Heima er bezt - 01.10.1955, Qupperneq 13
Nr. 10
Heima er bezt
301
biskupssveina. Þeir hittust
nærri Skálholti með allmiklu
liði á Þorláksmessu sumarið
1433. í stuttu máli sagt, tóku
þeir Jón biskup, drekktu honum
í Brúará og héldu svo heim.
Þrem árum síðar kvæntist
Þorvarður Margréti Vigfúsdótt-
ur og hófu þau búskap á Möðru-
völlum. Þorvarður var stórauð-
ugur maður og stórbrotinn, eins
og sjá má af því, sem að fram-
an er sagt. Hann hafði bú á
þrem stórbýlum auk Möðruvalla,
Hlíðarenda í Fljótshlíð, Eiðum á
Fljótsdalshéraði og Strönd í
Selvogi. En hann varð ekki gam-
all maður. Talið er að hann hafi
andazt 1446, og hafa þau Mar-
grét þá aðeins verið 10 ár í
hjónabandi. En Margrét bjó á-
fram á Möðruvöllum við mikla
rausn.
Þau hjón eignuðust þrjár
dætur, sem vitað er um, Guðríði,
Ingibjörgu og Ragnhildi. Árið
1463 hélt hún brúðkaup allra
dætra sinna á Möðruvöllum sama
daginn, sem áður er sagt. Guð-
ríður giftist Erlendi Erlendssyni,
sem síðar varð sýslumaður á
Hlíðarenda. Ingibjörg Páli
Brandssyni, er síðar varð sýslu-
maður og bjó á Möðruvöllum, og
Ragnhildur Bjarna Marteinssyni
frá Ketilsstöðum, síðar sýslu-
manni á Eiðum. Allar giftust þær
auðugum og mikilsmetnum
mönnum. Giftingardagur þess-
ara þriggja systra er eflaust
einn af svipmestu dögum í sögu
Möðruvalla, eins og áður er að
vikið. Fjöldi íslendinga eru af-
komendur þeirra.
Margrét á Möðruvöllum varð
gömul. Hún er talin stórbrotin
kona og mikilhæf. Hún andaðist
árið 1486 eða 33 árum eftir
brúðkaup dætra sinna.
Eins og áður er sagt, tóku þau
Ingibjörg Þorvarðardóttir og
Páll Brandsson við búi á Möðru-
völlum eftir Margrétu. Þau eign-
uðust tvo syni, Bjarna og Bene-
dikt, en þeir dóu báðir ásamt
foreldrum sínum í plágunni
miklu 1494. Tó þá við búi Grím-
ur, sem var óskilgetinn sonur
Páls, og því ekki kominn af
hinni gömlu Möðruvallaætt
Lofts ríka.
Mikil málaferli urðu þá út af
Möðruvallaeignum milli Erlend-
ar sýslumanns á Hlíðarenda og
Erlendar og Þorvarðar sona
hans annars vegar og Gríms
Pálssonar hins vegar. Féllu
dómar í þeim málum stundum
Grími í vil en stundum móti.
Varð Grímur að víkja af Möðru-
völlum frá 1510—1515 og settist
þá á jörðina Þorvarður Erlends-
son lögmaður frá Hlíðarenda.
En hann naut eigi lengi sigurs-
ins í þessu máli, því að hann
andaðist 1513. Grímur bjó þá
aftur á Möðruvöllum frá 1515 til
dauðadags 1527. Lengra verður
ekki rakið hér ábúandatal
Möðruvalla.
MöðruvallaJcirJcja.
Ég gat þess í upphafi máls
að Möðruvellir hafa verið og eru
kirkjustaður. Má ætla, að Guð-
mundur ríki hafi fyrstur reist
þar kirkju eftir að kristni var
lögtekin. Vafalaust hefur sú
kirkja verið reisuleg, því að
hvorki skorti fé né metnað hjá
þeim frændum. Ketill Þor-
steinsson hefur vafalaust látið
sér annt um kirkjuna og tíða-
gerðir þar, svo að til fyrirmynd-
ar hefur verið, annars hefði
hann tæplega verið 'kosinn
biskup.
Eigi verður hér rakin saga
kirkjunnar, en hana hefur séra
Benjamín Kristjánsson ritað í
sambandi við 100 ára afmæli
hennar og birt í jólablaði „Dags“
1948. En óhætt er að segja, að
í katólskri tíð var kirkjan á
Möðruvöllum glæsilega búin að
ýmiskonar kirkjugripum, og oft
stór og rúmgóð. Enda jafnan
auðugir menn, sem þar bjuggu.
Skömmu fyrir siðaskipti voru
t. d. í henni þrjú ölturu silki
klædd með dýrlegum búnaði,
gylltum bríkum og máluðum
dýrlingamyndum. Auk háaltaris
fyrir stafni voru Maríualtari og
altari hins heilaga Marteins,
verndardýrlings kirkjunnar. En
margir þessir dýrgripir kirkj-
unnar, altaristöflur og líkneski
helgra manna hafa farið for-
görðum um siðaskiptin, þegar
íslenzku kirkjurnar voru rúnar
helgigripum sínum. Hefur ákafi
siðaskiptamanna við að eyði-
leggj a helgigripi katólsku
kirkjunnar verið til mikils tjóns.
Þó er enn í Möðruvallakirkju
einn dýrgripur frá þessum tíma,
en það er altaristafla úr ala-
bastri. Altaristafla þessi er ein
af elztu og merkustu kirkjugrip-
um hér á landi og af svipaðri
gerð og altaristaflan að Hólum í
Hjaltadal, en talsvert minni, en
meira en öld eldri. Má merki-
legt heita hvernig hún hefur
geymzt yfir siðaskiptin með hin-
um katólsku helgimyndum.
Vera má að hún hafi verið
geymd en eigi í notkun um það
leyti. Altaristafla þessi er með
tveimur vængjahurðum, og er
hægt að loka henni, þegar ekki
eru neinar kirkjulegar athafnir.
og hefur það eflaust varðveitt
hana gegn tímans tönn. Alls eru
sjö myndir á aðaltöflunni og
vængj ahurðinni að innan. En
þær eru þessar:
1. Jóhannes skírari. 2. Boðun
Maríu. 3.FæðingJesú.4.Upprisan
(fyrir miðju). 5. Himnaför Mar-
íu. 6. Krýning Maríu. 7. Jóhann-
es guðspjallamaður. Eru manna-
myndirnar útskornar úr ala-
bastri og talsvert margar á
hverri mynd. Sigurður L. Páls-
son, menntaskólakennari, hefur
upplýst um uppruna töflunnar í
4. hefti Stíganda 1944. Telur
hann töflur þessar frá Notting-
ham í Englandi og þær elztu
þeirra frá 1350. Á 14. öld þróaðist
þar þessi listgrein og voru töfl-
ur þessar seldar víðsvegar um
lönd. Talið er að svipuð tafla sé
á Skarði á Skarðströnd. Og er
bað eðlilegt, þar sem frændfólk
Þorvarðar á Möðruvöllum bjó
þar.
Talið er að Margrét Vigfús-
dóttir hafi afhent kirkjunni
töflu þessa til eignar upp í van-
goldna kirkjutíund árið 1471. Má
af þessu tímatali sjá, hve merk-
ur gripur altaristafla þessi er.
Eðlilegt er, að kirkjubóndi á
Möðruvöllum vilji gjarnan hafa
slíkan dýrgrip í kirkju sinni, en
hins vegar verður það að teljast
varasamt að geyma svo dýr-
mætan grip í timburkirkju.
Timburkirkja sú, sem nú er á
Möðruvöllum, er rúmlega 100
ára og var byggð 1848. Hún er
fögur og viðkunnanleg og henni
vel við haldið. Fyrir nokkrum
árum var hún mjög smekklega
máluð af Hauki Stefánssyni.
Framhald á bls. 315.