Heima er bezt - 01.10.1955, Page 8

Heima er bezt - 01.10.1955, Page 8
296 Heima er bezt Nr. 10 sópaði hann framan 5r sér og sást í allri sinni dýrð. Um kvöldið var slegið upp langtjaldi einu miklu. Þar héldu allir til yfir nóttina. Lítið varð samt um svefn, því kvöldvakan varð löng, enda margt á dagskrá. Þar var sungið og kveðið, haldn- ar ræður og lesið upp. Einnig var þar spurningaþáttur, já og nei, eins og í útvarpinu. Verð- laun voru veitt fyrir beztan Vísubotn. Fyrri hluti vísunnar er svona: Vorið bjarta vekur þrá, vermir hjartarætur. Jóhannes Benjamínsson frá Hallgeirsstöðum í Hvítársíðu botnaði og hlaut verðlaun: Hvarflar margt í huga þá húmar vart um nætur. Næst bezti botn var dæmdur, og var hann eftir Jósep Hún- fjörð: Minnsta skart sem ættjörð á eru svartar nætur. Þegar Jósep Húnfjörð heyrði hver hefði orðið hlutskarpastur í vísnaþættinum, kvað hann: Gáfna-skál er fleytifull, finnst ei tál í strengnum. Egils málið glæsi gull, góð er sál í drengnum. Margar vísur og botnar heyrð- ust þessa kvöldvöku, sem ekki er hægt að birta hér, sökum rúm- leysis, en einn er hér samt enn eftir Sigurð Jónsson frá Hauka- gili, við þennan vísuhelming, sem ég man ekki hver gerði: Yndislegt er oft að vaka úti bjarta júlínótt. Sigurður: Þegar hljómar, stef og staka stundar jmdi er þangað sótt. Þarna voru mjög ferðugar kaffikonur, sem sáu um kaffi- veitingar. Og svo var gott kaffi þeirra, að margir felldu þegar til þeirra kaffiást mikla og má víst telja mig einn af þeim. Og eitthvað hefur Gunnar Al- exandersson hugsað til Kristínar Bjarnadóttur, því einu sinni í kaffitíma, fór hann með þessa vísu, þegar einhverjum þótti hann sækja á með kaffið: Hérna enginn gefur grið, gagnvart réttri línu. Á ég að ganga einn á snið alveg fram hjá Stínu? Daginn eftir skoðuðum við hinar nafnkenndu Húsafells- kvíar. Þær hafa undarlega lítið raskast, svo gamlar sem þær þó eru. Þær þyrftu aðeins lítils- háttar viðgerð, til þess að vera vel nothæfar. Heldur þótti mér steinar þar í veggjum við vöxt vera. Tók hæð þeirra vel í klyft- ir og voru þeir þó eitthvað í jörð signir. Þar var hellan mikla, sem sagt var að séra Snorri hafi borið léttilega. Enda er það ekki ótrúlegt, því ég sá mann frá Húsafelli taka hana á kné. Bóndinn, sem nú býr á Húsa- felli, heitir Þorsteinn Þorsteins- son. Hann er talinn í fjórða eða fimmta lið frá séra Snorra. Þorsteinn sagði okkur að hell- an hefði verið viktuð og hefði hún reynst 360 pund = 180 kg. Hann gekk með okkur fram að túnjaðri og sýndi okkur, hvar draugaréttin svokallaða hefði verið. Þar var nú gróin túnslétta, en þar bar lægra á, og mynd- aðist eins og lægð eða dæld í sléttuna. Þarna átti Snorri prestur að hafa komið fyrir sendingum þeim, er óvinir hans sendu honum. Sagnir eru til um það, að séra Snorri hafi óskað eftir því, að kirkjustaður yrði eftirleiðis á Húsafelli, eftir hans dag. En svo fór þó, að kirkjan lagðist þar niður og kirkjugarðurinn varð í vanhirðu, svo allar skepn- ur gengu þar um, því girðing eða garður var niður fallinn. Veturinn 1928—29 dreymir Jakob Guðmundsson, vinnu- mann, þá á Húsafelli, séra Snorra. Og þykir Jakobi hann kvarta yfir því, að klaufdýr troði leiði sitt, og biður hann að sjá svo um að úr verði bætt. Þrisvar sinnum þennan sama^ vetur dreymdi Jakob Snorra prest og alltaf kvartaði hann um það sama. Um vorið lét svo Jakob girða kirkjugarðinn og hætti þá séra Snorri að gera vart við sig i draumi. — Ég kom heim að Húsafelli, og sá þennan Jakob Guðmundsson. Hann er nú kominn á níræðis- aldur og hefur verið vinnumaður á Húsafelli um eða yfir 60 ár. Áður en við snerum heimleið- is, var farið fram undir Kal- manstungu og í gegn um Húsa- fellsskóg, á að gizka 3 km leið. Má sú leið heita óslitin laufgöng, alla leið, enda talin fegursta bæjarleið á íslandi. í Reykholti sá ég tamdan hrafn. Það þótti mér einkenni- leg sjón. Krummi var eitthvað ólíkur sjálfum sér. Hann lét taka sig, og þó hafði hann vængi eins og aðrir hrafnar. Mér virtist hann vanta þetta kómíska og dularfulla, sem hrafninn ein- kennir svo mjög, sem tegund. — Mér fannst það eínhvern veg- inn á mér, að í hann vantaði hrafnssálina. Og sennilega hefir hann tapað henni af kynning- unni við menningu mannheima. Meðan ég var að virða krumma fyrir mér, skoðaði Gunnar Alex- andersson Snorrastyttu vand- lega, og kvað svo á eftir: Sannarlega sá ég nýtt, svipinn feðra vorra. Andlitið var ekki frítt, á honum gamla Snorra. Einhverntíma var það á heim- leiðinni, að sonur Gunnars, sem var með í ferðinni, lét þau orð falla við Aðalheiði Georgsdótt- ur, að ekki væri gott að gera henni til hæfis, þá sagði Gunnar: Hún er líkust manni og mér, — myndar ljóða glingur —. Hún á margt í huga sér. Hún er Snæfellingur. (Þau eru bæði ættuð af Snæ- fellsnesi). í ferðinni var fernt eða fimm, sem komið var um og yfir átt- rætt, og furðaði mig mjög á því, hvað þetta gamla fólk var dug- legt að ferðast, og glaðlegt alla ferðina, eins og ungt væri. Enga Framhald á bls. 315.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.