Heima er bezt - 01.10.1955, Side 17

Heima er bezt - 01.10.1955, Side 17
Nr. 10 Heima er bezt 305 FRA LIÐINNI TIÐ Fjárflutningur á sjó. um. En um kvöldið kemur kýr- in heim ómjólkuð eins og hinar kýrnar. Næstu nótt á eftir dreymir Sigurð enn konuna, og segir hún þá við hann eitthvað á þá leið að illa hafi hann gjört að segja frá drauminum, því nú verði hún í vandræðum með börnin og svo verði hún að flytja burt úr bænum sínum. Hún sagðist vita það, að ekki hefði hann meint neitt illt með því, að segja frá draumnum, heldur muni það hafa verið óviljaverk, og ekki hafi hann séð eftir mjólkinni handa sér. En fyrir þetta verði hún nú samt að láta hann verða fyrir einhverjum óþægindum, því varla lánist honum eins vel með kýrnar sínar og áður. — Mjög þótti Sigurði þetta leiðinlegt að svona skyldi til takast, en varð þó ekki að gjört, eins og komið var. Og svo undarlega brá við, að þá um vorið lét ein kýrin hans dauðum kálfi og varð sem næst geld meiri hluta árs, og hinar komust í minni nyt, en áður var venja til í búskap Sigurðar bónda í Lækjarskógi. III. Huldan i Bœjarborg. Árið 1909, sem þessi frásögn er tengd við, bjó Jóhann Jóhannsson á Goddastöðum í Laxárdal í Dölum. Hann var bróðir Kristjáns Jóhannssonar frá Bugðustöðum í Hörðudal ög Gísla Jóhannssonar, sem lengi bjó í Pálsseli, fremsta bæ í Lax- árdal sunnan Laxár. Þau systk- in voru fleiri: Jón, sem bjó á Seljalandi í Hörðudal, Guðlaug- ur, Guðrún og Ása Jóhanns- dóttir, sem bjó á Höskuldsstöð- um í Laxárdal. Svo er háttað landslagi á Goddastöðum að víða eru klettaborgir og köst, þar í kring, bæði upp á hálsinum og út á hlíðinni. Og er þess getið hér í sambandi við frásögn þá, er hér fer á eftir. Á þessum árum átti Jón Jóns- son heima á Spákelsstöðum. Og kom það þá ekki ósjaldan fyrir, að hann væri dag og dag í vinnu hjá Jóhanni. Eitt sinn var það þá, sem oft- ar, að Jón er í vinnu fram á Goddastöðum. í matmálstíma þá um daginn berst í tal tilvera huldufólks. Segir Jóhann þá, að huldufólk sé ekki til, það sé eins og hver önnur hjátrú og hégilja. En Jón var á annari skoðun og sagði að það væri til og meira að segja undir handarjaðri Jóhanns. Jóhann vill þá vita, hvar það mifni vera. Jón segir honum það, að það sé í Jöklabergi og Bæjarborg. En Jóhann lætur sér ekki segjast, og heldur áfram að mótmæla, því slíkt geti ekki átt sér stað. Og fellur þá talið niður í það sinn. Þegar Jón kemur að Godda- stöðum næst á eftir, sem var þá eftir 3 — 4 daga, spyr Jóhann hann, strax er þeir koma inn í bæinn, hvort hann muni eftir því, sem þeir voru að tala um síðast. Þá segir Jón: „Áttu við huldufólkið.“ „Já,“ segir Jóhann. „Nú skal ég ekki bera lengur á móti því, að huldufólk sé til.“ „Hefurðu séð það?“ spyr Jón. „Já, í svefni.“ „Var það karl eða kona?“ „Það var kona og hún talaði við mig,“ svaraði Jóhann. „Hvar átti hún heima,“ spyr Jón. „í Bæjarborginni.“ „Hvað sagði hún við þig?“ „Það segi ég þér ekki, því hún bað mig þess að segja það engum.“ „Þá skalt þú heldur ekki gera það, þvi það er þér fyrir beztu,“ mælti Jón. „En héðan af skal ég aldrei bera á móti því, að huldufólk sé til,” bætti Jóhann við. Enda mun hann ekki hafa gert það, segir Jón við mig, um leið og hann lýkur frásögn sinni. Þess skal getið að síðustu, að samtal Jóhanns og Jóns, sem hér er getið, er tekið orðrétt upp eftir Jóni. Og efast ég ekki um það, að hann hefur munað það rétt. — Jóhannes Ásgeirsson skrdði. Sýn Guðmundar. Frá sýn þessari eða fyrir- burði, sagði Guðmundur Guð- brandsson, sem lengi bjó á Leið- ólfsstöðum í Laxárdal í Dala- sýslu, en nú til heimilis í Reykjavík. Guðmundur er einn af þeim fáu mönnum, sem tekur sérlega vel eftir því, sem fyrir augu og

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.