Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 40

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 40
136 Heima Nr. 4 --------------------------------er bezt----------------------------- honum, sem Glenn Griffin beygði sig niður að hon- um og talaði við hann, en orðin urðu sem háreysti fyrir eyrum hans. Hann kinkaði kolli, án þess að vita hvers vegna, þótt hann heyrði eitthvað af þessum viðvörunum og formælingum, sem streymdu af vörum Glenns. Loks stóð hann upp, stakk hendinni í vasa sinn og tók upp lítinn hlut, sem Dan gat ekki séð. Síðan gekk hann til Elenóru, og Dan fann, hve hann stirðnaði upp. í sömu andránni rann það upp fyrir honum, án þess það vekti honum nokkra undrun, að hann ætti ekki annars kost en að breyta eins og hann gerði, er Robish þreif til Ralphie, ef hann ætti aftur að standa í sömu sporum. Og þó var þá von á harðari átökum. Næst, ef til vill eftir stundar- korn, mundi hann bana einhverjum þeirra. „Lesið þetta,“ sagði Glenn. „Lesið þetta svo hátt, að maður yðar geti heyrt það, frú Hilliard.“ ' Dan heyrði konu sína byrja að lesa með óstyrkri röddu, er hún hafði flett sundur samanbrotnu dag- blaðssnifsi, og sökum nístandi sársauka varð hann að taka á því, sem hann átti til, til þess að fylgjast með lestrinum. Hún las frásögn um atburð einn, sem gerzt hafði í New York ríki. Sagði þar frá því, hvernig glæpa- maður, sem reyndi að rjúfa varnargarð lögreglu umhverfis hús eitt, sem hann hafði leitað hælis í, liafði á hroðalegan hátt drepið litla stúlku, er lög- reglan skaut á hann í sömu andránni og hann þaut frá húsinu. Hann hafði stokkið upp í vörubíl og haldið á stúlkunni fyrir framan sig. Þótt hann hefði sjálfur særzt af skothríð lögreglunnar, hafði hann skotið barnið í magann, og hún látizt samstundis. Þegar Elenóra hafði lokið þessum lestri, varð allt kyrrt. Elenóra hélt í höndina á Ralphie. Cindý var öskugrá í framan og andlitið sem skorpið, svo að það varð minna en venjulega og raunar ekkert líkt hennar andliti. Dan gat gert sér í hugarlund, hve vel Glenn hefði lagt sig fram um að klippa þetta úr blaðinu fyrir mörgum mánuðum síðan, jafnvel árum, og þá vafalaust hugsað sér að nota þetta ein- mitt í þeim tilgangi, sem nú var fram komið. Dan játaði með sjálfum sér, að hann hefði verið eilítið hreykinn af festu sinni, þá hann kom heim, en nú varð hann jafnframt að játa, að hún varð að engu, er hann kynntist svo ofboðslegri heift og glæpamannsæði, sem alls var að vænta af. Dan var- aði sjálfan sig við: Það var sama, hvað að höndum bæri, hann mátti ekki láta tilfinningarnar hlaupa aftur með sig í gönur. „Nú,“ sagði Glenn og horfði á Dan. „Nú, Hilli- ard, hafið þér nokkurt skotvopn?“ Dan kinkaði kolli hiklaust. Hann var aftur að ná valdi yfir hugsunum sínum. Hann átti einskis úrkosta, ef hann þrjózkaðist við þá þremenninga, hann hafði ekki möguleika til að standa í mjög ströngu, því að öll fjölskyldan var í hættu. „Uppi, í dýnunni í rúmi mínu.“ Glenn kallaði á Hank, sem kom að vörmu spori inn. Glenn talaði af hljóði við bróður sinn, og Hank hvarf upp stigann. Eftir andartak kom hann aftur, og þá hvíslaði Glenn: „Stingdu henni á þig, og gleymdu henni. Hank. Láttu Robish ekkert vita.“ Hann sneri sér að Dan og hló hæðnislega. „Hafið þér líka skilið þetta, Hilliard?“ Dan kinkaði kolli. Hann hafði tekið þá ákvörð- un, að hann yrði að hugsa fyrir öllu eins og Glenn, sem var hygginn, slóttugur og grimmur, en honum var hlýtt. „Heyrið þér mig, Griffin,“ sagði Dan, er Hank var aftur farinn. „Já?“ Fyrirlitningin gerði rödd hans hvassa. Það var ögrun í rómnum. „Eitt enn. Ég skal halda fjölskyldu minni í skefj- um. Við skulum láta okkur koma vel saman.“ „Hafið þér um nokkuð að velja, gamli minn?“ „Já,“ sagði Dan hægt. Hann hafði logandi verk í síðunni. ,Já, við eigum báðir valið. Meðan ekki kemur til nýrra átaka, átaka á borð við þau, sem urðu hér áðan, er þessi karlbjálfi tók í son minn, raunum við gera allt, sem þér segið. Allt innan sanngjarnlegra takmarka. En ef einhver ykkar snert- ir á einhverju okkar aftur, þá. . . .“ „Ég hef enga ánægju af hótunum.“ „Griffin/ sagði Dan og tók út í hvert skipti, sem hann dró andann, „þér eruð ekki eins vel gefinn og ég hef ætlað, ef þér haldið, að þetta sé hótun. Ég tala aðeins um staðreyndir. Og ef einhver ykkar snertir eitthvert okkar aftur, er úti um ykkur. Svo mun og um okkur, en þá er að sæta því. Næst læt ég mér ekki nægja að dangla í þenna náunga. Ég drep hann, áður en þér komið skoti á mig.“ Þá hló Griffin lágt, en hálfvandræðalega. „Þegar þess er gætt hve miklu þér tapið, þá má segja, að djarflega sé mælt.“ Örvæntingin náði aftur tökum á Dan. „Nei, hér er ekki of mælt, Maður minn. Getið þér ekki skilið það? Ég segi, að við skulum hjálpa yður, ef þér getið haft hemil á mönnum yðar.“ Þegar Dan sá, að augnabrúnirnar hófust svo lítið

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.