Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 28
HELGI
VALTÝSSON:
Bernskuminiimgar
frá
Austfjöréum
r I. í S A - V E T U R
E"1 g man fyrst eftir mér á ísa- og harðindaárun-
um milli 1880 og 1890. Þá lagðist hafís að
A Austfjörðum nær árlega og lá oft langt fram
á vor. Og einu sinni á smalaárum mínum, frá átta
ára aldri til fermingar, man ég eftir, að ísinn lá al-
veg fram að Höfuðdegi, og að Gránufélagsskipið
„Rósa“ lá innifrosið í ísnum framundan bænum
okkar mestallt sumarið. Fjörðurinn okkar, Loð-
mundarfjörður, liggur opinn fyrir Seyðisfjarðar-
flóa og hafi og fylltist því brátt er ísinn rak að
landi.
Við börnin vorum hrifin af þessum hvíta flota,
sem kom siglandi hraðbyri, jafnvel móti stinnings
vindi eins og Hrafnistumenn forðum. En þá þekkt-
um við úr Örvar-Odds sögu. Fyrst komu lágsigldar
léttisnekkjur, hraðskreiðar og létu lítið yfir sér; en
á eftir þeim kom aðalflotinn, hnarreistir drekar og
hásigldir, geysimikil bákn, sem tóku botn langt úti
á firði. Brátt lærðist okkur börnunum, að það var
fallið, sem mátti sín meira en vindurinn, og að
mestur hluti þessara miklu borgarísjaka var neðan-
sjávar, þótt fjallháir virtust ofansjávar í okkar
augum.
Oft biðum við krakkarnir hvíta flotans með
óþreyju, þótt við á hinn bóginn hefðum nokkurn
beyg af honum, því að með honum komu alloft
hvítabirnir og gengu á land. Og þeir voru bæði
oTÍmmir og' skæðir. Voru 3 birnir unnir á bernsku-
árum mínum, 2 í sveitinni minni og einn í Húsa-
vík, hinum megin við ,,Hálsinn“. Eldra fólkið var
oft hissa á þessari aðdáun okkar krakkanna að haf-
ísnum: „Blessuð börn,“ sagði fólkið, „þið vitið
ekki, til hvers þið hlakkið. Þetta er voðinn sjálfur!“
Oft voru hvalir í ísnum, meðan hann var að reka
inn í firðina. En er þrengja tók að þeim, forðuðu
þeir sér oftast út aftur og þræddu þá vakirnar. En
stundum sáum við hvalablásturinn hverfa tiltölu-
lega fljótt, er ísinn var tekinn að þéttast. Var þá
sagt, að nú hefðu þeir ekki fundið neina vök nægi-
lega stóra, og hefðu því drukknað. — Að hvalir
gætu drukknað, var okkur krökkunum hrein ráð-
gáta og ótrúleg saga! En þó heyrðum við oft sagt
frá, að dauð stórhveli ræki á land á ísárunum.
II. HVALREKI
Það mun hafa verið vorið 1883, er þess varð vart,
að tvær stórar steypireyðir héldu til í allstórri vök
framundan bænum okkar á Nesi. Voru þá hafþök
af ísi eins langt og auga eygði af láglendinu. Og
ísinn þjappaðist saman og þéttist með degi hverj-
um, og að lokum frusu allar vakir og lokuðust al-
gerlega. Áttu því hvalirnir erfitt um allar hreyf-
ingar, og þetta jókst í sífellu. Þeir fóru í kaf öðru-
hvoru og hurfu um hríð. — Nú eru þeir farnir,
hugsuðum við krakkarnir. En svo sáum við og
heyrðum allt í einu blásturinn á ný. Okkur þótti
vænt um þessar stóru skepnur. — Þetta voru „hval-
irnir okkar“!
Vökin þrengdist í sífelldu og nálgaðist land. Og
einn daginn var annar hvalurinn horfinn. Hann
124 Heima er bezt