Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 5
Ami Jónsson kennari Lceknar Fjórðiingssjúkrahússins á Akureyri. ÞAR SEM Hjúkrunarkvennalið Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ \ AKUREYRI Allar Ijósmyndir í grein þessari, sem ekki eiu sérstaklega merktar, eru teknar af 7 'ryggva Haraldssyni. Bjarni Rafnar, sérmenntaður i kvensjúk- dómutn og feeðingarhjálp. Við Aðalstræti 14 á Akureyri stendur enn ganralt timb- urhús. Það er fyrsta sjúkrahús Akureyringa. Hús þetta, búið átta sjúkrarúmum og nauðsynlegustu hjúkrunar- gögnum, gaf F. C. Gudmann, kaupmaður, bænum árið 1873, en spítalinn var vígður 7. júlí 1874 í viðurvist landshöfðingja og annars stórmennis. Gjöfin var talin 5000 ríkisdala virði, og seinna ánafnaði Gudmann kaupmaður stofnuninni 2500 dali í erfðaskrá sinni. Gamli spítalinn, eða Sjúkrahúsið J. Gud- manns Minde, en svo var stofnunin nefnd til minningar um föður gefandans, var mikil og drengileg gjöf, sem gjarna má minnast. Fátt segir af sjúkrahúsi þessu, en því mun hafa verið í mörgu áfátt, fyrr en Guðmundur Hannesson varð héraðslæknir á Ak- ureyri 1896. Með þessum merka lækni kom hressandi gustur bæði í sjúkrahúsmálið og bæjarlífið. Guðmundur var afburða- skurðlæknir. Fólk sótti mjög til hans, og flaug læknisorðstír lians víða. Fyrir atbeina og atorku Guðmundar Hannessonar var nú hafizt handa um að reisa nýtt sjúkrahús. Það tókst vel, og tók það til starfa árið 1899. Það er sjúkrahúsið uppi á brekk- unni, vestan Spítalavegar. Kandidatarnir Óli Kr. Guðmundsson (til hægri) og Sverrir Jóhannesson (til vinstri).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.