Við stóðum fjórir í kring um þetta einstæðingslega lík: við þögðum allir. Ég tók eftir því, að Nilsson titraði lítið eitt, svo tók ég eftir því, að Nilsson og Erkko horfðust í augu. Úr augum Nils- sons mátti lesa takmarkalaust hatur, en augnaráð Erkkós var þrungið fyrirlitningu og kæru- leysi. Þögnin var orðin geigvæn- leg. Ég reyndi að rjúfa hana með því að spyrja: „Eigum við ekki að skiptast á að bera hana heim?“ Ég varð þess var, að ég var skjálfraddað- ur þegar ég sagði þetta. Nilsson svaraði mér. Röddin var málmhörð: „Erkko ber hana, ber hana einn alla leið; hún fór hingað hans vegna og nú er bezt að hann hjálpi henni heim.“ Erkko sneri sér að Nilsson. Svipur hans var ægilegur, hönd hans leitaði að skeiðahnífnum, sem hann bar við belti sitt. Nils- son virtist hafa reiknað með þessu. Hönd hans var einnig á skeiðahnífnum. Eitt óvarlegt orð og tvö heljarmenni hefðu barist upp á líf og dauða yfir líki stúlkunnar, sem annar elskaði, en hinn dró á tálar. Það var Erkko, sem gaf eftir. Ef til vill gerði hann sér Ijóst, að hér var við ofurefli að etja, því að hann mátti ganga að því vísu, að við Karl fylgdum Nilsson að málum. Erkko yppti öxlum og horfði ósnortinn út á víkina. „Af stað! Taktu hana upp!“ skipaði Nilsson. Erkko hlýddi, Nú sáum við fyrst bregða fyrir hræðslu í svip hans. Hann beygði sig niður að líkinu, lyfti því þyngslalega upp og hélt af stað. Nilsson þreif húfuna af höfði Erkkos; við gengum þöglir og berhöfðaðir á eftir. Það var hætt að rigna og storminn hafði lægt. Sólin var að koma upp og brauzt í gegnum leifar af óveðursskýjum; geisl- arnir léku um trjátoppana og fuglarnir voru að hefja morg- unsöng sinn. Það hlýtur að hafa verið ömurleg sjón að sjá okkur fjóra, þreytta og blauta menn, þrammandi með stúlkulík gegn- um skóg, sindrandi af morgun- dýrð. Við höfðum gengið í tuttugu mínútur, þegar Erkko sagði, og röddin var hás og óhugnanleg: „Ég verð að hvíla mig.“ „Ekki strax,“ svaraði Nilsson. Og enn þrömmuðum við á- fram. „Ég get ekki meira, ég er upp- gefinn.“ Rödd Erkkos var hás og óhugnanleg, meðan hann sagði þetta. Hann lagði líkið niður og stóð álútur yfir því. Við staðnæmdumst allir. Allir þögðu; eitthvað hlaut að ske. Allt í einu skeði nokkuð, sem leysti upp þetta hættulega á- stand. Erkko tók á rás og hvarf í skóginn. Nilsson horfði á eftir honum; hann var ekki eins svipþungur og hann hafði verið, en augu hans voru myrk af harmi. Hann beygði sig niður að líkinu, lyfti því léttilega upp og gekk af stað. Hún var í öruggum höndum síð- asta spölinn. Ég velti mér í svefnpokanum; Karl er sofnaður. Á landamærum vöku og draums finnst mér að ég sjái litla vík og í hvítum sandi í fjöruborðinu liggur stúlkulík með svört augu. — Miðsumarnæturvakan er liðin og úti er verið að undirbúa hátíð dagsins. Forsíðumyndin Framh. af bls. 226. Ef svo er ekki, þá er ef til vill af- sakanlegt að dúfnadriturinn fari í taugarnar á sumum, en annars er öll þessi herferð nak- in hræsni. Ættu menn að hreinsa fyrir sínum eigin dyrum áður en farið er að ofsækja sak- lausa fuglana, höfuðprýðina í íslenzkri náttúru. Enginn myndi vilja vera án fuglanna á tjörninni. Bæjarbú- um ber skylda til að vernda þá á allan hátt og einkum yngri kynslóðin þarf að vera vakandi á verðinum. Nokkur brögð munu vera að því, að óvitar hrekki fuglana og jafnvel slasi þá með steinkasti og öðrum óknyttum. Slíkt er hörmulegt, en hvernig er hægt að ásaka óvita, þegar það þykir „fínt“ meðal þeirra fullorðnu að stofna „skotfélög" og æða upp um fjöll og firnindi og skjóta á allt lifandi sér til gamans, svo að ekki sé talað um vissar skipulagfbundnar „skofr- æfingar“ á stórum svæðum, þar sem engu er eirt — gróðri jarðar né fuglum himinsins. Fuglarnir okkar eru hin mesta prýði íslenzkrar náttúru. Það hafa skáldin fundið manna bezt. Svo yrkir Einar Benediktsson í snilldarljóði sínu, Svanur: Er nokkur æðri aðall hér á jörð, en eiga sjón út yfir hringinn þröngva, og vekja, knýja hópsins veiku hjörð til hærra lífs — til ódauð- legra söngva. (Ljósm.: Þorv. Ágústsson).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.