Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 36
132 Heima Nr. 4
--------------------------------er bezt----------------------------
— Aldrei.
— Ertu ekkert undarleg eða hrædd, hvorki með-
an þú sérð það eða á eftir?
— Ekki hið minnsta. Ég held maður þurfi ekki
að vera hræddur við þessi grey. Ég hefi einu sinni
orðið hálfhrædd, en þá var ég hálfgerð stelpa, og
það sem ég sá var svo ólíkt öllu öðru, sem ég hefi
annars séð.
— Hvernig er það með þessar verur, sem þú sérð,
huldufólkið og annað; sérðu það ef þú leggur aug-
un aftur?
— Já, þegar ég opna augun aftur, en ekki meðan
þau eru lokuð, en ég sé þessar verur jafnt, hvort
sem dimmt er eða bjart.
— En þú sérð aldrei neitt, ef þú hefir augun
aftur?
— Svo er.
— Nú, en hvað einkennir svo huldufólkið, sem
þú svo kallar, frá fylgjum?
— Það hagar sér líkt mönnum og heldur saman
í flokkum, eða fleiri en einn oftast nær, og mér
virðist eins og það hverfi ávallt inn í hóla og hæðir,
eða þá inn ií stóra steina, og heldur mest til út um
hagann, en aldrei í fjölmenni eða innan um skarkala
mannanna. í vetur sá ég á veginum fyrir neðan
Bægisá huldufólk á ferð. Það hélt niður eftir veg-
inum karlmaður ríðandi rauðu hrossi og kvenmað-
ur, sem reið jörpu. Svo ráku þau á undan sér reið-
ingshross með klyfjum á, sem voru að fyrirferð eins
og kornvörupokar. Bæði fólkið og hestarnir hög-
uðu sér að öllu leyti eins og'mennskir menn væru
á ferð.
— Hvar varst þú, og á hverju þekktir þú, að
þetta voru ekki ferðamenn?
— Ég var niður við veg, ætlaði yfir um á, sem ég
fór. Ég get ekki sagt, á hverju ég þekki huldufólk,
ég einhvernveginn veit það, og svo hvarf þetta fólk
mér allt í einu, þegar það var komið nokkuð út
eftir, enda kannaðist enginn við, að neinn hefði
verið á ferð, en ég hélt spurnum fyrir um það.
Einu sinni fór stór flokkur framhjá mér fyrir ofan
Reykjavík, á að gizka 40 manns, bæði ríðandi og
gangandi, og ég heyrði óm af sálmasöng frá því,
annars heyri ég sjaldan til þess, eins og ég hefi
áður sagt.
— Sérðu nokkurntíma inn í híbýli huldufólks?
— Nei, aldrei.
— Hvernig veiztu þá, að það fer inn í hóla og
kletta?
— Það hverfur aldrei öðruvísi en eins og það
fari inn í eitthvað, sem hátt ber á; þó sýnist mér
það stundum eins og fara ofan í jörðina, en aldrei
þar, sem er l'áglent, enda hefi ég oftast séð huldu-
fólk og fénað þess á hálendi fyrir ofan manna-
byggðir.
— Sérðu það aldrei kringum eða innan um fólk
og fénað niðri í byggðinni, sástu t. d. aldrei huldu-
fólk í Reykjavák, eða þegar þú varst á Akureyri?
— Nei, aldrei. í Reykjavík sá ég aldrei neitt,
ekki einu sinni fylgjur manna, nema einu sinni í
Aðalstræti. Þar sá ég einhverja flyksu vera að slæð-
ast fyrir ofan bryggjuihúsið.
Framhald i nasta blaði.
Lagt á Héðinsskörð
Framhald af bls. 130. --------------:
inn, því þeir bjuggust við öllu hinu versta. Þá
var skólastjóri þar Hermann Jónasson; kom hann
að máli við heimafólk og sagði, að viss væri hann
um það, að við hefðum snúið við í Skörðunum, og
værum á heimleið, og sennilega ekki langt undan,
en það sagðist hann ekki vita, hvernig á því stæði
að við værum ekki jafnmargir, og við fórum um
morguninn; taldi hann líklegt að einhverjir okkar
hefðu uppgefizt og helzt úr lestinni. Skipaði hann
að bera Ijós út í alla glugga skólahússins, ef ske
kynni, ef við færum framhjá, að við sæum þau.
Sjálfur fór hann út í stórhríðina og niður í kirkju
og hringdi hinum miklu klukkum dómkirkjunnar.
Var þetta aldagamall siður á kirkjustaðnum, að
hringja kirkjuklukkunum, ef fólk hélt að einhverjir
væru að villast í nágrenninu, og kom það oft að
góðu liði. En það einkennilega við þetta var, að
aldrei heyrðum við klukknahljóminn, og hefur mér
ætíð fundist það óskiljanlegt. En skömmu síðar en
Hermann hætti að hringja, skaut okkur upp hjá
skólahúsinu. Var okkur forkunnar vel tekið og
hlynnt að okkur á allan hátt, enda var þess ekki
vanþörf, eftir 18 klukkutíma göngu. Voru sumir
okkar svo illa farnir, að þeir lágu rúmfastir dag-
inn eftir.
Er sögunni þar með lokið. Enn skýtur þeim
spurningum upp í huganum: Hvernig vissi Her-
mann, að við hefðum snúið við í Skörðunum, og
hvernig gat hann vitað, að við vorum ekki jafn-
margir og heiman fóru um morguninn? Og síðast,
en ekki sízt? Hvað olli því, að við heyrðum ekki
hinn mikla hljóm klukknanna?