Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 7
Nr. 8
Heima er bezt
231
Sigurður Guðjónsson, kennari:
Lýðháskólinn í Askov
Stærsti lýðháskóli Norðurlanda
c---------------------------------------------------------------—-----------------------%
Lýðháskólarnir eru einhverjar beztu jrœðslu- og upp-
eldisstojnanir sem til eru á Norðurlöndum. Þar safnast
ungt jólk saman úr öllum stéttum þjóðfélagsins og nýtur
kennslu fœrustu manna í frjálsu formi. Lýðskólarnir hafa
gert ómetanlegt gagn á sviði alþýðufræðslunnar. Vísir
lýðskóla finnst einnig hér á landi, en með breytingum
frceðslulaganna, virðist svo, sem allt of mikið kapp sé
lagt á lestur undir próf, en slíkt fyrirkomulag er gagn-
stætt lýðskólahugmyndinni, sem einmitt var á sínum
tíma uppreisn gegn einveldi „lærðu" mannanna yfir öll-
bigurður Guðjonsson. . ,, r,„ , ,,
um menmngarmálum. Lýðskólamenmrmr donsku eru
frjálslyndir og víðsýnir, eins og gleggst sézt á því, að
þeir standa allir sem einn með okkur Islendingum í handritamálinu, og munu
vinna sigur áður en lýkur. HEIMA er BEZT er það áruegja að birla lýsingu
á Askov, en þangað hafa margir Islendingar farið síðan skólinn var settur á
stofn fyrir níutíu árum.
V_______________________________________________________________________________________
I.
Á takmörkum Suður-Jótlands
og Mið-Jótlands í Danmörku er
mikil og breið lægð, sem teygir
sig þvert yfir landið frá austri til
vesturs. Beggja megin við lægð-
ina að norðan og sunnan rísa
breiðar og öldumyndaðar hæðir.
Auðvitað eru þær ekki grýttar,
eins og holtin og hæðirnar okk-
ar eru svo margar, en þaktar
ökrum og skógarlundum hér og
hvar. Eftir miðri lægðinni renn-
ur á, sem nefnist Kongeáen
(Konungsáin), og þótt vatns-
magn hennar sé tæpast eins
mikið og Elliðaánna okkar hér
við Reykjavík, þá er hún samt,
sögulega séð, eitt merkasta fljót
á Norðurlöndum. Því að Kon-
ungsá þessi var landamæraá
Þýzkalands og Danmerkur frá
1864—1920. — Þar tóku því lönd
Þjóðverja og Dana, Suður- og
Norður-Germana, höndum sam-
an, ef svo mætti að orði kveða.
Á frjósömum hæðum norðan við
Konungsána stendur Askov, eitt
merkasta skólasetur á Norður-
löndum. Eru umhverfis skólann
margir fagrir búgarðar, og heita
þeir einnig fögrum, dönskum
nöfnum. Þar er til dæmis Mell-
emvanggárd (Miðvangur) og
Grönvanggárd (Grænivangur),
eins og vér myndum kalla þá á
íslenzku máli. í kringum allstóra
þorpstjörn standa skólabygging-
arnar og kennarabústaðir skól-
ans. Ber mest á tveimur, Aðal-
byggingunni og Hvíta húsinu,
sem svo er nefnt, og eru hvor-
tveggja nýlegar byggingar. En
merkasta byggingin, sögulega
séð, er lítið hús með stráþaki,
sem nefnist Fengershús. Þar
hófst skólinn 1 litlum, lágum
stofum og við þröngan kost um
1864 eða rétt eftir ófarir Dana í
styrjöldinni við Þjóðverja það ár
og missi hertogadæmanna Slés-
víkur og Holtsetalands. Þá
þurfti á þjóðarkrafti að halda til
að rétta við land og þjóð, og þá
hófst lýðskólahreyfingin og
starfsemi lýðháskólanna í Dan-
mörku, sem einn liður í viðreisn-
arstarfi þjóðarinnar. f samræmi
við það mikla takmark minnir
hver skólastofa í Askov á sögu
og bókmenntir Dana og Norður-
landa, því það átti að mennta
alþýðu manna í þjóðlegum fræð-
um og í þjóðlegum anda, svo að
þjóðin fengi trú á sjálfa sig og
styrk sinn til að lifa, þótt móti
blési. Því er það, að þegar kom-
ið er inn í hinn stóra fyrirlestra-
sal skólans, þá blasir við yfir
inngöngudyrum piltanna stór
mynd af Grundtvig, hinum
mikla kirkjuhöfðingja, skáldi og
skólamanni Dana á 19. öld, föð-
ur lýðháskólanna og því einum
mesta velgerðamanni danskrar
og norrænnar æsku, en yfir inn-
göngudyrum stúlknanna er
mynd af danska ljóðsnillingn-
um Adam Oehlenschláer, höf-
undi danska þjóðsöngsins: „Der
er et yndigt land, det staar med
brede böge“, og fjölda annarra
ágætra ljóða og skáldverka. En
fyrir gafli hins stóra sals er
samt áhrifamesta myndin. Hún
er af Dalgas ofursta, manninum,
sem stofnaði danska heiðafélag-
ið og var lífið og sálin í ræktun
józku heiðanna. Með ræktun
þeirra vann danska þjóðin inn
á við, það, sem hún hafði tapað
út á við. Þannig sýndi Dalgas
ofursti föðurlandsást sina í verki
og er því með réttu talinn einn
mætasti maður Dana á 19. öld.
Þannig lærir dönsk æska sögu
landsins af umhverfi skólans
jafnframt því, sem heyrt er og
lesið um það efni. í öllum skóla-
stofum Askov er eitthvað, sem
gleður augað og vekur mennta-
anda nemendanna og minnir þá
á hið háleita, þjóðlega hlutverk,
sem skólinn vill vinna fyrir þá.
II.
Askov er þriggja ára skóli, og
er skólaárið 6 mánuðir, frá 1.
nóvember til aprílloka. Þá er
þriggja mánaða kennaranám-
skeið á hverju sumri fyrir
danska og aðra norræna kenn-
ara. Á sama tíma er haldinn sér-
stakur sumarskóli fyrir stúlkur
frá byrjun maí til júníloka. Eru
nemendur skólans venjulega rúm
300 að tölu og af öllum stéttum