Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 35
íslendingar eru og hafa verið gecddir rniklum dulreenum heefileikum. Um það vitnar liinn mikli fjöldi dulsagna sem skráður er. Það er og alkunna að slikar sögur fá fljólt ú sig þjóðsagnablee, ef þeer ganga tnargra á milh, þótt þœr verði oft „sögulegri“ við siíka meðferð taþa þeer gildi sern rannsóknarefni. „Heima er bezt“ vill halda hverskonar dulsögnum til haga, draumum, sýnum, fyrirburðum, dulheyrn- um o. s. frv. og heitir á lesendur sina, að senda slikar sögtir til birtingar. Einkutn er oss fettgur i þeitn sögnutn, sem unnt er að vottfesta. DULSKYNJANIR og DULSAGNIR r löf sigurðardóttir skáldkona á Hlöðum hafði ætíð mikinn hug á hverskonar dul- rænum efnum. Um eitt skeið safnaði hún lítilsháttar sögum um þessi efni, en annars skrásetti hún minnst af því, sem lienni var sagt, eða til henn- ar barst. í handritum liennar eru þó nokkrar sögur af þessu tagi. Hefir ;hún skráð þær flestar árin 1908 og 1909, eftir sömu stúlkunni, Jóhönnu að nafni, sem þá var til heimilis á Ytri-Bægisá, en ættuð úr Hornafirði. Mun Olöf hafa ætlað sögurnar til birt- ingar í þjóðsagnasafni Odds Björnssonar, þótt ekk- ert yrði úr því. Um sögukonu sína farast Ólöfu svo orð að hún sé greindarleg, lítið upplýst, en virðist segja satt og ýkjulaust frá. Hún hefði verið fremur ófús að segja sögurnar, en gefið sér þó leyfi til að skrifa þær og nota. Aldrei mun Ólöf hafa hreinskrifað sögur þessar. Eru þær skráðar að mestu í samtalsformi, eins og tal hennar og sögukonu hennar hefir fallið hverju sinni. Hefi ég haldið því óbreyttu, að öðru en því, að ég hefi flokkað frásagnirnar eftir efni þeirra, og því orðið að víkja við orði á stöku stað til þess að forðast endurtekningar. Sögukona mín, sem nú er 22 ára að aldri, segist fyrst hafa vitað, að hún væri skyggn, þegar hún var 10—11 ára að aldri. Síðan hefði hrin oft séð ýmsar verur. Aldrei kveðst hún geta notað ófreskissjón sína, ef hún ætlar það, sýnirnar koma einungis ósjálfrátt og óvænt. Óhrædd kveðst hún ávallt vera við allt það, sem hún sér, nema einu sinni. — Finnst þér allt þetta, sem þú sérð, vera sams- konar verur? — Nei, mér finnst það eiginlega þrennskonar: Huldufók, sem ég held að sé, fylgjur, sem mér finnst helzt vera slæðingur á undan ferðamönn- um, og svo fallegar verur, sem ég held að séu sálir dáinna manna. — Er þetta þá greinilega hvað öðru ólíkt? — Já, segir hún dálítið hikandi. — Villtu þá reyna að lýsa því hverju fyrir sig? — Já, svo glöggt, sem ég get. Fara nú lýsingar og sagnir hennar hér á eftir. HULDUFÓLK — Hvernig lítur huldufólkið út? Er það eins og við? — Nei, það er rninna vexti og ómyndarlegra flest. — Þekkir þú það þá strax frá mennskum mönn- um? — Já, æfinlega, ef ég kem nærri því, en ekki stundum tilsýndar. — Sérðu ekki glöggt framan í það? — Það er sjaldan, það snýr oftast að mér bakinu, og svo er eins og ég geti aldrei séð það alveg glöggt, þó að ég sé nærri því. — Sérðu nokkurntíma glöggt inn í augun á því? — Já, ég held nú það, en það lítur eins og æfin- lega undan eða færir sig frá mér, ef ég horfi stift á það, einkurn ef það horfir inn í augun á mér á móti, það er eins og það þoli það ekki. — Sérðu nokkurntíma eins og hverfa úr því aug- un, þó að þú horfir inn í þau? — Nei, það gerir það ekki, það bara snýr sér frá mér, og það er fremur sjaldan, að það snúi sér svo að mér, að ég sjái glöggt framan í andlitið á því, og ekki þá nema allra snöggvast. — Heyrir þú það aldrei tala? — Aldrei. — Og aldrei neitt hljóð til þess? — Sjaldan, nema þetta skipti, sem ég sá líkfylgd- ina og það söng. En sú saga er þannig, að ég sá líkfylgd, og söng hún öll lagið ,,Allt eins og blómstr- ið eina“ og bar sig á allan hátt eins og við venju- lega jarðarför, nema hvað það söng öfugan sálminn og versin, og einhver undarlegheit voru yfir því öllu, svo að mér var fullljóst, að mennskt fólk var þar ekki að verki. — Sástu kistuna? Var hún eins og hjá okkur? — Það sýndist mér, en það er eins og ég geti ekki séð neitt hjá því alveg glöggt, þó að ég sé nærri því. — Hvernig er það klætt? — Það er oftast klætt líkt því, sem ég hef séð elzta fólk ganga klætt á afskekktum stöðum, þar sem mjög er gamaldags. — Skiptir það sér aldrei neitt af þér? Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.