Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 29
Nr. 4 Heima 125
--------------------------------er bezt----------------------------
kom ekki aí'tur. Hinn gat nú ekki lengur snúið sér
í vökinni. Og einn daginn, er allt virtist vera að
lokast, renndi hann upp í „Bolabásinn“, þrönga
klappaþró milli tveggja hleina, er sköguðu all-langt
út í sjóinn og voru að mestu í kafi á flóðum. Þarna
gat hvalurinn lítið hreyft sig, og lá fremri liluti
hans á þurrti landi, er sjór féll út. Var honum því
engrar undankomu auðið.
Brátt flaug „hvalsagan“ fjaðralaus, fyrst sveitina
á enda og síðan yfir hálsa og heiðar til grannsveit-
anna. Þetta var frétt um björg í bú. Margir voru
orðnir bjargþrota, og flestir bjargarlitlir. Var fyrst
reynt að binda hvalinn — til öryggis — og voru til
þess notaðar akkerisfestar af franskri skonnortu,
„Úraníu“, sem strandað hafði skammt frá, nokkr-
um árum áður. Var hvalurinn rammfjötraður í
hlekkjum þessum og festur við hleinarnar báðum
megin. En er hann bylti sér á hliðarnar á víxl og
sló heljarhögg með sporðblöðkunni, hrukku hlekk-
irnir sundur, og furðaði flesta á því ofurmagni. Á
flóði lá sporður hvalsins á 4—5 faðma dýpi, en svo
voru sporðköst hans sterk, að hann þurrkaði sjóinn
niður í botn, áður en hann luktist aftur yfir sporð-
blöðkuna, sem að lokum var orðin alblóðug og
marin af því að lemja sjávargrjótið.
Gengið var hart fram — og miskunnarlaust — að
drápi hvalsins, og var mér sagt, að það hefði tekizt
tiltölulega fljótt, enda dró brátt af honum á fjör-
unni, er erfitt varð um andardráttinn.
Þetta var geysistór skepna: 75—80 feta steypireyð-
ur. Hvalskurðurinn stóð lengi, og mannfjöldi var
feiknamikill og fjöldi hesta. En aflt hverfur þetta í
rauða, síkvika þoku í endurminning minni, því að
blóðflæðið á sjó og landi brenndi sig inn í barns-
huga minn og olli ugg og hryllingi. En matbjörgin
var geysimikii og barst vítt um sveitir. Allir hrós-
uðu happi og voru glaðir. Og svangur maginn er
ekki miskunnsamur.
III. U N N I N N HVÍTABJÖRN
Einn daginn meðan á hvalskurðinum stóð, gerð-
ist annað ævintýr á næsta bæ fyrir utan Nes, og
hét þá Neshjáleiga en nú Grund, og er örskammt
á milli bæjanna. Þar bjuggu þá bræðurnir Jóhann
og Gunnar Þorbergssynir með móður sinni, ekkju,
og systrum. Fóru síðan öll til Kanada og tóku seinna
upp móðurafa-nafn sitt Oddson, því að það lét bet-
ur í munni þarlendra manna en Þorbergsson. Flutt-
ist Gunnar vseinna til Norður-Dakota og hlaut þar
á sjötugsafdri viðurnefnið „Hlaupa-Gunnar“ sök-
um óvenjulegs afreks á þeim vettvangi.
Um þetta leyti mun Jóhann hafa verið allt að
því hálfþrítugur, en Gunnar um f8 ára. Báðir voru
þeir bræður röskir piltar og harðduglegir, sjósókn-
arar miklir og skyttur góðar. Jóhann vann að hval-
skurðinum um þessar mundir, en Gunnar og frændi
hans ungur sinntu gegningum heima.
Einn daginn sjá þeir frændur einhverja skepnu
niðri á sjávarbökkum og halda fyrst, að það muni
vera hestur, þótt þeir ættu lians þar enga von. En
er þeir gá betur að, verður þeim ljóst, að þetta
muni vera hvítabjörn, sem runnið hafi af ísnum
á hvalskurðar-fyktina. Kemur talsverður vígahugur í
strákana, og í sömu svifum kemur Jóhann heim úr
hvalskurðinum, og segja hinir honum þegar frétt-
irnar. Höfðu nú heimahundarnir þegar fengið þef-
inn af dýrinu, því að skammt var til sjávar, og eltu
þeir björninn tryllings-geltandi og hamslausir af
grimmd. En ekki virtist björninn sinna því neitt
að ráði.
Bræður brugðu nú skjótt við, þrifu byssur sínar
og skotfæri, hfóðu síðan í snatri (framhlæður á
þeim tímum) og brunuðu síðan á skíðum niður
yfir túnið og mýrina og hófu þegar eftirförina.
Björninn fór með sjónum, en stundum eftir kföpp-
unum eða ísnum, sem alls staðar var landfastur.
Eftir nokkurn eltingaleik voru þeir komnir út á
háan bakka, og synti þá björninn í mjórri vök með
fandi fram, og er hann kom að klöppinni, brá hann
upp hrammi og hóf sig upp á klöppina í einni svip-
an. Skaut þá Jóhann á hann, þótt langt væri færi
ofan af liáum bakkanum. Lét þá björninn sig falla
aftur niður í vökina og synti frá landi, en sneri
samt brátt við og lyfti sér upp á sömu klöppina
aftur.
Til að nálgast björninn urðu nú bræður að
stökkva fram af háum bakkanum og niður í fann-
dyngjuna undir klettinum, en þar var alldjúp dæld
undir, svo að skafl bar á milli þeirra og bjarnar-
ins. En björninn hafði lagst á klöppinni. Skriðu
þeir bræður upp skafiinn og gægðust yfir brúnina.
Varð björninn þeirra þegar var og ætlaði að rísa
upp, en þá skutu bræður báðir í einu og miðuðu
á bjarnanhausinn, og var hann þegar dauður.
Allmikið afrek þótti þetta af þeim bræðrum og
fremur sjaldgæft og spurðist víða. Þetta var stór
björn og allfeitur. Fengu bræður mannhjálp til að
flytja skrokkinn heim til bæjar. Fló Jóhann síðan
belg af birninum, tróð hann upp með heyi og þurrk-
Framhald á bls. 128