Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1956, Blaðsíða 9
fagurrar fjallasýnar á góðviðrisdögum. í suðurenda sömu álmu eru einnig lokuð sólbyigi. I kjallara hússins er eldhús og borðstofa starfs- fólks, rúmgóð og vel búin rannsóknarstoia, tvö mót- tökuherbergi lækna, biðstofa o. fl. I kjallara er einn- ig miðstöð liins mikla hitakerfis byggingarinnar, en húsið er rafmagnshitað, en olíukynding höfð til vara, ef til rafmagnstruflana kæmi. Smíðaverkstæði o. fl. er einnig í kjallara. í neðri kjallara eru geymslur og frystiklefar. Skammt vestan við aðal- bygginguna er sérstakt hús, sem í er rafmagnsskipti- stöð, sótthreinsunarstöð, líkgeymsla, líkskurðarstofa og lítil kapella. Þótt meginhluti af rekstri Fjórðungssjúkrahúss- ins sé í þessari miklu byggingu, er svolítið af honum Kaffihlé hjá lceknaliði Fjórðungssjúkrahússins. utan hennar. Er þar helzt að telja dálitla geðsjúkra- deild, sem er í lítilli byggingu alllangt frá sjálfu sjúkrahúsinu. Ólafur yfirlæknir Sigurðsson er lækn- ir hennar, en hjúkrunarmaður er hinn ágæti söngv- ari okkar Jóhann Konráðsson. Byggingu þá, er reist var sunnan gamla sjúkrahússins litlu fyrir stríð og fyrr getur, notar Fjórðungssjúkrahúsið sem nema- bústað. Þar er einnig Heilsugæzlustöð Akureyrar. Þá er enn ótalið þvottahús sjúkrahússins. Rekstur Fjórðungssjúkrahússins hefur gengið furðuvel þau tvö ár, sem það hefur verið starfrækt, þótt það sé auðvitað miklum vanda bundið að koma rekstri svo mikillar stofnunar á traustan fjárhags- *■ grundvöll. I ársbyrjun 1954 lágu 65 sjúklingar í sjúkrahúsinu, en 1065 voru innritaðir á því ári. I árslok lágu 101 siúklingur í sjúkrahúsinu, en 1160 höfðu velíð innritaðir á því ári. Um 220 fæðingar urðu í fæðingardeildinni 1955. Legudagafjöldi varð alls 1954 381.40, en 43479 árið sem leið. Af hinum 1130 sjúklingum 1954 voru 531 af Akureyri, 297 úr Eyjafjarðarsýslu og 145 úr Þingeyjarsýslum, en 157 annars staðar að Það segir sig sjálft, að starfslið svo mikillar stofn- unar sem Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hlýtur að vera mjög fjölmennt. Alls mun nú starfa við sjúkrahúsið um 70 manns. Það eru læknar, lækna- nemar, hjúkrunarkonur, hjúkrunarnemar, ljósmæð- ur, gangastúlkur, aðstoðarstúlkur í röntgendeild og rannsóknarstofu, starfsstúlkur í eldhúsi og þvotta- húsi, starfsmenn til ýmissa starfa, ráðskona og fram- kvæmdastjóri. Allt þetta fólk vinnur mikil og góð störf, sem gott Torfi Maronsson sérfræðingur i nuddlcekningum. Til hægri: Starfsstúlkur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.