Heima er bezt - 01.08.1955, Blaðsíða 5
Nr. 8
Heima er bezt
229
henni, og bilið á milli brimkólf-
anna var stutt. Róðrinum var því
haldið áfram inn með landinu af
kappi, en þó í þögulli rósemi.
Þarna var dálítið hlé af tanga,
sem gengur frá norðurströnd
Reyðarfjarðar, beint suður í
fjörðinn og heitir Haugatangi.
Suður af þessum tanga, í beinni
stefnu, eru tveir boðar. Heitir
annar Grunnboði, en hinn Djúp-
boði. Á milli boðanna og lands
eru tvö sund, venjulega fær smá-
bátum. En núna var brimið svo
mikið, að það braut á milli beggja
boðanna og lands. Við hefðum
því þurft að fara langt suður í
fjörðinn, eða út í mesta veður-
ofsann til þess að krækja fyrir
boðana. Til þess treystum við
okkur ekki. Þetta urðu því
þriðju vonbrigðin okkar og nú
voru góð ráð dýr, því að hvergi
var lendandi fyrir brimi.
Án þess að vita hvað nú
skyldi aðhafast, létum við bát-
inn reka austur með landinu,
undan vindi í áttina til Naumu-
gilsklapparinnar. Aðeins stýrð-
um við honum með árunum. Þar
var þó hlé. Á þessari leið ræddum
við um það, hvað gera skyldi.
Stungið var upp á ýmsu, meðal
annars því, að andæfa við
Naumugilsklöpp alla vetrarnótt-
ina eða lengur, þar til veðrinu
slotaði. Okkur kom þó saman um
það, að enginn okkar mundi þola
kuldann, því nú var tekið að
kólna og frysta. Olíufötin, sem
við vorum í, reyndust ónýtar
verjur gegn mikilli ágjöf og
hamförum sjávarins. Á okkur
var ekki þurr þráður. Þess vegna
mundum við ekki þola kuldann.
Þá var einnig stungið upp á þvi
að hleypa til skipbrots upp í
grýtta fjöru og hirða ekkert um
hátinn, en mennirnir reyndu að
bjarga lífi sínu og jafnframt lífi
hvers annars. Þegar við vorum
að ræða um þetta fram og aftur,
án þess þó að taka nokkra á-
kvörðun, renndi báturinn fram
hjá Naumugilsklöppinni. Veitti
ég því þá athygli, að það var svo
gott lag við klöppina, að ef mað-
ur hefði þá verið tilbúinn, mundi
honum hafa tekizt að komast
upp klöppina á milli ólaganna.
Ég sagði því við formanninn, að
Jón Þorsteinsson, miðþóttumað-
urinn okkar, hefði rétt að mæla.
Það mundi geta tekizt að skjóta
manni upp á klöppina, sem síðan
hlypi heim að Krossanesi og
leitaði hjálpar heimamanna til
að koma bátnum og okkur á
land upp.
Formaðurinn taldi vandkvæði
á þessu og sagði, sem satt var, að
það væri bein lífshætta fyrir
þann okkar, er þetta reyndi. Ég
bauðst þá til að reyna þetta, en
þeir yrðu að velja gott lag og
bíða rólegir eftir því. Fór ég nú
fram í bátinn og var tilbúinn að
klifra upp á klöppina og hlaupa
eftir henni á land upp. Lögin
komu hvert á eftir öðru, á milli
ólaga, eins og sjómenn þekkja,
en kallið til að hlaupa upp á
klöppina kom ekki. Formaðurinn
óttaðist um líf mitt og áræddi
ekki að leggja að klöppinni. Ég
fann að þessu, en þá sagði Jón
Þorsteinsson: „Legg þú að
klöppinni, Bjarni, og mér mun
takast að komast í land.“
Ég settist þá undir árar, en
Jón fór fram í barka á bátnum
og var óhræddur að reyna upp-
göngu á klöppina. Brýndi ég nú
fyrir honum að vera tilbúinn,
þegar ég segði honum, að hinn
rétti tími væri kominn. Beið ég
nú eftir lagi og fylgdi nákvæm-
lega gömlum sjómannasögnum
um það, að eftir þrjú ólög, er
kæmu hvert á eftir öðru, kæmi
gott lag. Að því kom, að þrjú ólög
riðu yfir klöppina, með litlu
millibili. Er síðasta ólagið var að
renna út af klöppinni, lögðum
við Guðmundur að henni og
kallaði ég til Jóns, hálfhræddur
þó, að nú væri tækifærið. Hélt ég
bátnum fast upp að klöppinni, á
meðan Jón klifraði upp á hana,
og hirti ekki um þótt hnífill eða
efsta borð laskaðist. Þetta tókst
vel, til mikillar gleði fyrir okkur
tvo, sem eftir vorum í bátnum.
En litlu mátti muna, því þegar
Jón var kominn upp á græn grös,
reið ólag yfir alla klöppina og
engum var þá stætt þar.
Jón Þorsteinsson hljóp nú eins
hratt og hann gat heim að bæn-
um Krossanesi. Ekki kastaði
hann kveðju á neinn mann á
bænum, en bað menn að koma
strax til hjálpar tveim mönnum,
sem biðu í bát við stóra klöpp,
er skýldi þeim fyrir rokinu. Að
svo mæltu hljóp hann strax til
baka og kvaddi engan. Dagur var
þá að kveldi kominn og byrjað
að rökkva. Á eftir Jóni komu
strax allir karlmenn á bænum,
átta að tölu að mig minnir, og
ofan að Naumugilsklöpp. Þar
biðu þeir meðan ólög liðu hjá, en
skipuðu svo Jóni að hlaupa ofan
klöppina í snatri og stökkva út í
bátinn til okkar. Þegar við sáum
til Jóns ofan klöppina, lögðum
við strax að henni og hann
komst ómeiddur í bátinn til okk-
ar aftur. Færði hann okkur þau
skilaboð, að mennirnir átta frá
Krossanesi ætluðu að taka á
móti okkur og bátnum innan við
Naumugilsklöpp í litlum bás
fram af óverulegri gilmyndun,
sem klöppin mun draga nafn af.
Þrautum, ótta og erfiði var
lokið. Mennirnir átta frá Krossa-
nesi, undir stjórn bóndans, Ei-
ríks Þorleifssonar, hlífðu sér
ekki. Þeir óðu út í sjóinn á móti
bátnum og fengu verndað hann,
svo að hann brotnaði ekki að
ráði. Hann laskaðist þó eitthvað,
en ekki meira en það, að for-
manninum, sem var lagtækur,
tókst að gera við hann morgun-
inn eftir til bráðabirgða, svo að
við gátum komizt heim á hon-
um, er veðrið lægði.
Ég skal geta þess, þótt það
skipti ekki máli, að ég varð að
smeygja árahlummunum úr lóf-
anum. Fingurnir voru krepptir
utan um þá og réttust ekki fyrr
en eftir miðnætti.
Móttökurnar á Krossanesi voru
framúrskarandi góðar. Var okkur
hjúkrað þar með mikilli um-
hyggju og nákvæmni. Með birtu
að morgni var komið gott veður
og sjóinn hafði lægt. Lögðum við
þá strax á stað heimleiðis. Mátu-
lega mikil norðangola fyllti segl-
in og skilaði okkur í höfn að
Vattarnesi.
Margir menn voru staddir í
fjörunni til þess að taka á móti
okkur og fagna heimkomu okkar.
Þurftum við ekki að snerta við
því að setja bátinn, þvi eins
margar hendur og að honum
komust, færðu hann í naust fyr-
ir okkur. Þeir sögðu okkur, að
hver einasti maður á fimm bæj-
um á Vattarnesi hefði talið víst,
að við hlytum að hafa farizt. Því
var ekki trúað, að nokkur smá-
bátur mundi standast þann veð-