Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 8
Forstöðukona Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri frú Ragnheiður Arnadóttir. landstúninu, beint suður af lystigarði bæjar- ins. Flestir munu sammála um, að þetta liafi verið happaráð. Nú var þegar hafizt handa um bygginguna, og var hornsteinninn að húsinu lagður 18. ágúst 1946. Byggingunni miðaði ágætlega í fyrstu, en síðar gekk allt hægar. Stundum var um að kenna efnisskorti, en þó oftast og aðal- lega fjárskorti. Loks mátti þó húsið heita fullbúið, eða að minnsta kosti vel nothæft. Þriðjudaginn 15. desember 1953 voru sjúklingarnir og öll starf- rækslan flutt úr gamla spítalanum í nýju bygg- inguna. Þá voru sjö ár og fjórir mánuðir liðn- ir, frá því hornsteinninn var lagður og full 17 ár frá því að tekið var að ræða um frarn- kvæmdir í sjúkrahúsmálinu í fyllstu alvöru. Þessi mikli dráttur olli því, að byggingin varð margfalt dýrari en gert var ráð fyrir í fyrstu. Hins vegar má telja drættinum það til gildis, að húsið varð, þegar það loks komst upp, mun stærra og enn betur búið en menn liöfðu þorað að vona. Stofnkostnaður byggingar- innar mun alls hafa orðið rúmar 12 milljónir króna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er mikil og glæsileg bygging. Það stendur hátt, og útsýni þaðan er hið fegursta. Einnig sézt þessi mikla og fagra bygging víða að úr bæn- um og mun áreiðanlega setja svip sinn á Akureyri um langan aldur, okkur er ef til vill óhætt að segja, um alla framtíð. Flatarmál byggingarinnar er 925 fermetrar, en rúmmál hennar um 14 þúsund teningsmetrar. Lóðin er rnjög stór, svo að svigrúm til aukinnar starfsemi, bygginga og annars, er næstum ótakmarkað. Þá eru miklir mögu- leikar til þess að skapa þarna fallegt skóglendi og skrúð- garð á ókomnum árum. Húsið er þrjár hæðir og kjallari, og auk þess er neðri kjallari undir austurhlutanum. Sjúkraherbergi eru 38 að tölu, en mér er sagt, að alls séu 242 herbergi í bygging- unni, ef öll smáherbergi, gangar og skot eru talin. Aðaldyr hússins eru að norðan, en úr anddyri gengið inn í skrifstofu, röntgendeild og lyflæknisdeild og skurð- stofur, en á þriðju hæð er fæðingardeild og deild, þar sem liggja sjúklingar bæði úr handlæknis- og lyflæknis- deildum. — Sjúkradeildir þessar taka 33—38 sjúklinga hver, og eru sjúkrastofurnar flestar með sex eða þrem rúmum. Á fæðingardeild geta legið átta konur sam- tímis. Sjúkrastofurnar allar eru með þriggja metra loft- hæð, ánægjuleg herbergi, björt og prýðilega loftræst. Sjúkrastofurnar eru málaðar ljósgrænum lit, mjúkum og þægilegum. Vestan á álmunni, sem snýr stöfnum norður og suður, en sunnan vesturálmurnar, eru sólríkar og skjól- ríkar svalir, þar sem sjúklingar geta notið útiloftsins og Að neðan: Yfirlœknir Guðm. K. Pétursson með starfsliði sinu á ,jtofugangi“.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.